Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 24
[ ]Hljóðbækur eru góður valkostur fyrir þá sem eiga erfitt með lestur af einhverjum orsökum. Eldra fólki þykir stundum erfitt að halda á þungum bókum, til dæmis þegar lesið er uppi í rúmi, og auk þess getur letrið verið smátt. Hljóðbækur geta þá komið í góðar þarfir. Nám er ákveðið langhlaup og það eru sannindi í kvæð- inu „það er leikur að læra“ segir Jónína Kárdal, starfs- og námsráðgjafi hjá Háskóla Íslands. Henni finnst margir stúdentar gleyma því að nám er skemmtilegt. Hún telur upp nokkur góð ráð fyrir komandi vorönn. „Helstu pyttirnir eru að byrja ekki strax,“ segir Jónína þegar hún er spurð að því hvað stúdentar ættu helst að varast í upphafi vorannar nú í janúar. „Það að byrja strax er ekki endilega að maður sitji sveitt- ur í átta tíma á dag, heldur að maður sé meðvitaður um hvað maður sé að gera. Að hvert skref sé alltaf í áttina að því að ljúka verkefninu. Og spyrja sig: Af hverju ætla ég að geyma þetta þar til á morgun? Er ég að fresta þessu af því mér finnst þetta leiðinlegt eða er ég smeyk við verkefnið? Maður verður að horfast í augu við hvað það er sem hindrar mann í að halda áfram.“ Jónína segir að tímastjórnun sé mikilvæg til að ná markmiðum. Mikilvægt er að átta sig á mismun- andi hlutverkum sem maður gegn- ir: „Ég er kannski ekki eingöngu námsmaður heldur líka hluti af fjölskyldu og stunda vinnu. Orðið tímastjórnun er ef til vill öfugmæli því við stjórnum ekki tímanum, hann ræður sér sjálfur. En við ráðum hvað við gerum og hvernig við hugsum um tímann.“ Námsmaður á að líta yfir farinn veg og sjá hvað hann hefur lært á undanförnum misserum, athuga í hvers konar pytti hann datt og læra af mistökunum. Það má hinsvegar ekki einblína á mistökin heldur horfa frekar á það sem vel gekk. Svo er mikilvægt að búa til skemmtilegar stundir líka og njóta þeirra án samviskubits. „Sam- viskubitið er dragbítur,“ segir Jónína. „Ef við tölum um próf- stress og verkefnastress getur það verið jákvætt afl. Stress kemur okkur fram úr rúminu á morgnana. En ef við förum yfir okkar streitu- þröskuld fer stressið að vinna á móti okkur.“ Jónína nefnir algeng vinnubrögð sem hún kennir við slembilukku; það að fresta því að lesa undir próf þar til tveimur dögum fyrir prófið og fá svo átta í einkunn. „Það eru mjög slæm vinnubrögð, því þú ert ekki að læra og meðtaka. Markmið náms er að nota það sem maður lærði til að yfirfæra yfir á aðrar aðstæður. Ef við færum ekki þekkingu yfir í langtímaminnið þá hverfur hún.“ niels@frettabladid.is Í upphafi skal endinn skoða Skólastofurnar fengu líka jólafrí. Aukin ökuréttindi Næsta námskeið byrjar 22. ágúst Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Meirapróf- Nýlegir kennslubílar 9. janú r Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.