Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 102

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 102
70 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Auður Guðjónsdóttir. 2 Fabio Capello. 3 Led Zeppelin. MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. kornstrá 6. til dæmis 8. kvikmynda- hús 9. fugl 11. berist til 12. teygjudýr 14. konungssonur 16. hætta 17. í hálsi 18. hrópa 20. ung 21. horfðu. LÓÐRÉTT 1. hafa í hyggju 3. í röð 4. land 5. form 7. fugl 10. sjór 13. tjara 15. greinilegur 16. kjökur 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. hálm, 6. td, 8. bíó, 9. lóm, 11. bt, 12. amaba, 14. prins, 16. vá, 17. kok, 18. æpa, 20. ný, 21. litu. LÓÐRÉTT: 1. ætla, 3. áb, 4. líbanon, 5. mót, 7. dómpápi, 10. mar, 13. bik, 15. skýr, 16. væl, 19. at. „Ég fæ mér yfirleitt þykkmjólk með eplum og perum með múslíi út á. Mér finnst það rosa gott.“ Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leikkona. Barði Jóhannsson er einn þeirra þriggja lagahöfunda sem láta ljós sitt skína í Laugardagslögum Sjónvarpsins um helg- ina. Margir hafa beðið spenntir eftir því hvernig hann muni fylgja eftir teknó-smellinum „Ho ho ho, we say hey hey hey“ sem fór beinustu leið áfram í úrslitaþátt- inn. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komu upp ýmsar hugmyndir í herbúðum Barða, til dæmis að syngja lag á pólsku. Lendingin mun þó hafa orðið lag sem heitir „Friður á þessari jörð“ og inniheldur að sögn Barða friðar- boðskap í anda jólanna. Hótel Búðir á Snæfellsnesi býður gestum sínum í fjórða skiptið upp á að leysa glænýja morðgátu fyrstu helgina í febrúar. Gátan er orðin einn vinsælasti dagskrárliður hót- elsins en hún er sem fyrr samin af þeim Davíð Þór Jónssyni og Ævari Erni Jósepssyni. Um er að ræða leik sem stendur yfir í um sólarhring. Einhver er myrtur, einhverju stolið og ýmis sönnunargögn koma upp á yfirborðið. Sá sem fyrstur kemst að því hver morðinginn er og hvers vegna hann framdi voðaverkið sigrar. Mikill spenningur ríkir á Snæ- fellsnesi vegna þessa enda taka ekki einungis gestir og starfs- fólk þátt heldur hafa bændur í kring jafnvel verið fengnir til að leika hlutverk. Þónokkrir Íslendingar skemmtu sér hið besta á tónleikum Led Zepp- elin í London á mánudagskvöld. Bankastarfsmenn voru áberandi en ekki þó eins áberandi og félagarnir Sigurður G. Guðjónsson lög- maður og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi. Hinn síðar- nefndi flaug alla leið frá Mexíkó til að ná tónleikunum. Að auki var Zeppelin-aðdáandinn Tryggvi Jónsson meðal gesta og naut hann hljómsveitarinnar í botn. - sók/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Nýir eigendur helsta sportbars Íslands, Players í Kópavogi, hafa í hyggju að stofna keðju skemmti- staða um allt land undir formerkj- um Players. „Við keyptum Sport- barinn á Hverfisgötu og munum opna þar útibúið Players miðbær þegar framkvæmdum lýkur í febrúar eða mars,“ segir Valgarð Sörensen, sem nýlega keypti Players ásamt Óskari Einarssyni. Á Players miðbær verður einnig gert út á sport, grill og lifandi tón- list, en Players er einn stærsti skemmti- og veitingastaður lands- ins. Þar myndast oft gríðarleg stemning þegar íþróttaaðdáendur koma saman og fylgjast með helstu íþróttaviðburðum líðandi stundar í beinni útsendingu. Play- ers hefur verið sannkölluð gull- náma fyrir eigendur