Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 10
10 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR AKRANES Ný innisundlaug og nýtt húsnæði fyrir bókasafn er á meðal þess sem bæjarstjórn Akraness samþykkti við afgreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir árið 2008. Innisundlaugin verður byggð að Jaðarsbökkum, þar sem fyrir er útisundlaug. Hún verður 25 metra löng og átta brauta. Þá var samþykkt að gera ráð fyrir fjármunum fyrir nýtt húsnæði bóka-, héraðsskjala- og ljósmyndasafns Akraness. - þeb Fjárhagsáætlun Akraness: Samþykktu nýja sundlaug MENNTAMÁL Samningur um samstarf á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi var undirritaður nýlega á milli Háskólans á Akureyri og LÍÚ. Samningurinn er til þriggja ára. Meginmarkmið samningsins er að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi. Lögð verður áhersla á að fjölga nemendum sem leggja stund á nám í sjávarútvegsfræði. Sérstaklega verður horft til viðhorfs og þarfa atvinnugreinar- innar. Til að ná þessum markmiðum leggur LÍÚ fram 45 milljónir króna á þremur árum. Mennta- málaráðuneyti leggur fram jafnhá viðbótarframlög til HA í sama tilgangi. Skipuð verður verkefnisstjórn til að hafa umsjón með framgangi samningsins. - shá Rannsóknir í sjávarútvegi: Auka rannsóknir fyrir 90 milljónir TYRKLAND, AP Löndum þar sem reykingum er úthýst með lögum fjölgar óðum. Nú stefnir í að Tyrkland bætist í þann hóp. Á tyrkneska þinginu er til umfjöllun- ar stjórnarfrumvarp, sem kveður á um að það bann sem þegar er í gildi í strætisvögnum, flugvélum og á stærri skrifstofum verði fært út til allra opinberra staða innandyra, þar með talinna veitingastaða, kaffi- og öldurhúsa. Þess er vænst að atkvæði verði greidd um frumvarpið á næstu dögum. Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra og flokkur hans styðja frumvarpið og því er nær gefið að það verði að lögum. - aa Hert á tóbaksvörnum: Reykingabann rætt í Tyrklandi Nýtt ráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið tók til starfa 1. janúar 2008 við sameiningu sjávarútvegsráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis. Aðsetur þess er á Skúlagötu 4, þar sem sjávar- útvegsráðuneytið var til húsa. STJÓRNSÝSLA HAFNARFJÖRÐUR Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir næsta ár hefur verið tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Gert er ráð fyrir miklum framkvæmd- um á næsta ári. Lokaframkvæmdir verða við nýja sundmiðstöð, framkvæmdir verða við íþróttamiðstöð- ina í Kaplakrika og við leikskóla og grunnskóla. Umfangsmikil gatnagerð verður á Völlum og á nýjum iðnaðar- og atvinnusvæðum í Hellnahrauni og Kapelluhrauni. Umhverfi Lækjarins frá Hverfisgötu að Strandgötu verður lagað, haldið áfram með gerð strandstígs við Norðurbakkann og lokið við nýtt útisvæði og torg við Byggðasafnið. Hafnarfjarðarbær á 100 ára afmæli á næsta ári og verður menningardagskrá allt árið, að sögn Steinunn- ar Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa, sem nær hámarki í byrjun júní. Í tilefni afmælisins verður lokið endurbótum á sýningar- og móttökuhúsi bæjarins, unnið að endurbótum á Hellisgerði og uppbyggingu útivistarsvæðis við Hvaleyrarvatn. Seinni hluta næsta árs verður lokið við endurbygg- ingu dælustöðvar. Þá verður smíðaður 6.000 tonna vatnsmiðlunargeymir við Kaldárselsveg og rannsókn- arholur boraðar. Gert er ráð fyrir nýjum langtíma- lánum vegna átaks í kaupum á leiguíbúðum. Heildareignir samstæðunnar eru um 33,3 milljarð- ar í árslok 2008 og skuldir tæpir 26 milljarðar. Veltufé frá rekstri er tæplega 1,7 milljarðar króna eða um tólf prósent af heildartekjum. - ghs Hafnarfjarðarbær fagnar 100 ára afmæli á næsta ári: Miklar framkvæmdir fram undan AFMÆLISDAGSKRÁ OG FRAMKVÆMDIR Hafnarfjarðarbær á 100 ára afmæli á næsta ári og verður með viðamikla afmæl- isdagskrá auk þess sem miklar framkvæmdir verða í bænum, ekki síst í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI HEILSA Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerl- ingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal. Greinina skrifa tveir banda- rískir vísindamenn, sem rannsök- uðu sjö vinsælar kreddur til að komast að sannleiksgildi þeirra. Þeir fundu engan vísindalegan grundvöll fyrir neinni þeirra. Samkvæmt niðurstöðum vís- indamannanna bendir ekkert til þess að við notum aðeins tíu pró- sent af heilanum, þvert á móti sýna myndir að ekkert svæði í heilanum er óvirkt. Hár og neglur halda ekki áfram að vaxa eftir dauða, heldur lítur aðeins út fyrir það þegar húðin þornar og skreppur saman. Þeir komust einnig að því að engin hætta stafar af notkun far- síma á sjúkrahúsum, þrátt fyrir að notkun þeirra sé bönnuð þar víða um heim. Síðasta mýtan sem vísinda- mennirnir rannsökuðu er ekki algeng hér á landi, en hún segir að maður verði syfjaður af kalkúnaáti. Ekkert var til í því. - sþs Tveir bandarískir vísindamenn rannsökuðu sannleiksgildi sjö kerlingabóka: Óþarfi að drekka átta vatnsglös VATN Enginn vísindalegur grundvöllur er fyrir því að innbyrða þurfi átta vatnsglös á dag til að viðhalda góðri heilsu. HENGDIR Í ÍRAN Þrettán manns voru hengdir í gær í Íran, þar á meðal móðir tveggja ungra barna sem hlaut lífláts- dóm fyrir að hafa myrt eiginmann sinn, sem hafði haldið framhjá henni. Mennirnir þrír á myndinni eru sagðir hafa verið eiturlyfjasmyglarar. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.