Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 28
[ ] Reyksíminn með græna númerið 800-6030 og vefurinn www.reyklaus.is virðast skila góðum árangri í baráttu fólks við reyktóbaksnautnina. Reyksíminn fór í loftið árið 2000 og er opinn frá 17-20 á virkum dögum. Þar sitja sérhæfðir ráð- gjafar fyrir svörum sem allir eru hjúkrunarfræðingar hjá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga. Þeir sjá líka um vefinn reyklaus.is sem Lýðheilsustöð setti í loftið í sept- ember síðastliðnum. Hann hefur þegar hjálpað yfir 500 manns að hætta að reykja ef marka má kannanir. Guðrún Árný Guðmundsdóttir hefur umsjón með þessum þætti og var spurð útí starfsemina. „Umsjón með síðunni reyklaus. is felst í því að við svörum þeim fyrirspurnum sem berast á tölvu- pósti og fylgjumst með spjallum- ræðunni. Sú umræða er lykillinn að bata fólks. Þar ráðleggur það hvert öðru og styrkir hvert annað. Við komum bara inn í þegar með þarf og hrósum eða leiðbeinum.“ Reyksíminn á lengri sögu að baki og Guðrún Árný segir búið að sýna fram á erlendis að hann sé ein hagkvæmasta aðferðin til að veita meðferð í reykleysi. Hann hafi byrjað hér á landi árið 2000 og könnun hafi verið gerð árið 2003. Þá hafi um þrjátíu prósent verið hætt af þeim sem höfðu haft samband, sem þyki mjög góður árangur. En hvernig nær hún að hjálpa fólki að drepa í sígarett- unni í gegnum símann? „Það er enginn töfralykill til en oft finnum við leið til að rjúfa vana viðmæl- endanna og stundum koma líka bestu ráðin frá þeim sjálfum,“ upplýsir hún. Guðrún Árný segir suma vilja hætta strax að reykja og telur mikinn kraft felast í þeirri ákvörð- un. Yfirleitt sé þó farsælla að fólk undirbúi sig meira og brjóti upp þær venjur sem skapast hafi kringum reykingarnar. „Flestir eru líka búnir að minnka reyking- arnar á undirbúningstímanum og þar með eru fráhvarfseinkennin minni,“ bendir hún á. Stærsta og árangursríkasta þáttinn í starfi ráðgjafanna segir Guðrún Árný vera eftirfylgni. „Við hringjum reglulega í fólk og fylgjumst með hvernig gengur. Það er einstaklingsbundið hversu oft þarf að hafa samband. Yfirleitt hringjum við svolítið ört til að byrja með en eftir árið sleppum við hendinni af fólki.“ Hún segir marga upplifa depurð fyrst eftir að reykingunum sleppi því þeir líti á sígarettuna eða vindilinn sem sinn besta vin. „En þetta er falskur vinur sem hefur verið að gera við- komandi illt mörg undanfarin ár,“ bendir hún á og segir fráhvarfs- einkennin líða hjá. „Þetta er eins og með slæma flensu. Maður bara þraukar og þá lagast hún.“ gun@frettabladid.is Aðstoð við að hætta að reykja fæst í gegnum síma og net Guðrún Árný Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur er meðal þeirra sem sitja fyrir svörum við reyksímann. Góður nætursvefn er lífsnauð- synlegur en er þó oftast það sem höggvið er af í anna- sömum hversdeginum. Margir gera sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að spara við sig svefninn. Þetta kemur fram í grein Ingólfs Sveinssonar um mikilvægi svefns á vef land- læknis embættisins Uppsafnaðri þreytu fylgir spenna sem hleður utan á sig og getur orðið viðvarandi streitu- ástand með tilheyrandi kvíða sem truflar svo svefninn enn frekar. Líkurnar á sýkingum aukast, svo og á fleiri sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum. Ungl- ingar þurfa að meðaltali 10 tíma svefn og ung börn 12-18 tíma. Meðal svefnþörf fullorðinna ein- staklinga er á bilinu 6-8 tímar en meira máli skipta gæði svefnsins en lengdin, og getur of langur svefn komið aftan að manni og truflað svefnmynstrið. Mikilvægt er að hvílast vel og er meðal ann- ars mælt með að taka áhyggjurn- ar ekki með sér í rúmið og ganga snemma til náða hvert kvöld. Líta ber á það sem lífsgæði að fá góðan nætursvefn. - rt Sofðu vært Nauðsynlegt er að hvíla sig vel. Sjón eftir sextugt MIKILVÆGT ER AÐ LÁTA KANNA ÁSTAND SJÓNAR. Sjóntap eldri borgara veldur óþarfa hættu á slysum og þunglyndi sam- kvæmt nýlegri breskri rannsókn. Í rannsókninni, sem nefnist „Sjón eftir sextugt“, kom í ljós að þriðj- ungur eldri borgara sem fer ekki reglulega í augnskoðun líður illa og finnst þeir vera varnarlausir vegna þessarar sjóndepurðar. Fjórðung- ur þátttakenda sagði að slæm sjón hindraði ýmsar hversdagslegar at- hafnir og rúmlega helmingur sagð- ist eiga í erfiðleikum með að lesa bækur og dagblöð. Mörgum breskum ellilífeyris- þegum væri hægt að hjálpa með augnrannsóknum og ráðgjöf. Ekki er víst að hægt sé að yfir færa niðurstöður þessar- ar rannsóknar yfir á íslenska eldri borgara þar sem margir þætt- ir spila inn í s.s. ástand heilbrigð- iskerfis, mataræði, reykingar, lyfja- gjafir og hjálpartæki sem standa til boða. Augun eldast eins og allt annað. Meðgöngusund er sundleikfimi fyrir barnshafandi konur. Sundið hefur reynst vel gegn ýmsum kvillum á meðgöngu en hentar hins vegar konum á öllum stigum meðgöngu. www.medgongusund.is Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is 7., 14. og 15. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.