Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 42
34 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Kvikmyndin Into the Wild í leikstjórn Sean Penn hefur tekið ákveðið forskot í kapp- hlaupinu um Óskars- verðlaun- in. Samtök leikara í Holly- wood, SAG, tilkynntu nýverið tilnefningar sínar fyrir bestu frammmistöðu ársins og fékk kvikmynd Penn alls fjórar talsins en samtökin þykja gefa nokkuð sterka vísbendingu um það sem koma skal í Kodak-höllinni í næsta mánuði. Tilnefningun- um var hins vegar dreift óvenju jafnt þetta árið og þannig fékk Clooney-myndin Michael Clayton þrjár líkt og Coen-myndin No Country for Old Men. Cate Blanchett fékk hins vegar tvær, eina fyrir Elizabeth: The Golden Age og hina fyrir Dylan- kvikmyndina I‘m Not There. Kvikmyndirnar 3:10 to Yuma, American Gangsters, Into The Wild, No Country for Old Men og Hairspray berjast síðan um hylli leik- arastéttarinnar fyrir besta leikhóp síðasta árs. bio@frettabladid.is Í óbyggðum tekur Óskars-forystu LÍKLEGUR Tommy Lee Jones leikur eitt aðal- hlutverkanna í Coen- myndinni No Country for Old Men. TILNEFND- UR George Clooney er til- nefndur fyrir frammi- stöðu sína í Michael Clayton. PENN Er væntanlega sáttur en kvik- myndin hans Into the Wild fékk fjórar tilnefningar hjá sam- tökum leikara. Þrátt fyrir andlát Borats og Ali-G er leikarinn Sacha Baron Cohen hvergi nærri dauður úr öllum æðum. Og hefur hann nú samið við gullkálfinn Steven Spielberg um að leika í næstu mynd leik- stjórans. Sú heitir The Trial of Chicago Seven og fjallar um hippa- leiðtogann Abbie Hoffmann. Hoff- mann beitti eilítið öðrum meðölum en aðrir síðhærðir og skeggjaðir mótmælendur Víetnams-stríðsins því grín og gamanmál voru hans helsta vopn. Hoffmann olli miklum óeirðum í kringum flokksþing Demókrata- flokksins árið 1968 og var hand- tekinn en réttarhöldin yfir honum gengu einmitt undir nafninu The Trial of Chicago Seven. Hoff- mann lenti oft upp á kant við lag- anna verði og var á flótta undan dómsvaldinu sökum ásakana um að hafa staðið að sölu kókaíns. Reiknað er með að myndin fari í framleiðslu á næsta ári og verði frumsýnd árið 2010. Cohen til liðs við Steven Spielberg GÓÐIR SAMAN Þeir Steven Spielberg og Sacha Baron Cohen eiga vafalítið eftir að ná vel saman við gerð myndarinnar The Trial of Chicago Seven. Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliffe hafði betur í baráttu sinni við Heath Ledger og Orlando Bloom um hlutverk ljósmyndar- ans Dan Eldon í kvikmyndinni Journey. Myndin, sem er byggð á sannsögulegum atburðum, gerist að mestu leyti í borgarastyrjöld- inni í Sómalíu en hún segir frá fjögurra manna hópi blaðamanna sem var grýttur til dauða af brjáluðum múg árið 1993. Móðir ljósmyndarans, Kathy, lýsti því yfir við fjölmiðla að hún væri ákaflega ánægð með að Radcliffe hefði orðið fyrir valinu. „Við höfnuðum mörgum eldri leik- urum vegna þess að Eldon var fyrst og fremst strákur sem var að fara að fullorðnast,“ sagði Kathy en dagbók ljósmyndarans sem var gefin út árið 1997 hefur selst í yfir 200 þúsund eintökum. Radcliffe grýttur til bana í Sómalíu > FRAMHALDI FRESTAÐ Framhaldinu af Transformers hefur verið frestað um heilt ár af því að handritshöfundar eru í verkfalli. Michael Bay hefur hins vegar róað aðdáendur Umbreytinganna og segir á bloggi sínu að nýju vélmennin séu „ótrúleg“. Taívanski leikstjórinn Ang Lee er enn og aftur mættur fram á sviðið