sína, enda tekur staðurinn um 750 gesti og jafnan er fullt út úr dyrum. „Við ætlum auðvitað að setja upp bestu skjáina og hljóðkerfið í miðbæjarútibúinu og sýna beint frá leikjum,“ segir Valgarð. „Einnig munum við bjóða upp á lifandi tónlist um helgar eins og hefur verið á Players í mörg ár. Hljómsveitirnar verða þó líklega meira í anda 101 en þær sem hafa spilað í Kópavoginum,“ segir Val- garð. Stefna nýju eigendanna er að opna útibú Players um allt land og horfa þá helst á Selfoss, Kefla- vík, Akranes og Akureyri. „Von- andi gerist þetta á næstu mánuð- um eða árum en er þó allt á byrjunarstigi enn þá,“ segir Val- garð. - eá Players-sportbarir um allt land ÍÞRÓTTAAÐDÁENDUR Á PLAYERS Players í Kópavogi rúmar 750 manns og myndast mikil stemning þegar sýnt er frá helstu leikjum. Hér eru aðdáendur Liverpool á góðri stundu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mýrin, vinsælasta kvikmynd Íslands, og Næturvaktin, ein vinsælasta sjónvarpsþáttaröð- in í íslensku sjónvarpi, berjast um hylli kaupenda DVD-diska fyrir þessi jólin. Þeir gætu því ekki verið ólíkari keppinautarnir, þeir Ólafur Ragnar frá Skeljungi og Erlendur rannsóknarlögreglumaður. „Þetta verður skemmtileg barátta,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon, sem leikur Ólaf í sjónvarpsþáttun- um vinsælu, en hann vildi þó ekki meina að þetta yrði beint harður slagur í orðsins fyllstu merkingu. „Ég óska bara Næturvaktinni alls hins besta og megi þeir selja sem mest enda sýnir þetta bara hversu mikinn áhuga almenn- ingur hefur á íslenskum kvikmynd- um og íslensku sjónvarpsefni,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar. Næturvaktin hefur hreinlega verið rifin út úr hillum verslana síðustu daga og hafa hátt í átta þúsund eintök selst. Diskurinn náði gullsölu á aðeins sex dögum en eintök láku út í verslanir á föstudaginn. Mýrin hefur verið ögn lengur í sölu en er þegar komin í tíu þúsund eintök. Sem verður að teljast ansi góður árangur sé tekið mið af því að yfir áttatíu þúsund Íslendingar fóru og sáu myndina í bíói. Jón Gunnar Geirdal, markaðs- stjóri Senu, sem gefur út flesta íslensku mynddis- kana, segir íslenska útgáfu vera í miklum blóma. Og bætir því við að Íslendingar hafi í síauknum mæli beint kaupum sínum að íslensku efni í stað amerískra Hollywood- mynda eins og algengt hefur verið. „Það er ótrúlega mikið framboð af íslensku efni um þessar mundir og þjóðin virðist taka því vel,“ segir Jón en sjónvarpsþættir á borð við Venna Páer, Sigtið og Tekinn auk Fóstbræðra hafa notið töluverðrar hylli að ógleymdum kvik- myndunum Astrópíu, Syndir feðranna og Köld slóð. „En það má eiginlega segja að þetta hafi allt fallið í skuggann af ótrúlegri sölu á Næturvaktinni undanfarna daga.“ - fgg Ólafur Ragnar slæst við Erlend ÓLÍKIR KEPPINAUTAR Þeir Erlendur rannsóknarlög- reglumaður og Ólafur Ragnar, starfsmaður á plani, berjast um hylli áhorfenda á DVD fyrir jólin. „Já, Óli Palli og Rás 2 eru að hýru- draga okkur. Það er bara svoleið- is,” segir Birgir Nielsen trymbill í köntríhljómsveitinni góðkunnu Klaufum frá Selfossi. Sérkennilegt mál er upp komið en hjá RÚV liggja nú ógreiddir reikningar frá hljómsveitinni Klaufum og aðstoðarmönnum þeirra, öllum meðlimum í FÍH, vegna beinar útsendingar sem var frá tónleikum þeirra 3. nóvember. Birgir segir að reikningurinn frá Klaufum nemi um 350 