Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 3. janúar 2008 29 AFMÆLI Michael Schumacher ökuþór er 39 ára í dag. Mel Gibson leikari er 52 ára í dag. Vilhelm Anton Jónsson tónlist- armaður er 30 ára í dag. Sölvi Blöndal tónlistarmaður er 33 ára í dag. Úlfur Grönvold myndlistarmað- ur er 42 ára í dag. Matthías Johannessen, skáld og rit- stjóri, er 78 ára í dag. Sjö vestfirskar konur fengu nýlega styrk úr Minningar- sjóði Gyðu Maríasdóttur. Þær eru Albertína Elíasdóttir sem stundar nám í byggðalandafræði/byggðarannsóknum við Univerity of Aberdeen í Skotlandi, Arnþrúður Gísladótt- ir sem stundar nám við tónlistardeild Lista háskóla Íslands, Bríet Rut Árnadóttir sem leggur stund á nám í leiklist fyrir kvikmyndir og sjónvarp við Vancouver Film School í Kan- ada, Hafdís Sunna Hermannsdóttir sem nemur við Aalb- org University in Architecture and Design í Danmörku, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir sem er fyrsti nemandinn í harmonikuleik við Listaháskóla Íslands, Sunneva Jasmín Bernhardsdóttir sem stundar nám í alþjóðlegri þróunar- fræði og umhverfis- og auðlindafræði við Trent University í Kanada og Sólrún Héðinsdóttir sem sækir námskeið í svo- kallaðri Tomatis-aðferð við Tomatis Nordiskas Lokaler í Sol- lentuna í Svíþjóð. Allar fengu þær 210 þúsund króna styrk, nema Sunneva sem áður hafði fengið styrk úr sjóðnum. Gyða Maríasdóttir, sem minningarsjóðurinn er kenndur við, veitti Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði forstöðu frá 1924 til dauðadags árið 1936. Gamlir nemendur hennar stofnuðu sjóðinn til minningar um hana á fimmtíu ára af- mæli skólans árið 1962. Alls hafa 40 konur fengið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans. Heimild/bb. Styrkur til vestfirskra stúlkna STYRKHAFAR Helga Kristbjörg, Bríet Rut, Albertína, Arnþrúður og Haf- dís Sunna ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur, formanni sjóðsstjórnar. MYND/BB. Íbúar Sveitarfélagsins Álftaness geta hlakkað til að stinga sér í nýja sund- laug að ári en nýlega var tekin fyrsta skóflustungan að byggingu sundlaugar og viðbyggingu við íþróttahús. Eignarhaldsfélagið Fast- eign sér um bygginguna en um er að ræða 25 metra útisundlaug, vaðlaug fyrir börn, öldulaug, steypta potta, 12,5 m innilaug og tilheyrandi byggingu sem tengist núverandi íþrótta- húsi. Nýbyggingin er um 2.600 m2 að stærð. Áætluð verklok eru í byrjun desember 2008. Sundlaug á Álftanesi ÁLFTANES Í desember á næsta ári geta íbúar Álftaness dýft tánni í nýja sundlaug. Starfsmenn Prentsmiðjunnar Odda tóku undarlegri áskor- un fyrir jólin og styrktu um leið gott málefni. Í aðdraganda jólanna héldu starfsmenn óvenjulegan starfsmannadag þar sem þeir skoruðu hver á annan að bregða á leik og var fé lagt undir hverja áskorun. Alls söfnuðu starfsmennirnir 171 þúsund krónum sem renna óskiptar til verkefna UNIC- EF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Ansi skrautlegt var um að litast í prentsmiðjunni þann dag þegar fólk brá sér í búninga, litaði sig blátt, setti upp höfuðföt eða rúllur í hárið. Auk þess voru sýnd töfra- brögð, skór burstaðir, húðflúr teiknuð og ótalmargt fleira. Þess má jafnframt geta að allir starfsmenn Odda eru heimsforeldrar UNICEF og taka þannig þátt í verkefnum Barnahjálparinnar víða um heim. Við sama tilefni skrifuðu Oddi og UNICEF undir sam- starfssamning um að Oddi styrki UNICEF með því að annast alla hönnun og prentun á fræðslu- og kynningarefni Barnahjálparinnar. Heildarverðmæti styrktarsamningsins, sem nær til þriggja ára, er hátt í 10 milljónir króna. Oddi styrkir UNICEF BLÁ FYRIR GOTT MÁLEFNI Þessi starfsmaður Odda litaði sig bláan í tilefni dagsins og styrkti þar með gott málefni. Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Björns Þórhallssonar viðskiptafræðings og fyrrverandi varafor- seta ASÍ, Goðheimum 26, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum aðfaranótt 25. desember, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 15.00. Guðný S. Sigurðardóttir Þórhallur Björnsson Anna Janyalert Karl Björnsson Katrín I. Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, Sæmundur Kristjánsson frá Ísafirði, lést föstudaginn 28. desember á heimili sínu í Kópavogi. Útför fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn 9. janúar kl. 13.00. María Kristjánsdóttir Svanur Kristjánsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Kr. Björnsdóttir Nónvörðu 2, Keflavík, lést sunnudaginn 30. desember að Garðvangi, Garði. Útförin auglýst síðar. Loftur Hlöðver Jónsson Kristján Már Jónsson Ragnhildur Jónsdótttir Kristmundur Árnason Ásta Margrét Jónsdóttir Sigurður H. Jónsson Dóra Birna Jónsdóttir Hermann Waldorff barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir Súlunesi 22, Garðabæ, sem lést 21. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 11.00. Sigurbjörg Þorvarðardóttir Sólmundur Þ. Maríusson Sigurgeir Friðriksson Kristín Anna Þorsteinsdóttir Ásta Friðriksdóttir Sturla Geirsson Ólafur Þór Gunnarsson Elínborg Bárðardóttir barnabörn og langömmubarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Friðrik Scheving hljómlistarmaður, Mávahlíð 5, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur laugardaginn 22. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.00. Kl. 12.00-13.00 verður flutt tónlist í kirkjunni. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð sem stofnaður verður í minningu Árna. Sigríður Friðjónsdóttir Ragnar Þór Árnason María Sigmundsdóttir Bryndís Scheving Haraldur Ólafsson Guðni Þór Scheving Helga Rós Reynisdóttir Einar Valur Scheving Vigdís Rún Jónsdóttir Arnaldur Haukur Ólafsson Louisa Stefanía Djermoun barnabörn og barnabarnabarn. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Arnþór Kristjánsson lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 29. desember síðastliðinn. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bergljót Baldvinsdóttir Gylfi Þór Arnþórsson Sigríður Arna Arnþórsdóttir Sævar Siggeirsson Bryndís Arnþórsdóttir Bergþór Baldvinsson Kristín Arnþórsdóttir Sigþór Másson Kristján Freyr Arnþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg sambýliskona, móðir, tengdamóðir og amma, Helga Ívarsdóttir Hæðargarði 29, Reykjavík, sem lést föstudaginn 2. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 15.00. Sverrir Guðjónsson Björn Erlendsson Þórunn Brandsdóttir Ívar Erlendsson Joanna Marcinkowska Sigríður Erlendsdóttir Jón Víkingur Hálfdánarson Magnús Erlendsson systkini og barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu vinartryggð vegna andláts Finnu okkar. Sérstakar þakkir til Olgu og samstarfs- manna í félagsstarfi aldraðra, Snorra og Karlakórs Akureyrar – Geysis. Vinir okkar, hafið kærar þakkir fyrir allt. Guðfinna Guðvarðardóttir Borgarsíðu 17, Akureyri f. 2. maí 1948 – d. 17. desember 2007. Valgarður Stefánsson Ragnheiður Valgarðsdóttir Haraldur Þór Guðmundsson Rut Valgarðsdóttir Sergio Polselli Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir barnabörn og Lotta litla sem Finnu þótti svo vænt um. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Snorrason Hlíðarstræti 5, Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 29. desember. Útför hans fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Björgunarsveitina Erni Bolungarvík. Margét Kristín Jónasdóttir Snorri H. Harðarson Þorgerður J. Einarsdóttir Guðjón Kr. Harðarson Ólöf S. Bergmannsdóttir Jón Ísak Harðarson Sólveig B. Skúladóttir Þorbjörg J. Harðardóttir Hjörleifur Larsen Guðfinnsson Elín Sigurborg Harðardóttir Atli Jespersen Jónas Harðarson Vignir Harðarson Milena Cutino Cutino barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.