Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Estrid Þorvaldsdóttir á sérstakan áramóta- kjól og er því aldrei í vandræðum með í hverju hún á að vera á gamlárskvöld. „Ég hef verið í sama kjólnum á gamlárskvöld síðan aldamótin 2000,“ segir Estrid Þorvaldsdóttir, nemi í listfræði og ítölsku. „Þetta var því níunda árið í röð sem ég klæddist honum. Ég bað ömmu mína um að gefa mér hann í jólagjöf árið 1999 og mig minnir að hann sé keyptur í versluninni Kjallaranum sem var á Laugavegi,“ bætir hún við. Kjóllinn er túrkísblár með glimmeri og kallar Estrid hann þúsaldarkjólinn enda valdi hún hann sérstaklega með aldamótin í huga. „Honum fylgir glimmer band og það eina sem ég geri ár frá ári er að færa bandið. Stundum hef ég það um hálsinn og stundum á hausnum. Það fer allt eftir tíðarandanum,“ útskýrir Estrid. Estrid starfaði um tíma sem módel og hefur alltaf haft áhuga á tísku. „Í henni felst mikil sköpun og frelsi,“ segir Estrid. „Ég myndi segja að áður fyrr hafi ég verið hálfgerður þræll tískunnar en í dag legg ég meiri áherslu á að rækta andann, vera bein í baki og brosa. Geri maður það líta fötin betur út á manni og þá er nóg að vera í klassískum og einföldum flíkum,“ segir hún. Estrid segir galdurinn vera að brosa, bera sig vel og láta innra ljósið skína. „Það er endalaust hægt að hlaða á sig skrauti en ef maður er boginn í baki verður maður eins og ofskreytt visið jólatré,“ segir Estrid. Hún hefur að undanförnu fengist við að gera vídeóverk og mála myndir. Á stefnuskránni er að fara til Ítalíu en Estrid segist fá öll sín áhrif þaðan. vera@frettabladid.is Sami kjóllinn ár eftir ár Estrid hefur verið í aldamótakjólnum síðastliðin níu gamlárskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÆTT AÐ REYKJA GEGNUM SÍMA OG NET Reyksíminn og www. reyklaus.is skila góðum árangri í baráttu fólks við tóbaksnautnina. HEILSA 4 GALDRADROTTNING Á DREGLINUM Emma Watson hefur þróast úr kjánalegum krakka í fríða fegurðardís á rauða dreglinum. TÍSKA 2 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.