þúsund krónum en Ólafur Páll Gunnars- son tónlistarstjóri Rásar 2 harð- neiti að borga. Harðvítug orða-, bréfa- og tölvupóstsskeyti hafa gengið á milli málsaðila og vill enginn gefa eftir. „Fyrir allan lifandi tónlistar- flutning í RÚV fá menn einfald- lega greitt. Þannig eru lögin. Þannig er þetta um heim allan. RÚV er enginn leikskóli, þetta er ríkisstofnun og ber að fara að lögum. Svo hringir Óli Palli í mig alveg snælduvitlaus og segir að við eigum bara að draga okkar reikninga til baka. Þetta hafi aldrei verið samþykkt. Hann gerði lítið úr hljómsveitinni og var dónaleg- ur við mig í símann,“ segir Birgir sem þykist vita að Óli Palli hafi betri mann að geyma en þann sem hann sýnir af sér í þessu máli. Forsaga málsins er sú að Sigur- jón Sigurðsson hjá fyrirtækinu Prins Valíant fékk þá hugmynd að efna til stórdansleiks á Ásvöllum í Hafnarfirði. Frægasta köntrísöng- kona Dana, Tamra Rosanes auk Birgittu Haukdal komu fram við þetta tækifæri og fjöl- margir línudanshópar stigu á stokk. Birgir minnist þess að hafa farið með Sigurði á fund á Rás 2 þar sem lagt var á ráðin um hvernig best væri að kynna tiltækið en þar hafi ekki komið neitt fram sem gæfi það til kynna að hljóð- færaleikar- arnir ættu að gefa vinnu sína. Sigur geir Sigmundsson gítarleik- ari er með málið fyrir hönd FÍH. „Óli Palli hafði þá einu spurningu til mín á fundinum hvort Klaufar gætu ekki staðið undir beinni útsendingu og ég hélt það nú. Enda kom það á daginn.“ Ólafur Páll kannast við málið en það snýr öðruvísi við honum en Birgi. Vægast sagt: „Við vorum að gera þeim greiða og fáum svo hell- ing af reikningum í hausinn. Ef eitthvað er þá skulda þeir okkur. Það er verið að koma aftan að okkur. Það er á hreinu að við erum ekki að hýrudraga einn né neinn. Við vorum í samstarfi og okkar framlag voru ókeypis aug- lýsingar í útvarp- inu. Við vorum í samstarfi,“ segir Óli Palli. Hann segir málið allt út í hött, hann hafi móðgast þegar reikningarnir tóku að streyma og hann er móðgaður enn. „Af hverju ættum við að vera að ráða fjölda tónlistarmanna á FÍH taxta til að spila í útsendingu frá einhverju kántríballi í Hafnarfirði eftir miðnætti á laugardagskvöldi þegar hlustun er lítil?“ spyr Óli Palli sem segir ekki koma til greina að borga. Tekur þó fram að hann hafi ekkert með fjármálin að gera og borgi því enga reikninga nema sína eigin. Hann veit ekki hvar málið er statt í kerfinu. „Ég held ég hafi ágæta réttlæt- is kennd. Við gerðum samkomulag við unga og óreynda óþekkta fjög- urra manna hljómsveit. Um að auglýsa giggið. Ef einhvern tíma hefði komið til tals að RÚV ætti að borga svo mikið sem fimmkall hefði ég flautað útsendinguna af. Svo standa allt í einu tíu manns á sviðinu og við eigum að borga samkvæmt FÍH töxtum. Mér finnst þetta galið,“ segir Óli Palli. Ljóst má vera að þessu máli er hvergi nærri lokið. En Óli Palli kannast við þau einu mistök að standa í þeirri meiningu að Sigur- jón hjá Prins Valíant væri umboðs- maður Klaufa. jakob@frettabladid.is BIRGIR NIELSEN: RÁS 2 NEITAR AÐ BORGA UMSAMDA TAXTA Óli Palli hýrudregur Klaufa KLAUFAR Segja Óla Palla hafa hringt í sig og heimtað að þeir drægju reikninga sína til baka. Birgir Nielen er annar frá vinstri á myndinni. ÓLI PALLI Fékk óvænt í hausinn reikninga frá tíu tónlistarmönnum samkvæmt taxta FÍH. Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.