Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 2
2 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR VIÐURKENNING Luca Lúkas Kostic knattspyrnuþjálfari, Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmaður, Ævar Kjartansson dagskrárgerð- armaður og stéttarfélagið Efling hlutu viðurkenningu Alþjóðahúss á sunnudag. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti þeim viðurkenning- una. Viðurkenningin, Vel að verki staðið, er veitt fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. Hún er veitt í því skyni að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. - þeb Viðurkenning Alþjóðahúss: Vekur athygli á jákvæðu starfi FÓLK Fyrsta barn ársins er Mos- fellingur sem fæddist fimm mín- útur yfir eitt á nýársnótt í Hreiðrinu á Landspítalanum við Hringbraut. Litla stúlkan var fimmtán merkur og 50 sentimetr- ar að lengd. Hún er annað barn foreldra sinna, Hreiðars Arnar Stefánssonar og Sólveigar Ragn- arsdóttur. Fyrir eiga þau sjö ára son, Ragnar Bjarna. „Þetta gekk bærilega,“ segir Hreiðar. „Hríðirnar byrjuðu um átta með ávarpi forsætisráð- herra. Ég veit ekki hvort hún vildi koma út til að sjá hann eða hvað. Við vorum síðan að fylgjast með þessu fram yfir skaup og þurftum að rúlla af stað eftir skaupið þegar við sáum í hvað stefndi en reiknuðum ekki með að þetta gerðist svona snöggt.“ Sólveig og Hreiðar voru komin niður á fæðingardeild um hálf- tólf og voru þá þrjár mínútur á milli hríða. Rétt fyrir eitt voru þau komin inn á fæðingarstofu og tuttugu mínútum seinna var litla stúlkan komin í heiminn. Fæðingin hafði verið sett á 1. janúar þannig að litla stúlkan var mjög stundvís. „Bróðir hennar var það líka,“ segir Hreiðar. „Hann er mjög stoltur af viðbót- inni.“ Þegar Ragnar Bjarni fæddist tók fæðingin þrjátíu klukku- stundir og var mjög erfið þannig að Hreiðar segir að þau hjónin hafi reiknað með að fæðing litlu stúlkunnar yrði erfiðari en hún síðan reyndist. „Sólveig leit ekki út fyrir að hafa verið í barns- burði. Hún leit út eins og hún væri að fara á ball. Og sú stutta var slétt og falleg,“ segir hann. Sólveig og Hreiðar voru „búin að kíkja aðeins í pakkann“ og vissu því nokkurn veginn fyrir víst að von var á lítilli stúlku. Hreiðar segir að mæðgunum heilsist vel. Litla daman sofi og hafi það gott, láti sér umstangið fátt um finnast. Bjarni Ragnar og hundurinn Mosi eru hins vegar spenntir og áhugasamir um nýja fjölskyldumeðliminn. Fæðingarárið fór hægt af stað alls staðar nema á höfuðborgar- svæðinu í gær og fyrrinótt. Fyrir utan Sólveigar- og Hreiðarsbarn fæddist annað barn á LSH á nýársnótt. Þá fæddist stór og myndarleg stelpa rétt undir morgun á nýársdag á Selfossi. Á Selfossi voru fæðingar óvenju- margar í fyrra, samtals 177 en voru 152 árið 2006. Síðasta sólar- hring ársins varð sprengja í barnsfæðingum á Selfossi en þá fæddust þrjú börn. ghs@frettabladid.is Biðu stúlkubarnsins yfir Áramótaskaupinu Fyrsta barn ársins 2008 er Mosfellingur sem fæddist í Hreiðrinu á LSH rétt eftir klukkan eitt á nýársnótt, annað barn foreldra sinna, Sólveigar Ragnarsdóttur og Hreiðars Stefánssonar. Litla stúlkan er „slétt og falleg“, að sögn föðurins. FYRSTA BARN ÁRSINS Fyrsta barn ársins 2008, lítil stúlka í faðmi foreldra sinna, Hreiðars Stefánssonar og Sólveigar Ragnarsdóttur, í Mosfellsbænum. Hún á sjö ára stoltan bróður, Ragnar Bjarna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ræninginn ófundinn Maðurinn sem rændi verslun 11-11 á Grensásvegi á laugardagskvöld er enn ófundinn. Maðurinn réðst grímu- klæddur inn í verslunina og ógnaði fimmtán ára afgreiðslustúlku með stórum veiðihnífi. Hann komst undan með um tíu þúsund krónur. