Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 16
16 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR nám, fróðleikur og vísindi 1. 65 9 2. 05 1 1. 86 9 1. 87 6 1. 60 5 Ið ns kó lin n í R ey kj av ík Fj öl br au ta sk ól in n vi ð Ár m úl a Fj öl br au ta sk ól in n í B re ið ho lti Ve rk m en nt as kó lin n á Ak ur ey ri Ve rz lu na rs kó li Ís la nd s Kjarni málsins > Fjöldi nemenda í fjölmennustu framhaldsskólunum árið 2006 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Íslenski menntavefurinn Bókaormar BarnUng hlaut nýverið verðlaun Evrópska skólanetsins „eLearning Awards“. Vefurinn er vinnusvæði fyrir nemend- ur og er tilgangurinn að fá nemendur til að lesa fleiri bækur og tjá sig um þær. Menntavefurinn Bókaormar BarnUng er á vegum Kennara- háskóla Íslands en þar geta kenn- arar, nemendur, foreldrar og aðrir áhugasamir stofnað bókaorma. Í bókaormana geta svo nemendur skráð þær bækur sem þeir eru að lesa. Auk þess að ská heiti bók- anna eiga börnin að lýsa sögu- þræði þeirra, segja skoðanir sínar á þeim, gefa þeim einkunn og dóma. Ormana geta allir lesið en á síð- unni má til dæmis kalla fram upp- lýsingar um titla eða höfunda sem og velja orm af handahófi til að lesa álit barna og unglinga á við- komandi bók. Vefurinn er hugsmíð Torfa Hjartarsonar, lektors við Kenn- araháskóla Íslands, og Þorbjargar St. Þorsteinsdóttur verkefna- stjóra en þau unnu hann í sam- vinnu við Davíð Einarsson forrit- ara. Þau eru einnig umsjónarmenn vefsins. Torfi segir Bókaorma hafa sprottið upp úr eldra verk- efni um barna- og unglingabók- menntir sem hann vann með Þuríði Jóhannsdóttur. Það verk- efni kallaðist BarnUng þar sem hugmyndin var að búa til ríkulegt námsumhverfi fyrir kennara- nema og starfandi kennara en ekki síður fyrir börn og foreldra. Þorbjörg kom með þá hugmynd að yfirfæra þetta á algengt þema í grunnskólum þar sem miðar eru settir upp á veggi skólastofunnar. Er þá miði settur á vegginn fyrir hverja bók og þannig raðað upp í orma. Torfi útfærði hugmyndina nánari og teiknaði ormana. Þær kenningar sem liggja til grundvallar verkefninu eru að netið sé tæki til að styðja við nám nemandans og að námið verði til í samspili milli nemenda og því sé börnunum mikilvægt að sjá verk annarra. Hver sem er getur stofnað orm. Eitthvað er um það að börn og eða foreldrar hafi stofnað orma en aðallega hafa kennarar séð um slíkt. Skólasöfnin hafa svo einnig bent nemendum á þennan kost. Notkun vefsins hefur gefist mjög vel. Er hún mest meðal nem- enda í fjórða og fimmta bekk en almennt er notkun góð allt frá nemendum á fyrstu árum sem eru að byrja að læra að lesa og skrifa og upp í unglingastigið. Vefurinn hefur einnig gefist vel við tungu- málakennslu sem og í Íslensku- skólanum þar sem íslensk börn erlendis hafa verið með sinn eigin orm. Þróun Bókaorma er sú að til stendur að dýpka verkefnið. Á þá að bæta við þeim möguleika að hafa verkefni tengd ormunum. Þá geta börnin skrifað ýtarlegri texta með hverjum ormi og látið mynd fylgja. Eru Torfi og Þorbjörg að vona að börnin teikni eða finni til myndir. Einnig á að útbúa yfirlits- möppur svo hver og einn nemandi geti séð sínar bókafærslur og verkefni. Þykir áhugavert að nemendur geti safnað sínum verk- um og séð þróun sína í námi. Verðlaunaafhendingin fór fram í Brussel þar sem þrjátíu verkefni voru valin úr hundrað tilnefning- um. Var verðlaunahöfum skipt í flokka og hlutu Bókaormar verð- laun í „eSafety“ flokknum fyrir netöryggi. Sagði í dómi um verk- efnið að það væri afar aðlaðandi og örvandi fyrir unga nemendur til að tjá sig á netinu. Nefndi Derr- ick de Kerckhove, formaður dóm- nefndarinnar, Bókaorma sérstak- lega í ræðu sinni og sagði að vefsíðan hvetti börn og unglinga mjög til að tjá sig í rituðu máli. Verkefnið var styrkt af RANN- ÍS, Þróunarsjóði grunnskólanna og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. olav@frettabladid.is Bókaormar verðlaunaðir af evrópska skólanetinu HÖFUNDAR BÓKAORMA BARNUNG Torfi Hjartarson og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við 4. áfanga á Sól- borg hefjist á næstu mánuðum en menntamálaráðuneyti og bygginganefnd Háskólans á Akureyri hafa ákveðið að taka tilboði frá Tréverki ehf. við þá byggingu. Í áfanganum er gert ráð fyrir hátíðarsal, fyrirlestrarsölum, smærri kennslurými, bílastæði og háskólatorgi. Verkinu á að ljúka sumarið 2010. Fjögur tilboð höfðu borist í verkið í september, en þeim var öllum hafnað. Tilboð Tréverks