Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 6
6 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* RV U N IQ U E 01 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Skrifstofuvörur - á janúartilboði Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Varstu ánægð(ur) með Ára- mótaskaupið? Já 51,4% Nei 48,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Settir þú þér áramótaheit? Segðu skoðun þína á visir.is SKIPULAGSMÁL „Allt á að hækka, stækka og samræma, bara hæðarhugsun og hámarksnýt- ing,“ segir Harpa Þórsdóttir, íbúi við Þórs- götu, en ef miðað er við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu má ætla að flest öll hús á svæðinu taki mið af hæsta hæðarpunkti og verði hækkuð í þrjár hæðir og ris. Harpa segir engar skýringar gefnar á efnisvali og engar kvaðir um útlit eða annað slíkt eins og oft er gert í grónum hverfum. „Það er algert hneyksli að demba þessu yfir okkur rétt fyrir jólin og gefa svona stuttan andmælarétt,“ segir Guðríður Jóhannesdóttir, íbúi við Þórsgötu. „Það virðist vera útgangspunkturinn, að gefa leyfi til að flytja í burtu, rífa, hækka og sameina út í eitt í þessu litla hverfi.“ Guðríður segir málið snerta marga. „Við erum mörg búin að vinna að endurbótum og við viljum búa í þessu hverfi af því það er sérstakt og öðruvísi.“ Helga Lára Þorsteinsdóttir, íbúi við Freyjugötu, segir einkenni efsta hluta Þingholtanna hverfa en íbúarnir ætla að hittast á fundi í kvöld og ræða málið. „Við munum koma með athugasemdir við þetta deiliskipulag, það er alveg víst,“ segir Helga Lára. olav@frettabladid.is Töluverðar breytingar áætlaðar á Baldursgötureit sem afmarkast af fjórum götum: Mikil ólga meðal íbúa í Þingholtunum BALDURSGÖTUREITUR Útlit reitsins fyrir og eftir fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi. GUÐRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR Íbúi við Þórsgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR SAMFÉLAGSMÁL Torfi Yngvason, einn eigenda verslunarinnar Cintamani á Laugavegi, segir hús- eiganda ætla að leggja fram kæru. Veggjakrotarar verða sífeltt skipulagðari og ósvífnari í aðgerð- um sínum. Þetta er mat lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu og Þorsteins Pálmarssonar hjá hreinsunarfyrirtækinu Allt-af sem hefur sérhæft sig í hreinsun á veggjakroti frá því 1996. „Þegar við vorum að byrja virtist þetta vera eins og tilviljanakennt krot hingað og þangað en nú er þetta mun skipulagðara og það er engu hlíft. Ég held að þeir séu alls ekki margir en þeir eru mjög iðnir við kolann. Svo eru þeir sífellt að endurnýja verk- færi sín og koma sér upp litum sem sífellt kalla á ný efni hjá okkur við hreins- unina svo við höfum þurft að sérhæfa okkur nokkuð mikið.“ Hann segir ástandið hvergi nærri vera verst í miðbæ Reykjavíkur því það sé mun verra í Grafarvogi og í námunda við Réttarholtsskóla. Mikið er um krot á skólabygging- arnar sjálfar á þessum svæðum en einnig á íbúðarhús, stofnanir og svo hafi það aukist að krotað sé á bíla. Eiður Eiðsson, lögreglufulltrúi í forvarnadeild, segir að það hafi engan árangur borið að leyfa veggjakrot á vissum svæðum í þeirri viðleitni að sporna við því á óæskilegum stöðum enda finni krotararnir fró í því að koma fangamerkjum sínum sem mest á framfæri. „Það má hins vegar draga nokkurn lærdóm af því hvernig tekist hefur að halda mat- vöruverslunum eins og hjá Hag- kaupum, Bónus og fleiri lausum við krotið en þar fara menn beint í það að morgni dags að gá að kroti og ef þeir finna það þá er málað yfir það strax. Þetta fælir krotarana enda engin spenna í því að krota að næturlagi ef það er horfið að morgni.“ Þorsteinn tekur í sama streng og bendir á að í Helsinki, þar sem hvað bestur árangur hafi náðst í baráttunni við þessi skemmdar- verk, sé mikið lagt upp úr því að fjarlægja verkin sem fyrst. jse@frettabladid.is Virkar að mála strax yfir veggjakrot Veggjakrotarar gerast skipulagðari og óvægnari í aðgerðum sínum. Ástandið er einna verst í Grafarvogi og í námunda við Réttarholtsskóla. Sífelt færist í auk- ana að krotað sé á bíla. Þrír voru handteknir fyrir veggjakrot á Laugavegi í gær. ÞORSTEINN PÁLMARSSON VEL MERKT VERSLUN Verslunin Cintamani á Laugavegi var vel merkt eftir að veggja- krotarar létu til sín taka í grenndinni. Langar leiðir upp verslunargötuna mátti sjá merkið svo þetta gæti reynst dýrt spaug ef sök sannast og bótakröfur verða lagðar fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég hafði sloppið nokkuð vel frá veggjakroti þar til Sham1 kom og merkti sér húsið mitt allhressilega fyrir skemmstu,“ segir Valur Grettisson sem búsettur er á Þórsgötu 17 A sem merkt hefur verið fangamarki veggja- krotara. „Það hefur svolítið verið deilt um það hvort þetta sé list eða ekki en hvað sem því líður þá er alla vega búið að skemma framhliðina á húsinu og eitt er víst að það var enginn Picasso sem gerði það. Ég held meira að segja að þessum veitti ekkert af smá tilsögn á myndlist- arnámskeiði,“ bætir hann við. Spurður hvort hann myndi leggja fram kæru ef krot- arinn fyndist segir hann: „Það þarf að minnsta kosti að mála vegginn. Ég myndi sennilegast bjóða honum að fara í það. Ég myndi jafnvel hjálpa til. Þannig að ef hann sér að sér er hann velkominn í verkið. En eins og staðan er þá veit ég ekki hvað við gerum. Það eru fjórar íbúðir í húsinu og við höfum aldeilis eitthvað til að tala um á næsta íbúafundi.“ Valur hefur kynnt sér ástandið í þessum málum og segir tjónið gífurlegt sem unnið er með þessum hætti. „Ég veit til þess að það var gerður skurkur í þessum málum með góðum árangri í New York þar sem áður var varla hægt að koma auga á strætisvagn eða lest sem ekki var búið að krota á. Og ef það er hægt í New York hljóta yfirvöld hér að geta gert eitthvað.“ - jse Íbúa við Þórsgötu brá við þegar hann sá fangamerki á húsi sínu: Krotari merkti sér húsið VALUR VIÐ VEGGJAKROTIÐ Íbúinn vill ekki dæma um það hvort veggjakrot sé list eða ekki en hitt segir hann víst að honum þótti fangamerkið ekki bera vott um listræna hæfi- leika. Hann býður höfundinum að mála framhlið hússins og segist jafnvel hjálpa til við það. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.