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar- nesi ók eldsnemma í gærmorgun fram á stúlku um tvítugt á gangi meðfram þjóðveginum sunnan við Borgarfjarðarbrúna. Slydda og drulla var á veginum, veður slæmt og skyggni lítið, og stúlkan ekki klædd til útivistar. Hún var ofurölvi, brást afar illa við afskiptum lögreglu, æpti og barðist um og endaði að lokum í fangaklefa í Borgarnesi. Lögregla fékk aldrei skýringu á ferðum stúlkunnar því að eftir að hafa sofið úr sér áfengisvímuna rauk hún rakleiðis út af lögreglu- stöðinni án þess að yrða á nokkurn, að sögn varðstjóra. - sh Stúlka ósátt við lögregluna: Ráfaði ofurölvi eftir veginum BRUNI Tveggja hæða einbýlishús stórskemmdist í eldsvoða við Kirkjustíg á Eskifirði í fyrrinótt. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp og eldsupptök eru ókunn. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um klukkan hálf tólf á gamlárskvöld. Eldurinn breiddist hratt út og var húsið nær alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkvistarf tók um tvær klukkustundir. Miklar skemmdir urðu í eldinum og er nær allt ónýtt innanstokks. Að sögn varðstjóra slökkviliðs er ólíklegt að húsið verði byggt upp að nýju. - sh Bruni á Eskifirði á nýársnótt: Mannlaust hús eyðilagðist í eldi VIÐSKIPTI Stjórnendur Eimskipa- félagsins seldu á gamlársdag allan flugtengdan rekstur frá félaginu. Var um að ræða 49 pró- sent í félaginu Northern Light Leasing og söluverðið 22 milljón- ir evra eða um tveir milljarðar króna. Með sölunni er búið að skilja að fullu að flutningastarf- semi skipafélagsins og flug- rekstrarfélagið, sem hét áður Avion Group. Félögin tvö sameinuðust í byrj- un sumars 2005 undir stjórn Magnúsar Þorsteinssonar, sem hafði efnast með Björgólfsfeðg- um. Magnús, sem á um þriðjung í Eimskipafélaginu, lét af störfum sem stjórnarformaður fyrir ára- mót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við að hann minnki við eignarhlut sinn í félaginu í kjölfarið. Northern Lights Leasing er eignarhaldsfélag um flugflota Air Atlanta sem samanstendur af þrettán breiðþotum. Tólf af vélunum eru fraktvélar. Í fréttatilkynningu frá Eim- skipi segir að nú verði einblínt á meginstarfsemi félagsins, sem eru flutningar og rekstur á kæli- og frystigeymslum. Félagið hafi nú 13 prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á þessu sviði. - bg Sameining Avion Group og Eimskips gengin til baka: Eimskip hættir í flugrekstri LÖGREGLUMÁL Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu á gamlárskvöld og nýárs- nótt en ekkert alvarlegt mál kom þó upp, að sögn varðstjóra. Mikið var um ölvun og lögregla var köll- uð til vegna minniháttar pústra hér og þar um borgina. Hnífum var beitt í tveimur líkamsárásarmálum. Einn hlaut skeinu á hálsi eftir að lagt var til hans með hnífi og annar var stung- inn í lærið af fjölskyldumeðlim. Hvorugur meiddist alvarlega. Slökkviliðið fór í tvö útköll í fyrrinótt. Í Garðabæ kviknaði í vörubrettastæði og leikur grunur á að eldur hafi verið borinn að stæðunni. Litlu munaði að eldur- inn læsti sig í nálægt hús en slökkviliði tókst að slökkva eldinn áður en tjón hlaust af. Þá varð töluverðs reyks vart í bílageymslu í Árbæ. Þar var lítill eldur en eitt- hvað tjón af völdum sóts. Sex manns voru teknir fyrir ölvunarakstur. Það er minna en að jafnaði um helgar, og segir varð- stjóri það helst helgast af því að lögreglumenn hafi verið upptekn- ir í öðrum verkefnum. Sex leituðu á slysadeild með meiðsl eftir flugelda, enginn alvar- lega slasaður. Afar rólegt var hjá lögreglunni á Akureyri. Slökkvilið var þó kall- að til vegna nokkurra sinubruna í morgunsárið. - sh Töluverður erill var hjá lögreglu á nýársnótt þótt ekkert alvarlegt hafi komið upp: Lagt til tveggja með hnífum Tvær heimafæðingar áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt, eitt í Garðabæ og annað í Mosfellsbæn- um. Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir, sem tók á móti barni í heimahúsi í Garðabænum, segir að heimafæð- ingar hafi því verið óvenjumargar á nýársnótt. Heimafæðingar eru töluvert algengar á Íslandi. Árið 2006 fæddist 71 barn heima og Anna segir að yfir sextíu börn hafi fæðst heima í fyrra. Alls fæðast um 4.000 börn á Íslandi á ári. Eitt og hálft prósent fæðinga eiga sér því stað í heimahúsi og búist er við tíu slíkum fæðingum í janúar. TVÖ BÖRN FÆDDUST HEIMA LÖGREGLA AÐ STÖRFUM Sex voru teknir ölvaðir undir stýri á nýársnótt. VEL AÐ VERKI STAÐIÐ Luca Lúkas Kostic og Ólafur Ragnar Grímsson forseti að athöfn lokinni í Alþjóðahúsi. LEIÐIR SKILJA Tilkynnt var um samruna Avion Group og Eimskips í maí 2005. Nú hafa leiðir Baldurs Guðnasonar, for- stjóra Eimskips, og Magnúsar Þorsteins- sonar skilið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Siggi, bauðstu upp á vatnselg um áramótin? „Nei, en ég bauð upp á tvöfaldan hraglanda á ís og storm í vatnsglasi.“ Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, oft kenndur við storm, spáði rétt fyrir um miður skemmtilegt áramótaveðrið. SLÖKKVILIÐIÐ Brennur voru haldnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan sex í gærkvöld fyrir utan brennurnar á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Kveikt verður í þeim síðarnefndu á þrettándanum næstkomandi föstudag. Þetta var ákveðið á fundi slökkviliðs, lögreglu og brennustjóra með veðurstofustjóra í gærmorgun. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins, sagði í gærkvöld að sótt hefði verið um leyfi til að kveikja í sautján brennum á höfuðborgarsvæðinu á gamlárs- kvöld. Strax á gamlársdag hefði verið ákveðið að fresta tveimur þeirra fram á þrettándann og því hefði verið ákveðið að kveikja í fimmtán brennum í gærkvöld. „Ég fór sjálfur á brennu og sá að brennusóknin var mjög góð. Það var ánægjulegt að fólk mætti vel,“ sagði Jón Viðar. - ghs Viðraði vel á nýársdag: Kveikt í fimmt- án brennum VIÐ ÆGISÍÐU Fjölmennt var á brenn- unni við Ægisíðu um kvöldmatarleytið í gærkvöld. FLUGELDASALA Flugeldasala var lítilsháttar minni fyrir áramótin en á sama tíma fyrir ári, að sögn flugeldasala. Salan var léleg 30. desember en óvenjugóð 31. desember. Ástæðan fyrir samdrætti í flugeldasölu er fyrst og fremst talin slæmt veður og léleg veðurspá. „Það var heldur minni sala út af veðurspánni,“ segir Einar Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Alvöru gæða- flugelda. Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segir að svipað magn af flugeld- um hafi selst um þessi áramót og í fyrra en kveðst hafa grun um að samdráttur hafi verið á markaðn- um í heild sinni. „Staðan var ekkert góð 30. desember en það rættist vel úr 31. Ég hef aldrei upplifað jafnmikla sölu og þá,“ segir hann. - ghs Flugeldasala um áramót: Lítilsháttar samdráttur MINNI SALA Flugeldasalan var lítilsháttar minni fyrir áramótin að þessu sinni, fyrst og fremst vegna veðurs, að talið er. Myndin tengist fréttinni ekki beint. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.