ehf. hljóðaði upp á 620.736.706 kr, sem er 120,31 prósent af kostnaðaráætlun. ■ Háskólinn á Akureyri Sólborg stækkar Leikskóli fyrir alla eftir Berg Felixson kom út í desember. Þar er rakin saga leik- skóla Reykjavíkurborgar á árunum 1975 til 2005. Bergur var framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur til ársins 2005, en þegar hann lét af störfum tók hann að sér að skrá sögu leikskólanna þau þrjátíu ár sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri þeirra. Í bókinni er komið víða við; fjallað um pólitísk átök, stjórnkerfisbreytingar, uppbyggingu í faglegu starfi leikskólanna og breytingar á löggjöf og umgjörð leikskólastarfsins. Bókin er hátt í 100 síður og prýdd mörgum skemmtilegum myndum úr leikskólastarfi í borginni. Þegar bókin kom út, 5. desember, var hún afhent Degi B. Eggertsyni borgar- stjóra og Elsu Smáradóttur, formanni leikskólaráðs. ■ Bókaútgáfa Leikskóli fyrir alla Í bókinni Fjölmenning á Íslandi er gerð tilraun til að skýra þann nýja veruleika sem Íslendingar búa við með fjölmenningarlegu samfélagi. Hún er sérstaklega ætluð kennurum, kennaranem- um, öðrum háskólanemum og fræðimönnum. „Samfélagið okkar er að breyt- ast. Það eru fjölbreyttari hópar fólks í skólum landsins,“ segir Elsa Sigríður Jónsdóttir, lektor í uppeldisgreinum við Kennara- háskóla Íslands og einn ritstjóra bókarinnar. „Við þurfum að leitast við að mennta þessi börn og unglinga alveg jafn vel og aðra, svo þau geti staðið jafnfætis öðrum Íslendingum, svo þau verði ekki minni máttar í okkar samfélagi.“ Hún segir miklu skipta hvort litið sé á nýja Íslendinga sem góða og skemmtilega viðbót við skólastarfið, eða hvort litið sé á þá sem vandamál. Kennarar verði þó að taka tillit til mismunandi menningar og aðstæðna fólksins sem komið er hingað til lands. „Þessi bók er tilraun til þess að útskýra þennan nýja veruleika sem við búum við,“ segir Elsa. Fjallað er um ýmis hugtök sem máli skipta, svo sem sjálfsmynd, fordóma, tvítyngi og trúarbrögð. Námsefni á sviði fjölmenning- ar hefur skort hér á landi, og segir Elsa að hér sé um að ræða fyrstu íslensku bókina fyrir kenn- ara um þetta efni. Erlendar bækur og greinar eigi yfirleitt ágætlega við, en þarna sé gerð tilraun til að setja hlutina í íslenskt samhengi. - bj Fyrsta íslenska bókin um fjölmenningu sérstaklega hugsuð fyrir kennara og nema: Nýr veruleiki fjölmenningar FJÖLMENNING Miklu skiptir hvort litið er á nýja Íslendinga sem góða viðbót eða vandamál. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK Þórhildur Ólafsdóttir hóf nám á meistara- stigi í kynja- og fjölmiðlafræðum við háskólann í Sussex á Englandi í haust. Hún útskrifaðist með BA-próf í bók- menntafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 en hefur unnið við fjölmiðla í þrjú ár, bæði á prent- og ljósvakamiðlum. „Ég hafði alltaf hug á því að fara í meistara- nám en átti lengi erfitt með að ákveða hvað ég ætti að læra. Ég hef mikinn áhuga á jafnréttismálum og leist því strax vel á þetta nám þegar ég frétti af því, enda sameinar það bæði áhugasvið mitt og vinnu. Ég vissi að minnsta kosti að mér myndi ekki leiðast.“ Þórhildur segist hafa heillast af kynjafræði því hún snertir margar hliðar samfélagsins. „Kynjafræði er meðal annars runnin undan rifjum félagsfræði, mannfræði og sálfræði; þetta er víðfeðm fræðigrein sem hægt er að fara með í allar áttir. Ég kaus að blanda henni saman við fjölmiðlafræði, fjölmiðlar hafa jú mikil áhrif á hvernig við upplifum samfélag okkar. Ég hef áhuga á að rannsaka birtingarmyndir kynjanna í fjölmiðlum, hvaða drifkraftur býr að baki og hvaða áhrif það hefur á neytandann.“ Sem stendur er Þórhildur að skrifa stutta námskeiðs- ritgerð þar sem hún ber saman framgang kvenna í breska ríkisútvarpinu á fyrstu árum þess og í því íslenska. „Ég hef meðal annars áhuga á að skoða hvers konar þættir voru gerðir, hvort þeir höfðuðu til kvenna og hvort það hafi verið gerðir sérstakir kvennaþættir.“ Þórhildur stefnir að útskrift næsta haust og er farin að viða að sér hugmyndum fyrir lokaverkefnið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta nám eigi eftir að nýtast mér, hvernig á eftir að koma í ljós. Ég bíð bara þar til atvinnutilboðunum fer að rigna yfir mig,“ segir Þórhildur glettnislega. NEMANDINN: ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, MEISTARANEMI Í KYNJA- OG FJÖLMIÐLAFRÆÐI Kannar hvernig kynin birtast í fjölmiðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.