Alþýðublaðið - 07.09.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.09.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fssðl íyrir fasta kostgaogara kostar sð eins 90 tcr. á roánuði. Café- og matsolnhúsið »Fj*lI- hoaan« Hús og byggingarlóðir selur Jðnas H« JÓÐSROn. — Bárunci. — Siœi 327. == Áherzla lögð á hagfeld viðskiiti beggja aðila. , Eruð þér að láta leggja raf- leiðslur um hús yðar? Ef svo er, bá komið og semjið um lamp;»kiup;n hji okkur, það borgar sig. Þið vitið að „Osram* rafmagns perur eru beztar. Við seljum þær á að eini kr. 2,25 pr. stykki Hf. Rafmf. Hitl & Ljós Laugaveg 20 B Sfmi 830 Buff með lauk og eggjam; iausar máltiðlr; smurt brauð o. fl er altaí bezt og ódýrast á Fjallkonnnni, Langaveg 11. Ujðlparstöð Hjúkruuarfélagsiss L(kn er opin aem hér segir: Mánudaga. . . . ki. íi—12 f. fe Þrlðjudaga ... — 5 — 6 «. h Miðvikudaga . . — j — 4 s fe Föstudaga .... — S — 6 e. fe Laugardaga . — 3 — 4 s. k. Borgarnes-kjötútsalan er í ár flutt í kjötbúð Milners og fæst þar kjöt iramvegis hvern dag, með lægsta verði. Sömu* leiðii er þar ávalt fyrirliggjandi ágætt rjósabiissmjör. i Skófatnaður. i * » | Vandaðastur, | | beztur, I ódýrastur. | SYeÍnbjörn Arnason | | Laugaveg 2. Ný Musik. Café Fjallkonan í kvöld kl. 9. — Handólín og Harmonika. — Rajnagnspernr. Stykkið á l,8o Ferzlnn Hannesar Jónssonar, Langareg 28. Kaupid Alþýðublaðið! Ritstjóri og ábyrgðsrrnaður: Olatur Friðrikstcn. Frcntsmtðjan Gutenberg. Edgar Rice Burrotighs: Tarzan snýr aftnr. annara kaffihúsa. Eg hefi ekki dvalið hér af fúsum vilja; eg hefi verið fangi*. »Fangi!“ át Tarzan eftir tortrygginn. „Eða öllu fremur ambátt", svaraði hún. „Mér var stoiið frá föður mínum á náttarþeli af morðingjahóp. Þeir fiuttu mig hingað og seldu mig Arabanum, sera á þetta kaffihús. Það eru því nær tvö ár síðan eg sá síð- ast fólk mitt. Það á heima langt suður frá. Það kemur aldrei til Sidi Aissa*. „Þú vildir gjarnan komast heim aftur?* spurði Tarzan. „Ef svo er skal eg fúslega hjálpa þér til þess, að kom- ast til Bou Saada, að minsta kosti. Þar getum við ef- laust komist að samningum við deildarforingjann, að senda þig það sem á vantar. „Ó. herra*, kallaði hún, „aldrei get eg endurgoldið yður! Það getur varla verið ætlun þín, að gera svona mikið fyrir vesæla ambátt. En pabbi getur endurgoldið þér; er hann ekki mikill skeik (höfðingi)? Hann er Ka- dour ben Saden", „Kadour ben Saden I* mælti Tarzan hissa. „Nú já, Kadour ben Saden er 1 Sidi Aissa. Hann borðaði með mér fyrir fáum stundum síðan“. „Pabbi er í Sidi Aissa?“ æpti stúlkan, sem steini lostin. „Allah veri lofaður, því þá er mér borgið“. „Ussl“ mælti Abdnl. „Hlustið“. Þau heyrðu greinilega orðaskil neðan af götunni. Tarzan skildi orðin ekki, en Abdul og stúlkan þýddu. „Þeir eru nú að fara“, sagði stúlkan. „Þeir hafa vilj- að ná i þig, herra. Einn þeirra sagði, að maðurinn, sem hefði gefið þeim fé til þess að drepa þig, læi með brotinn fót í húsi Akmed din Soulef, en að hann hefði lotað miklu meira fé, ef einhverjir vildu sitja fyrir þér á veginum til Bou Saada og drepa þig.“ “Það er sá, sem elti okkur í dag“, mælti Abdul. „Eg sá hann aftur f kaffihúsinu — við annan mann; og þeir fóru inn f húsagarðinn, er þeir höfðu talað við þessa stúlku. Það voru þeir sem réðust á okkur og skutu á okkur, þegar við komum út úr kaffihúsinu. Hvers vegna skyldu þeir vilja drepa þig?“ „Eg veit ekki", svaraði Taizan. Eftir litla þögn mælti hann: „Nema —" En hann lauk ekki setningunni, því það, sem honum hafði flogið f hug, sem eina lausnin á þessum leyndardómi, virtist óhugsandi. Loksins fóru mennirnir af götunni. Garðurinn og kaffihúsið var autt. Tarzan rendi sér hljóðlega ofan 1 glugga stúlkunnar. Herbergið var tómt. Hann fór aftur upp á þakið og hjálpaði Abdul niður, því næst lét hann stúlkuna síga niður til Arabans. Abdul stökk úr glugganum ofan á götuna, og Tarzan á eftir honum með stúlkuna f fanginu, eins og hann hafði gert svo marg oft 1 skógunum með þungar byrð- ar. Stúlkan rak upp lágt undrunaróp, en Tarzan kikn- aði að eins lítið eitt f hnjánum, er hann kom niður á götuna, og lét hann stúlkuna frá sér ómeidda. Hún bélt í hann eitt augnablik. „En hvað *þú ert sterkur og fimur", hrópaði hún. nEl adrea, svarta ljónið, sjálft er ekki meira". „Mér þætti gaman að hitta þetta el adrea þitt", sagði hann. „Eg hefi heyrt mikið um það rætt". „Ef þú kemur til heimkynna föður míns færðu að sjá það“, sagði hún. „Það býr í fjöllunum fyrir norðan okkur, og kemur á næturnar til þess að ræna frá okk- ur. Það drepur naut með einu einasta höggi hramms síns, og vei þeim manni er verður seint á ferð og mætir el adrea'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.