Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 28
H átíðin nálgast og Jón hlær að því hvort það sé ekkert farið að róast á vinnustaðnum. „Þegar ég byrjaði að vinna í fjármálageiranum var mér sagt að yfir sumartímann væri rólegt. Svo að það væri rólegur tími í desember. Ég man ekki eitt einasta sumar eða desembermánuð sem það hefur ekki verið hamagangur. Haustið hefur jú auðvitað verið mjög sérstakt.“ Stúderaði Matador Jón hefur vakið sérstaka athygli vegna aldurs síns sem var ef til vill ekki svo ólík- legur á forstjórum í kringum miðja síðustu öld en er ekki beinlínis meðalaldur æðstu manna í fyrirtækjum í dag. Sökum þess var hann meðal annars nefndur „undrabarnið“ í tímariti fyrir stuttu síðan sem hann segir að sé fjarri sanni. Hver viti nema hann prófi þó að taka upp eitt stykki fiðlu á næstu skemmt- un og athuga hvað gerist. „Þá hlýt ég nú líka að vera elsta undrabarn landsins.“ Og hann lagði þá ekki saman Ora-baunirnar í staðinn fyrir að borða þær, smíðaði uppfinningar og spilaði Matador heldur? „Jú, Matadorið. Ég spilaði það mjög mikið. Annars var ég lítill dellukarl og festist ekki í hlutum. Það voru tölvuleikir, mikill körfubolti, á tímabili tók ég myndir og í þrjá mánuði setti ég saman módel. Það var mitt slakasta svið – að gera eitthvað í höndunum – hvort sem það heitir að smíða eða mála.“ Og svo dansaðirðu – varst í samkvæmisdönsum ekki satt? „Jú, ég dansaði í ein átta ár með ekkert sérstökum árangri. Nema þegar ég fór eitt sinn til Bandaríkjanna og keppti þar með frænku minni. Við unnum fjórtán verðlaun. Við vorum reyndar einu keppendurnir í flokkn- um.“ Tilheyrir tíunda áratugnum Fæddur árið 1978 elst Jón upp á hinum stór- kostlega níunda áratugi, tíma Gleðibankans, neon-lita og heimilissýninga í Höllinni. Hvað pikkaði hann upp frá áratugnum? „Ég tengi mig nú frekar við þann tíunda. Maður náði ekki nema seinni hluta þess níunda og þegar maður var kominn með vit til að tileinka sér eitthvað að ráði var farið að nálgast 1990. Svona eftir á að hyggja sýnist mér það alla- vega. Á þeim tíma fór ég til að mynda í Vatnaskóg í fyrsta skipti og kynntist rappi – Beastie Boys – og hef síðan þá hlustað á rapp. Á sama tíma æfði ég körfubola og maður gerði heiðarlega tilraun til þess að verða að rappara í klæðaburði líka. Keypti peysur og boli í extra extra large, náði buxunum að vísu aldrei, en svo var maður að rembast við að henda einhverjum risahálsmenum utan um mig þegar maður vildi vera virkilega flottur.“ Þeir eru einmitt nokkrir Hafnfirð- ingarnir til vitnis um það að Jón hafi litið út eins og rappari í þó nokkurn tíma. Og þótt hipphopp-múnderingin hafi elst af Jóni hefur hann alla tíð verið trúr sjálfri tónlistinni og hlustar enn á rapp. „Ég var þannig að þegar ég var yngri hlustaði ég mikið á Elvis Presley og Bítlana og svo var það rappið. Það er fyrst í dag sem ég er farinn að hlusta á eitthvað fjölbreyttara.“ Public Enemy, Ice-T eiga allt- af sinn sess og af þeim nýrri er það Nas. „Ég fór einmitt á tónleika með honum þar sem ég var staddur á Flórída í apríl síðastliðnum. Og mér finnst almennt mjög gaman að fara á tónleika, hvort sem það er Bó í Laugardals- höllinni eða Robbie Williams.“ Afinn í Straumnesi fyrirmynd Jón vill ekki gangast við að hafa heyrt neinar voðasögur af sér sem barni. Hann ólst upp í Hafnarfirði, átti tvö systkini, var elstur í systkinahóp, faðir endurskoðandi og móðir heimavinnandi. Hann var félagslyndur, dug- legur í félagslífinu og hjólaði sem óður maður um allan bæ – gjarnan á staura eða hluti sem urðu á vegi hans. Datt ofan í garða og ýmislegt. Að öðru leyti ... „var ég svoddan kórdrengur að ég hef engum voðasögum að deila“. Í stað þess að rekja ættir er Jón beð- inn um að nefna frægasta ættingjann sinn. „Ég held ég eigi nú kannski ekki beinlínis náskylda mjög fræga ættingja en fyrir mér er það alnafni minn og afi, Jón Sigurðsson í Straumnesi.“ Einn af síðustu Kaupmönnun- um á horninu en hann rak Straumnes í Breið- holti þar til um 1990. „Hann hafði óbein áhrif á mig og hans lífssýn finnst mér gott að geta tileinkað mér sjálfur í starfi. Ég var mikið hjá honum þegar ég var yngri, hjálpaði til við að fylla á kælinn og slíkt, og hvernig hann nálgaðist hlutina var óvenjulegt. Hann lagði sál sína alla í starfið, vann sjálfur í verkföllum og aðalatriðið hjá honum var sambandið við kúnnann sem hann tók langt fram yfir sjálfa afkomuna. Honum fannst fólkið, starfsfólkið og kúnnarnir, skipta öllu máli og sinnti því af alúð. Svo þegar hann hætti með búðina var hann allt í einu kominn á fullt í að stússast fyrir Íþróttafélag fatlaðra, safna peningum fyrir félagið og slíkt – sem enginn í fjölskyldunni skildi. En svona var hann. Kom á óvart og var atorkusamur.