Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 16
16 31. desember 2007 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Áramótaávarp I Þau tímamót urðu í íslenskum stjórnmálum á árinu að mynd- uð var ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar. Sú frjálslynda umbótastjórn hefur einsett sér að vinna að kraftmiklu efnahagslífi, öflugri velferðarþjónustu, bætt- um hag heimilanna og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. II Við ríkisstjórninni blasti þegar erfitt verkefni: Að bregðast við minnkandi fiskistofnum með þriðjungs niðurskurði þorsk- kvótans á næsta fiskveiðiári. Þetta var sársaukafull ákvörðun, en það er til marks um styrk íslensks efnahagslífs að þessi ótíðindi köll- uðu ekki fram kreppu í þjóðar- búskapnum eins og gerst hefði á árum áður. Áhrif samdráttarins á einstök byggðalög eru engu að síður umtalsverð. Því ákvað ríkisstjórn- in að bregðast við af festu með mótvægisaðgerðum sem geta treyst undirstöður byggðar í land- inu þegar til framtíðar er litið. Ríkisstjórnin hefur nú þegar hrint í framkvæmd áætlunum um viðamiklar samgöngubætur, mark vissa sókn í menntamálum og uppbyggingu fjarskipta þjón- ustu. Þetta er grunnþjónusta sem landsbyggðinni er nauðsynleg til að takast á við framtíðina. III Framundan eru fleiri krefjandi verkefni, ekki síst að tryggja jafn- vægi í efnahagsmálum. Almenn samstaða er í þjóðfélag- inu um markmiðið um jafnvægi og áframhaldandi hagsæld. Atvinnulífið og verkalýðshreyf- ingin gera sér grein fyrir að verð- bólga og viðvarandi spenna í efna- hags- og atvinnulífi eru engum til góðs. Málflutningur forystumanna samningsaðila við gerð komandi kjarasamninga gefur fyrirheit um að þar verði þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi, en einnig leitað leiða til að leiðrétta kjör þeirra sem minnst hafa borið úr býtum á undanförnum árum. Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja sinn í verki með ábyrgum fjárlög- um og aðrir hafa sýnt vilja til samstarfs á sömu braut. Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórn- ar að hér skapist aðstæður til þess að fara megi saman efnahagslegt jafnvægi, velmegun og aukinn jöfnuður. IV Þess sjást glögg merki víða í sam- félaginu að Samfylkingin er orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmál- um, sem svo margir Íslendingar líta til um framsýna forystu á komandi árum. Flokkurinn situr í ríkisstjórn og er í meirihluta, einn eða með öðrum, í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins. Samfylkingin gerir sér grein fyrir ábyrgðinni sem þessu fylgir og mun fylgja orðum eftir með verkum. En flokkurinn tekur ekki við völdum til að viðhalda óbreyttu óstandi. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekki setið auðum höndum. Í utanríkisráðuneytinu er unnið að gagngerri stefnumörkun sem breytt heimsmynd kallar á. Þar verður áfram byggt á traustu samstarfi við lýðræðisþjóðir í nágrenni okkar, en stóraukin áhersla lögð á mannréttindi og þróunarsamvinnu enda löngu kominn tími til að Íslendingar verði ábyrgir gerendur fremur en óvirkir þiggjendur í alþjóða- samstarfi. Samfylkingin hefur lagt megin- áherslu á velferðarmálin og þá einkum umtalsverðar kjarabætur fyrir lífeyrisþega og öryrkja, aðgerðir í þágu barna og sókn í jafnréttismálum. Þá er hafin löngu tímabær vinna við heildarendur- skoðun almannatryggingakerfis- ins. Á næstum mánuðum verður einnig gripið til aðgerða til að tryggja félagsleg úrræði í hús- næðismálum, þar sem staðan er algerlega óviðunandi fyrir ungt fólk og lágtekjuhópa. Í viðskiptaráðuneytinu eru neyt- enda- og samkeppnismál nú í for- gangi og má vænta tillagna frá viðskiptaráðherra um aðgerðir til að auka neytendavernd, sam- keppni, gegnsæi og réttlátar leik- reglur á markaði. Ábyrgð Íslendinga í umhverfis- málum er mikil, bæði innan lands og utan, sem vörslumanna ómetan- legrar náttúru og ábyrgra þátt- takenda í alþjóðsamstarfi. Lofts- lagsmál og vernd verðmætra náttúru svæða eru mikilvæg verk- efni ríkisstjórnarinnar og er afar brýnt að standa þar vörð um hags- muni komandi kynslóða. Unnið er að stefnumörkun í orkumálum sem byggist á þeirri meginreglu að auðlindir þjóðar- innar skuli vera í almannaeigu og nýtingarréttur einungis framselj- anlegur eftir skýrum reglum. Það fellur í hlut samgönguráð- herra að hrinda í framkvæmd for- gangsverkefnum í samgöngu bót- um og fjarskiptavæðingu. Þessa mun sjá stað víða um land á næstu misserum enda um að ræða ein- hver brýnustu viðfangsefni okkar sem einnar þjóðar í einu landi. V Mikill meirihluti þeirra verkefna sem getið er um í stjórnarsátt- málanum er þegar kominn á góðan rekspöl. Framundan eru kjara- samningar og verkefni eins og skilgreining á eignarhaldi náttúru- auðlinda, mótun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, endurskoðun landbúnaðarkerfis, úttekt á kvóta- kerfinu – allt mikilvæg viðfangs- efni sem munu hafa afgerandi þýðingu fyrir Ísland framtíðar- innar. En þessi ríkisstjórn var mynduð til að takast á við stór verkefni og ætlar sér að leiða þau til farsællar niðurstöðu. Ríkis- stjórnin hefur þegar sýnt styrk sinn í verki og mun ekki víkja sér undan vandasömum verkum. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakka samfylgd og stuðning á árinu sem nú er á enda. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Réttlæti, raunsæi og jöfnuður INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „Ég sá það fyrst á visir.is“ Hellisheiði ófær vegna illviðris og hálku. Visir.is er öflug frétta- og upplýsingaveita í stöðugri sókn, sem leggur metnað sinn í að flytja fréttir líðandi stundar fljótt og örugglega til notenda. Fréttir, dægurmál, umræða, blogg, sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 og fréttatengdir þættir – allt er þetta aðgengilegt á einum stað í einfaldri umgjörð og með skýrri framsetningu. Notendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir heimsækja vísi. ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.