Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. janúar 2008 13 FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Hópur íranskra vísindamanna skýrði frá því í vikunni að hrúturinn Royana hafi dafnað vel og væri orðinn 15 mánaða gamall. Royana er einræktaður og var borinn í lok september árið 2006. „Royana er vel heppnað vísindaafrek,“ segir Mohammad Hossein Nasr e Isfahani, yfirmaður Rohan-rannsóknarstöðvarinnar í Isfahan. „Við erum öll stolt af honum. Þessi sauður er afraksturinn af margra ára stofnfrumu- rannsóknum.“ Royana er önnur tilraun íranskra vísindamanna til þess að einrækta dýr, en tveimur mánuðum á undan honum kom í heiminn annað einræktað lamb, sem dó þó innan fárra mínútna. Isfahani segir að á rannsóknarstofunni hafi 30 tilraunir verið gerðar með að einrækta dýr, en einungis tvær þessara tilrauna hafi skilað tilætluðum árangri. Íran er fyrsta landið í Mið-Austurlöndum sem náði þeim áfanga að einrækta dýr. Í september síðastliðnum fylgdi Tyrkland í kjölfarið þegar þar fæddist einnig einræktuð kind. Á þessu ári verða tólf ár frá því vísindamönn- um tókst fyrst að einrækta dýr. Kindin Dolly, sem breskir vísindamenn bjuggu til árið 1996, tórði í heil sex ár. - gb Umdeild tækni nær aukinni útbreiðslu víða um heim: Klónuð kind dafnar vel í Íran HRÚTURINN ROYANA Íranskir vísindamenn eru stoltir af ein- ræktaða hrútnum sem hefur lifað í 15 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Pakistan tíma. „Undirbúningur kosninganna stöðvaðist algerlega í nokkra daga,“ tjáði hann fréttamönnum. Því yrðu þær haldnar 18. febrúar í stað 8. janúar. Talat Masood, óháður stjórn- málaskýrandi, sagðist telja að frestunin væri fyrst og fremst pól- itík. „Vandamálin við framkvæmd kosninganna takmarkast við fáein umdæmi. Musharraf telur náttúr- lega að verði þingmeirihluti kjör- inn sem sé andsnúinn sér eigi hann ekki mikla framtíð fyrir sér,“ hefur AP eftir Masood. Ahsan Ikbal, áðurnefndur tals- maður flokks Sharifs, ítrekaði kröfu sína um að Musharraf segði af sér. „Við munum halda áfram að reyna að fá alla flokka til að taka höndum saman um að þvinga Mus- harraf frá völdum og að koma á fót hlutlausri bráðabirgðastjórn,“ sagði hann. Talsmaður stjórnarflokksins, Tarik Azim, vísaði því á bug að frestun kæmi flokknum til góða. Frá því Bhutto var myrt hefur dunið gagnrýni á stjórnvöldum fyrir að tryggja öryggi hennar ekki betur. Ráðamenn í Islamabad halda því fram að Baitulla Mehsud, leið- togi uppreisnarhóps íslamista í héraðinu Suður-Waziristan nærri landamærunum að Afganistan, hafi staðið á bak við morðið á Bhutto. Mehsud hefur hins vegar neitað því. Sharif eygir tækifæri Bhutto naut vinsælda meðal margra ráðamanna á Vesturlönd- um þar sem hún var bæði frjáls- lyndur múslimi og reiðubúin að tala tæpitungulaust gegn öfga- öflum. En stjórnmálaskýrendur í Pakistan hafa blendnari sýn á arf- leifð hennar og benda á að í þau tvö skipti sem hún fór fyrir ríkisstjórn- inni á níunda og tíunda áratugnum var hún sökuð um spillingu og óskilvirka stjórnarhætti. Þrátt fyrir fráfall hinnar vin- sælu Bhutto er talið fullvíst að flokkur hennar vinni afgerandi sigur í þingkosningunum. En þar sem forysta flokksins hefur nú verið falin í hendur nítján ára sonar hennar og ekkilsins Asif Ali Zardari til bráðabirgða kann Nawaz Sharif, sem eins og Bhutto var tvisvar forsætisráðherra áður en hann hraktist í útlegð fyrir átta árum, að verða í lykilstöðu eftir kosningarnar. Fyrir morðið hafði Sharif unnið að því að stjórnarand- stöðuflokkarnir mynduðu banda- lag gegn Musharraf og hans mönnum. Hann hefur haldið þeirri vinnu áfram eftir fráfall hennar. Sem stjórnmálamaður er Sharif hins vegar mjög frábrugðinn Bhutto. Hann er upprunalega skjól- stæðingur einræðisherrans Zia ul Haq, sem lét hengja föður Benazir Bhutto, og hefur aldrei látið ströng orð falla um íslamista. Stjórnartíð hans 1990-1993 og 1997-1999 þótti einkennast af popúlískum stjórnar- háttum. Hver er þinn æðsti draumur? Jack Canfield er stofnandi og stjórnarformaður Canfield Training Group í Santa Barbara í Kaliforníu. Fyrirtækið þjálfar athafnamenn, kennara, forstjóra fyrirtækja og fleiri til að ná persónulegum og starfstengdum árangri á stuttum tíma. Margir Íslendingar þekkja Jack Canfield úr kvikmyndinni „The Secret“ og samnefndri bók sem hefur farið sigurför um allan heim. Hann er einn af allra eftirsóttustu fyrirlesurum heims. Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða félagsmönnum sínum námskeiðsgjaldið að hluta eða í heild. Gerðu 2008 að tímamótaári í lífi þínu! Komdu á námskeið Jack Canfields í Háskólabíói þann 2. febrúar kl. 9.30-16.30 Jack Canfield kennir lögmál sigurgöngunnar á dagsnámskeiði í Háskólabíói laugardaginn 2. febrúar Miðasala hefst 1. janúar á www.newvision.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.