“ Og hvar sjást svo áhrifin frá afanum? „Viðskipti eru fyrst og fremst mannleg samskipti. Í raun er viðskiptafræði bara fimm prósent eitthvað fræðilegt en restin snýst bara um manneskjurnar. Og ég hugsa að menn van- meti þann þátt alltaf. Sumir sjá þetta bara sem tölur á skjá, sem færðar eru á milli vasa, en til að tölurnar gangi upp þarftu að geta virkjað fólk og átt góð samskipti við það. Annars einangrastu bara og þér mistekst.“ Skilningsrík eiginkona Sem fyrr segir ólst Jón upp sem Hafnfirð- ingur og er lítt flokkshollur sem einn fyrr- verandi slíkur. Í dag býr hann til dæmis á Seltjarnarnesinu, sem gæti flokkast sem höfuðsynd í sakramenti gaflara. „Við Hafn- firðingar skiptumst eiginlega í tvennt, það eru þeir sem fóru í í Flensborg og svo hinir sem fóru í skóla fjarri heimabyggð, eins og ég, sem fór í Versló. Ástæðan fyrir því að ég bý svo ekki þar er að konan mín bjó öll upp- vaxtarár sín á Seltjarnarnesinu og það lengsta sem við höfum komist þaðan í búskap er næsta póstnúmer – Vesturbærinn.“ Eigin- konu sinni, Björgu Fenger, kynntist hann einmitt í Versló. Og það er ekki allra, á þess- um síðustu og verstu tímum hjúskaparheita, að ganga svo að eiga æskuástina. Hver er lykillinn að sambandi sem lifir svo lengi? „Ég held að lykillinn sé að eiga mjög skiln- ingsríka konu. Þetta er ekki alltaf skemmti- legt hlutskipti – að sitja uppi með mann – út af vinnuálaginu. Það er ekki hægt að stóla á mann hvað heimilisstörf varðar, matseld eða að maður sé búinn í vinnunni klukkan fjögur til að ná í börnin. Þeim verkefnum þarf hún að sinna í níutíu og níu prósentum tilfella. Auk þess reynum við alltaf að fara yfir dag- inn og hún er fullur þátttakandi í því sem ég er að gera en í augnablikinu er verkaskipt- ingin á heimilinu með þessum hætti. Ef ég legg eitthvað fram til eldamennskunnar felst það í því að pikka upp mat á heimleiðinni.“ Notaði útilokunaraðferðina á starfsferilinn Verslunarskóli Íslands varð fyrir valinu því Jón var nokkuð viss um að hvað svo sem hann yrði – myndi það tengjast viðskiptum. Úr Versló lá leiðin því í Háskólann í Reykja- vík þar sem hann lauk B.Sc.-gráðu í við- skiptafræði. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með fréttum, þjóðmálum og pólitík og finnst fátt skemmtilegra en pólitískir umræðu- þættir. En ég var aldrei alveg viss um hvað ég ætlaði að verða en fór fljótlega að nota útilokunaraðferðina þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur. Þannig var ég alltaf að finna út hvað ég ætlaði allavega ekki að gera.“ Ferilinn byrjaði í unglingavinnunni, þaðan lá hann í fiskvinnslu, byggingarvinnu, á bensínstöð og svo var Jón farinn að vinna í Kaupþingi á sumrin. „Í bakvinnslunni komst ég að því að ég ætlaði ekki vinna þar, í bók- haldinu sá ég að sá þáttur heillaði mig ekki og svo endaði ég í því sem ég er núna,“ segir Jón en líf hans fyrir FL-group lá í gegnum Kaupþing, fjárfestingafélagið Gildingu, Búnaðarbankann og Landsbankann. Menn sem stöldruðu við ungan aldur Og nú er hann orðinn forstjóri í milljarða- apparati með mikla ábyrgð og segist jú – í einhverjum skilningi – hafa fullorðnast fljótt. „Ég hef í gegnum tíðina sótt í ábyrgð og viljað taka hana. Það kannski gerir mann eldri en þetta snertir öll svið í lífi mínu – hvort sem það er hvernig ég keypti fyrsta bílinn minn eða íbúðina. Ég var ekkert sér- staklega gamall þegar ég fór að takast á við stór verkefni í Búnaðarbankanum og Lands- bankanum.“ Var enginn af hinum eldri sem staldraði þá við og spurði hann hvað hann Varð mjög fljótt fullorðinn Á einni nóttu var Jón Sigurðsson sestur í einn umdeildasta forstjórastól landsins í húsnæði FL Group. Viku síðar var þessi ungi forstjóri kominn á forsíður glanstímarita enda þjóðin forvitin að vita hvaðan hann kom og hvað hann ætlaði að gera við það fyrirtæki sem hvað mest hefur verið í umræðunni árið 2007. Jón sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur frá rapparaútliti í fortíð, strembnu ári og framtíð þar sem hann vonast til að vera ekki fréttamatur í viku hverri. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU BJARTSÝNN Á NÝJU ÁRI Forstjórinn segist stefna á að eftir fimm ár verði fyrirtækið orðið þrisvar sinnum stærra en það er í dag. Skiljanlega voru alltaf einhverjir sem voru kannski ekki alveg að kaupa það að ein- hver sem var jafn- gamall og börnin þeirra væri að segja þeim hvernig haga ætti hlutun- um. Á endanum er það hins vegar alltaf þannig að menn hætta að spá í slíku ef maður lætur verkin tala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.