Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 2. janúar 2008 Kylie Minogue segist hafa margfaldan persónuleika. „Þetta snýst ekki um að hafa tvo mismunandi persónuleika – þetta er eins og að vera með heila nefnd í höfðinu á sér,“ segir söngkon- an, sem segist eiga svo margar samræður við umrædda „nefnd“ að hún haldi oft að hún hafi í raun rætt við vini eða fjölskyldu um málin. „Núna um daginn var ég að segja vini mínum, William Baker, frá næstu tónleikaferð minni og hvað við ætluðum að gera og svona, og hann horfði á mig og spurði „Hvaða ferð, hvenær?“ Og allt í einu mundi ég að ég hafði í rauninni ekki sagt neinum frá því að ég ætlaði í tónleikaferð nema sjálfri mér,“ segir söngkonan. Margfaldur persónuleiki MEÐ NEFND Í HÖFÐINU Kylie Minogue segist vera margfaldur persónu- leiki og á iðulega langar samræður við sjálfa sig. Natalie Portman er síðust í langri röð stjarna sem taka sér fyrir hendur að hanna tískulínur, yfirleitt í samráði við fyrirtæki eða reyndari hönnuði úr bransanum. Portman gerir þetta þó dálítið eftir eigin höfði, en í stað þess að ganga í lið með vel þekktu fyrirtæki hyggst hún hanna skó fyrir verslunina Te Casan í New York. Portman hefur lengi verið grænmetisæta, og hyggst framfylgja þeim gildum í hönnun sinni. Það má því draga þá ályktun að ekki verði mikið um leður eða rúskinn í skólínu Portman. Skórnir koma á markað ytra í febrúar, og verðið verður í kringum 12 þúsund krónur fyrir skóparið. Portman hannar skó EKKERT LEÐUR Natalie Portman er grænmet- isæta og því ekki við því að búast að mikið verði um leður í skón- um sem hún hannar fyrir Te Casan. Robbie Williams ku áforma að taka upp tónlistarþráðinn á kom- andi ári. Fjögurra ára samningur söngvarans við plötufyrirtækið EMI rann nýlega út, og samkvæmt heimildum Femalefirst.co.uk vill söngvarinn hefna sín á fyrrver- andi hljómsveitarfélögum sínum í Take That með glæsibrag nú í ár. „Hlutirnir hafa ekkert gengið of vel hjá Robbie nýlega og hann hefur hvílt sig svolítið á upptök- um. Síðasta platan hans, Rudebox, féll ekki í kramið hjá gagnrýnend- um, og staðan varð enn verri af því að Take That gekk svo vel án hans,“ segir heimildarmaðurinn. „Robbie hefur núna ákveðið að það sé kominn tími til að endur- heimta krúnuna. Hann er að vinna að nýju efni og telur sjálfur að það sé það besta sem hann hafi nokkurn tíma samið. Það gæti meira að segja leynst þar annað vinsældalistalag á borð við Angels,“ segir heimildar- maðurinn. Endurkoma Take That hefur gengið afar vel. Plata sveitarinn- ar, Beautiful World, er enn í áttunda sæti á met- sölulista í Bretlandi, þótt hún sé orðin ársgömul. Þá er lagið „Rule the World“ úr kvik- myndinni Star- dust, talið líklegt til að verða til- nefnt til Óskarsverðlauna sem besta kvikmyndalagið. Gary Barlow, forsprakki sveit- arinnar, kæfði nýlega orðróm þess efnis að Robbie myndi taka lagið með hljómsveit- inni á ný, en hann yfirgaf sveitina árið 1995. „Það er ekki pláss fyrir Robbie í Take That lengur,“ sagði hann. Robbie vill hefnd ÁFORMAR ENDUR- KOMU Robbie Williams hyggst láta til sín taka á næsta ári og skjóta þar með Take That ref fyrir rass. EKKI PLÁSS FYRIR ROBBIE Forsprakki Take That sagði á dögunum að það væri ekki pláss fyrir Robbie í sveitinni lengur. A R G U S 0 7 -0 9 3 7 Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina 20% afsláttur af miðaverði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.