Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 36
28 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR J.R.R. TOLKIEN RITHÖFUNDUR VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1892. „Verkinu sem aldrei er byrjað á gengur verst að ljúka.“ John Ronald Reuel Tolkien var breskur rithöfundur og fræðimaður, þekktastur fyrir skáldsögur sínar The Lord of the Rings og The Hobbit, eða Hringadróttinssögu og Hobbitann eins og þær nefnast á íslensku. Nýtt blað kom út í Reykjavík í fyrsta sinn þennan dag árið 1903. Það hét Landvörn og var gefið út af Land- varnarflokknum sem stofnaður hafði verið í ágúst árið áður. Einn af forvígismönnum flokksins var Einar Gunnarsson, tæplega þrítugur maður sem starfaði hjá landshöfðingjanum. Einar var gerður að ábyrgðar- manni hins nýja blaðs og með honum í ritnefnd sátu ekki minni menn en skáldið Einar Benediktsson og Benedikt Sveinsson yngri. Með þessu hófst farsæll ferill Einars Gunnarssonar sem blaðamanns og ritstjóra. Blaðið Landvörn átti sér þó ekki langa lífdaga en í framhaldi af útgáfu þess gaf Einar út litla vasabók sem hét Handbók fyrir hvern mann. Einnig ritstýrði hann barnablaðinu Unga Íslandi sem var gefið út í 5000 eintökum um tíma. Lengst verður Einars samt minnst fyrir að hrinda út- gáfu Vísis af stokkunum 14. desember 1910 því með honum hófst samfelld dagblaðaútgáfa á Íslandi. Heimild/Nýjustu fréttir/Guðjón Friðriksson. ÞETTA GERÐIST 3. JANÚAR 1903 Landvörn kemur út MERKISATBURÐIR 1597 Heklugos á Íslandi hefst og margir eldar eru uppi samtímis. 1890 Hólmavík á Ströndum verður löggiltur verslunar- staður. 1925 Benito Mussolini leysir upp þingið og lýsir yfir flokksræði á Ítalíu. 1948 Þýskur togari bjargar fjög- urra manna áhöfn ís- lenska vélbátsins Bjargar eftir átta daga hrakninga. 1959 Alaska verður 49. fylki Bandaríkjanna. 1967 Jack Ruby, maðurinn sem skaut Lee Harvey Oswald, deyr á sjúkrahúsi í Dallas. 1990 Íslandsbanki hinn síðari hefur starfsemi sína. 2000 Sjónvarpsþátturinn Kast- ljós hefur göngu sína í sjónvarpinu. Country Hótel Anna á Moldnúpi undir Eyjafjöllum hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2007 rétt fyrir ára- mótin. Eigendur þess eru Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson. Hótel Anna er minnsta þriggja stjörnu hótel landsins og ber nafn Önnu Jóns- dóttur sem var verkakona, vefari og rithöfundur. Hún ólst upp á Moldnúpi og kenndi sig ávallt við bæinn. „Anna á Moldnúpi var afasystir mín. Hún var heilmikil ferðakona, fór víða um veröldina og skrifaði um það bækur. Ein þekktasta sagan hennar nefn- ist Fjósakona fer út í heim,“ upplýs- ir Eyja Þóra sem einnig á sínar rætur á Moldnúpi. „Ég óst hér upp en fór í burtu og kom aftur löngu síðar,“ segir Eyja Þóra. „Við fluttum hingað 1993 frá Reykja- vík. Tókum við búi þá og vorum bænd- ur í 10-11 ár. Svo var gamla húsið hér tómt og við þurftum að velja um hvort við vildum rústa því eða gera það upp og við ákváðum að gera úr því hótel sem var opnað í byrjun júlí árið 2002. Svo þurftum við á ákveðnum tíma- punkti að velja á milli hefðbundins búskapar og ferðaþjónustunnar svo við seldum kýrnar og snerum okkur alfarið að ferðaþjónustunni.“ Húsið sem hótelið er í er byggt 1927. Í því eru fimm tveggja manna her- bergi og það er talið minnsta þriggja stjörnu hótel á landinu. Eyja Þóra viðurkennir að það sé lítið en segir veitingasalinn styrka stoð í rekstr- inum. „Við tökum oft á móti hópum í hádegismat sem bara koma og fara. Svo erum við með sumarstarfsemi í farfuglaheimilinu í Skógum þannig að þetta tvinnast saman,“ lýsir hún. Hóteleigendur Önnu á Moldnúpi reyna að búa að sínu. Þeir fá rafmagn úr heimarafstöð við svokallaðan Foss- læk, ásamt tveimur nágrannabæjum og reka hitaveitu með nágrönnum. Árið 2006 fékk hótelið vottun Green Globe 21 á umhverfisstefnu sinni. Innréttingar og húsgögn eru í stíl við aldur hússins og hráefni í veiting- um tekur mið af hefðum úr sveitinni. Áhersla er líka á að veita persónulega þjónustu og skapa þægilegt umhverfi fyrir gesti. Fræðsla um sögu og menn- ingu er í hávegum höfð og minningu Önnu á Moldnúpi haldið á lofti. Eyja Þóra og Jóhann taka einn- ig þátt í að græða upp Ásólfsskála- heiði og Eyja Þóra leiðir samstarf sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslu ásamt Skaftafells- þjóðgarði um að gerast vottað samfé- lag samkvæmt stöðlum Green Globe 21. „Við viljum skila umhverfinu í enn betra ástandi en við tókum við því,“ segir hún að lokum. gun@frettabladid.is COUNTRY HÓTEL ANNA HLAUT UMHVERFISVERÐLAUN FERÐAMÁLASTOFU Heiðra minningu fjósakonu HÓTEL ANNA UMHVERFISVERÐLAUN VEITT. Eyja Þóra og Jóhann á Moldnúpi ásamt Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra og Vali Hilmarssyni, umhverfisfulltrúa Ferðamálastofu. timamot@frettabladid.is RITSTJÓRINN Einar Gunnarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra F. Þorvaldsdóttir Dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík, áður til heimilis Landakoti, Sandgerði, andaðist sunnudaginn 30. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 15.00. Hrefna Magnúsdóttir Viðar Markússon Sigríður Á. Árnadóttir Þorvaldur Árnason Auður Harðardóttir Magnea Árnadóttir Katrín H. Árnadóttir Helgi Laxdal barnabörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Jónína Friðbjörg Tómasdóttir frá Auðsholti, Dalbraut 25, Reykjavík, lést að morgni aðfangadags á heimili sínu. Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudag- inn 4. janúar kl. 13.00. Stefán Jón Steinþórsson Steinþór Stefánsson Hildur Pétursdóttir Friðberg Stefánsson Áslaug Birna Ólafsdóttir og barnabörnin Þórdís, Atli, Hrannar og Andrea. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, Guðríðar Þórðardóttur Heiðargerði 17, Vogum, Vatnsleysuströnd. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrunarfræð- ingum, læknum og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Guðmundur Í. Ágústsson börn og fjölskyldur þeirra. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Einarsdóttir frá Borg, Tunguvegi 4, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. desember. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 11. janúar kl. 14.00. Friðrik Pétur Valdimarsson Ólafía Sigríður Friðriksdóttir Birgir Vilhjálmsson Þórunn Friðriksdóttir Ragnar Halldórsson Oddbjörg Friðriksdóttir Erlendur Borgþórsson Anna Hulda Friðriksdóttir Árni Eiðsson Sigrún Alda Jensdóttir Snorri Snorrason Hafdís Friðriksdóttir Árni Hjaltason ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.