Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 3. janúar 2008 — 2. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG hefst í dag! Opið til 21 ÞURRT NORÐAUSTAN TIL - Í dag verður suðaustan 13-20 m/s á vest- urhluta landsins, annars 8-13 m/s. Þurrt á Norðausturlandi, annars víða væta, einkum sunnan til og vestan. Hiti 5-12 stig. VEÐUR 4    ESTRID ÞORVALDSDÓTTIR Í sama kjólnum ára- mót eftir áramót Tíska Heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Estrid Þorvaldsdóttir á sérstakan áramóta-kjól og er því aldrei í vandræðum með í hverju hún á að vera á gamlárskvöld. „Ég hef verið í sama kjólnum á gamlárskvöld síðan aldamótin 2000,“ segir Estrid Þorvaldsdóttir, nemi í listfræði og ítölsku. „Þetta var því níunda árið í röð sem ég klæddist honum. Ég bað ömmu mína um að gefa mér hann í jólagjöf árið 1999 og mig minnir að hann sé keyptur í versluninni Kjallaranum sem var á Laugavegi,“ bætir hún við. Kjóllinn er túrkísblár með glimmeri og kallar Estrid hann þúsaldarkjólinn enda valdi hún hann sérstaklega með aldamótin í huga. „Honum fylgir glimmer band og það eina sem ég geri ár frá ári er að færa bandið. Stundum hef ég það um hálsinn og stundum á hausnum. Það fer allt eftir tíðarandanum,“ útskýrir Estrid. Estrid starfaði um tíma sem módel og hefur alltaf haft áhuga á tísku. „Í henni felst mikil sköpun og frelsi,“ segir Estrid. „Ég myndi segja að áður fyrr hafi ég verið hálfgerður þræll tískunnar en í dag legg ég meiri áherslu á að rækta andann, vera bein í baki og brosa. Geri maður það líta fötin betur út á manni og þá er nóg að vera í klassískum og einföldum flíkum,“ segir hún.Estrid segir galdurinn vera að brosa, bera sig vel og láta innra ljósið skína. „Það er endalaust hægt að hlaða á sig skrauti en ef maður er boginn í baki verður maður eins og ofskreytt visið jólatré,“ segir Estrid. Hún hefur að undanförnu fengist við að gera vídeóverk og mála myndir. Á stefnuskránni er að fara til Ítalíu en Estrid segist fá öll sín áhrif þaðan. vera@frettabladid.is Sami kjóllinn ár eftir ár Estrid hefur verið í aldamótakjólnum síðastliðin níu gamlárskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÆTT AÐ REYKJA GEGNUM SÍMA OG NET Reyksíminn og www. reyklaus.is skila góðum árangri í baráttu fólks við tóbaksnautnina. HEILSA 4 GALDRADROTTNING Á DREGLINUM Emma Watson hefur þróast úr kjánalegum krakka í fríða fegurðardís á rauða dreglinum. TÍSKA 2 HALLGRÍMUR HELGASON Málaði Guð á Sæbraut 20 milljóna málverkið tilbúið FÓLK 46 Sprengir fjöl- skyldubílinn Andri Snær Magna- son og eiginkona hans eiga von á fjórða barni sínu í mánuðinum. FÓLK 46 SAMFÉLAGSMÁL Þrír sautján ára piltar voru handteknir fyrir veggja- krot á Laugavegi seint í fyrrinótt. Þeir eru grunaðir um að hafa krotað á um 80 verslanir og hús í grennd- inni með stöfunum MLC en þeir voru með úðabrúsa og önnur tól til veggjakrots þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. „Ég veit að húseigandinn hér ætlar að kæra og ég vona að hinir verslunareigendurnir geri það líka,“ segir Torfi Yngvason, einn eigenda verslunarinnar Cintamani á Laugavegi, sem krotararnir höfðu merkt kirfilega. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað það muni kosta að hreinsa þetta og mála, en ef þeir þurfa að bæta tjónið fyrir allar þær verslanir sem merktar hafa verið með þessum hætti þá eru þetta orðnar dágóðar fúlgur.“ Eiður Eiðsson, lögreglufulltrúi í forvarnadeild, segir að hingað til hafi húseigendur sem verða fyrir barðinu á veggjakroturum verið tregir við að kæra. „Það virðist vera einhver ótti í fólki við að fara í einkamál, það er kannski hrætt við hefndaraðgerðir,“ segir hann. Hann segir veggjakrotara verða sífellt skipulagðari við iðjuna. „Hér hjá lögreglunni og annars staðar, þar sem verið er að sporna við veggjakroti, eru menn orðnir sérfróðir í þessu þannig að þegar við gómum menn getum við jafn- vel rakið nokkur krot til sama mannsins. Það er svo spurning hvernig tekst að sanna slíkt fyrir dómi.