Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 42
34 31. desember 2007 MÁNUDAGUR Árið í teiknimyndum Þeir sem teikna pólitískar teiknimyndir í dagblöð ná oft að lýsa anda viðburðanna betur en bestu fréttaskýrendur. Starfsmenn New York Times Syndicate útnefndu bestu teiknimyndir ársins, að þeirra mati. FEBRÚAR Þrátt fyrir vaxandi andstöðu við stríðsreksturinn í Írak og það jafnvel meðal repúblikana á Bandaríkjaþingi, fór George W. Bush Banda ríkja- forseti fram á það við þingið í febrúar að fjárframlög vegna stríðsins yrðu aukin um 93 milljarða dala. MARS Í lok mars samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings ályktun sem fól í sér fyrirmæli um að hefja brottflutning herafla frá Írak. Fulltrúadeild þingsins hafði áður samþykkt sams konar ályktun en hvorug var samþykkt með tilskildum meirihluta til að koma í veg fyrir neitunarvald Bandaríkjaforseta, sem hann beitti 1. maí. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem báðar deildir þingsins samþykktu ályktanir sem miðuðu að því að binda enda á stríðsrekstur í Írak. APRÍL Hinn 26. apríl tilkynnti Vladimír Pútín forseti Rússlands að Rússar segðu sig frá aðild að sam- komulagi um takmörkun á uppbyggingu herafla í Evrópu auk vopnaeftirlitssáttmála sem á sínum tíma var gerður milli NATO og Varsjárbandalagsins. Ástæðan fyrir þessu var áætlanir Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu, en Rússar líta á það sem ögrun við hagsmuni sína á svæðinu. JÚNÍ Um miðjan júní náðu Hamas-samtökin völdum á Gaza-svæðinu eftir margra vikna erjur og átök við liðsmenn Fatah-hreyfingarinnar. Þeir síðarnefndu héldu hins vegar yfirráðum sínum yfir Vesturbakkanum og þar með var það landsvæði sem Palestínumenn gera tilkall til ekki lengur bara tvískipt milli Palestínumanna og Ísraela, heldur þrískipt. JANÚAR Hinn 29. janúar söfnuðust vísindamenn hvaðanæva að til Parísar til að ljúka við fyrstu skýrsl- una sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna skilar af sér í sex ár. Skýrslan var birt 2. febrúar. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vísbendingar um hlýnun jarðar væru „ótvíræðar“ og að hitastig á heimskautasvæðunum hækkaði sérlega hratt. MAÍ Í endaðan maí lokaði lögregla í Venesúela elstu sjónvarpsstöð landsins, Radio Caracas Television, en margir litu á þetta sem tilraun Hugo Chavez forseta til að þagga niður í einni af fáum andófsröddum gegn sér í Venesúela. Til mikilla mótmæla kom í kjölfar aðgerða lögreglunnar. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.