“ Þorsteinn Pálmarsson hjá hreinsunarfyrirtækinu Allt-af, sem hefur sérhæft sig í að hreinsa burt veggjakrot, segir að verð fyrir hreinsun á veggjakroti á einu húsi geti verið frá tugum upp í hundruð þúsunda króna. Mál drengjanna þriggja er komið til rannsóknardeildar lög- reglunnar. - jse / sjá síðu 6 Piltar valda tjóni fyrir milljónir á Laugavegi Þrír piltar grunaðir um að krota á 80 hús á Laugavegi voru handteknir í fyrri- nótt. Hreinsun á veggjakroti getur kostað frá tugum upp í hundruð þúsunda. VIÐSKIPTI Forstjóri OMX Kaup- hallar Íslands hvetur til þess að tekin verði til endurskoðunar sú hefð að hafa hér bankastofnanir lokaðar á fyrsta virka degi árs hvers. Kauphöllin hér var lokuð í gær eins og bankarnir. Annars staðar í heiminum gengu markaðsvið- skipti sem önnur sinn vanagang. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir lokun bankanna líklega eiga rætur í því að áður hafi þurft lengri tíma til að handreikna vexti. Hann segir að þennan dag mæti fólk til vinnu í bönkunum, en dagurinn sé alla jafna notaður til tiltekar og undirbúnings. Sigurjón segir að rætt hafi verið um að leggja hefðina af, án þess að nokkuð hafi verið í því gert. - óká / sjá síðu 20 Tiltektardagur bankamanna: Hefð sem rætt er um að breyta Eiður Smári á ný í byrjunarliðinu Eiður Smári lék með Barcelona í jafnteflisleik í konungs- bikarnum í gær. ÍÞRÓTTIR 42 Kaffibarsmyndir á bók Ljósmyndir Einars Snorra og Eiðs Snorra af fastagestum Kaffibarsins verða gefnar út í Bandaríkjunum. FÓLK 38 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 41% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 38% 68% B SLYS Tvö hross fengu raflost og drápust á bænum Enniskot í slysi í fyrradag sem hefði getað endað mun verr. Kristmundur Ingþórsson bóndi var að aka með heybagga á dráttarvél til að gefa hrossunum þegar hann áttaði sig skyndilega á því að hann hafði ekið með framgaffalinn, sem hann hafði híft upp, á rafmagnslínu. Línan hafði fokið úr festingunni á nálægum staur og hékk um það bil tvo metra frá jörðu. „Það var éljagangur svo ég sá ekki að ég hafði ekið á línuna og spennt hana nokkuð,“ segir Kristmundur. „Þegar ég áttaði mig á því setti ég í bakkgírinn og þá fann ég mikið högg og fann þá nokkuð til í hendinni en sennilega hef ég fengið straum frá gírstönginni. Það næsta sem ég sé er að hrossin voru farin að skjögra um. Þau hafa örugglega fengið straum frá jörðinni. En svo sá ég tvö fyrir aftan mig sem lágu hreyfingarlaus í jörðinni.“ Kristmundur hafði heybagga aftan á dráttarvélinni og höfðu hrossin tvö ætlað að gæða sér á heyinu en fengið straum sem varð þeim að bana. „Ég áttaði mig á því að ég yrði að bakka frá strengnum sem ég og gerði þótt bæði framdekkin hefðu sprungið.“ - jse Tvö hross drápust en bóndi bjargaði sér úr lífsháska: Ók dráttarvélinni á rafmagnslínu KRISTMUNDUR MEÐ SPRUNGNU DEKKIN Það voru engir smá kraftar sem leystust úr læðingi þegar Kristmundur ók á rafmagns- línuna. MYND/HUNI.IS LEITARMENN AÐ STÖRFUM Í ELLIÐAÁM Leitin sem stóð fram á kvöld í gær var afar víðtæk en um 130 björgunarsveitarmenn tóku þátt í henni. Leitarmenn sjást hér slæða ána en einnig voru fjörur voru gengnar, leitað úr lofti og í kafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LEIT Björgunarsveitarmenn sem leituðu Jakobs Hrafns Jökuls- sonar fundu lík norðan við smábátahöfnina í Elliðavogi í gærkvöld. Jakobs, sem er nítján ára, hefur verið saknað síðan að morgni nýársdags. Lögreglan hafði ekki staðfest að um lík hans væri að ræða þegar Fréttablaðið fór í prentun. Um 130 björgunarsveitarmenn, sem meðal annars komu frá Akranesi, Suðurnesjum og Árborg, tóku þátt í leitinni að drengnum. Hún beindist helst að svæðinu í kringum Elliðaár og hverfum þar í kring. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í leitarflug og kafarar tóku þátt í leitinni. Auk þess notuðu björgun- arsveitarmenn leitarhunda. Jakob sást síðast við skemmti- staðinn Broadway í Ármúla um hálfsex á nýársdagsmorgun. Talið er að hann hafi verið á leið heim til sín í Árbæjarhverfið. - sþs / jse Leit að nítján ára dreng: Fundu lík við smábátahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.