með umdeilda kvikmynd en að þessu sinni er það erótískur njósna- tryllir sem þegar hefur vakið mikla athygli. Ang Lee hefur síður en svo farið troðnar slóðir á kvikmyndaferli sínum og eftir ástarævintýri smalanna á Brokeback-fjallinu sneri leikstjórinn aftur til föður- landsins en þar hafði hann ekki gert kvikmynd síðan hann kvik- myndaði Crouching Tiger, Hidden Dragon fyrir sjö árum. Lee útskýrði fyrir gestum Feneyja- hátíðarinnar af hverju hann kaus að gera kvikmynd á kínversku í stað þess að fylgja eftir velgengni Brokeback á ensku. „Ég varð að gera þessa kvikmynd. Eftir tíu ár hefði allt fólkið sem upplifði þenn- an tíma verið horfið yfir móðuna miklu og þá hefði þessi saga gleymst.“ Hafnað af Akademíunni Crouching Tiger, Hidden Dragon hlaut Óskarinn sem besta erlenda kvikmyndin en nýjasta kvikmynd Lees, Lust, Caution, var hafnað af akademíunni. Ekki af því að hún þætti ekki nógu góð heldur fannst meðlimum Akademíunnar taí- vanskir kvikmyndagerðarmenn ekki vera nógu fyrirferðarmiklir við gerð hennar. Ang Lee segir í ítarlegu viðtali við BBC-frétta- vefinn að þetta hafi komið sér á óvart og þetta sé til merkis um að reglur Óskarsverðlaunanna séu úr sér gengnar. „Kvikmyndir eru ekki gerðar af einum eða tveimur einstaklingum heldur af mörgu fólki og maður á alltaf að velja þá bestu til verksins hverju sinni,“ segir Lee, en framleiðslufyrir- tækið Focus Feutures hafði gert sér vonir um að Lust, Caution myndi fá jafnmörg verðlaun og Brokeback. Ákvörðun Óskarsval- nefndarinnar skaut þær vonir niður að einhverju leyti. Lee segir að það að gera kvikmyndir í Kína útheimti mikla vinnu, mun meiri vinnu heldur en í Hollywood og það sé kannski helst þess vegna sem hann hafi haldið sig í faðmi Ameríku. „Í Kína þarft þú að ýta við fólki sjálfur en ég er virkilega ánægður með að geta gert kvikmynd á kínversku eftir tvær á ensku,“ segir Lee en auk Brokeback gerði leikstjórinn kvikmyndina Hulk á eftir Crouching Tiger. Bönnuð innan átján Lust, Caution var bönnuð innan sautján ára í Bandaríkjunum sem þýðir að hún þykir sýna meira hold en góðu hófi gegnir hjá bandarísk- um siðapostulum. Þótt slíkur stimp- ill merki að þarna sé eitthvað for- boðið og framandi á ferðinni þá eru bandarískir áhorfendur ekkert ýkja hrifnir af nekt og eru ekki þekktir fyrir að flykkjast á slíkar kvik- myndir nema það sé einhver þekkt Hollywood-stjarna sem fækkar fötum. Í Bretlandi var myndin bönnuð áhorfendum yngri en átján ára en Bretarnir kippa sér lítið upp við líkama á Evuklæðunum og slík- ur stimpill hefur því lítil áhrif á aðsóknina. Lee segir þetta sig þó litlu skipta. „Ég myndi frekar vilja tapa peningum en þurfa að klippa myndina alveg upp á nýtt,“ segir Lee. Lust, Caution segir frá leikara- hópi sem hyggst ráða háttsettan kínverskan embættismann af dögum. En ráðabruggið snýst í höndunum á þeim þegar beitan fell- ur fyrir fórnarlambi sínu. Kvik- myndin, sem er byggð á smásögu Eileen Chang, vann Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og fékkst sýnd óklippt í bæði Hong Kong og Taívan en kynlífsatriðin voru skorin niður í kínversku útgáf- unni. Þau þykja með eindæmum opinská og voru tekin á ellefu daga tímabili með aðeins einum töku- manni og hljóðmanni. Myndin verð- ur frumsýnd um miðjan mánuðinn hér á landi. - fgg Ang Lee og erótíkin ERÓTÍSK Lust, Caution eða Se, Jie hefur að geyma opinskáar og erótískar senur. UMDEILDUR Kvikmyndir Ang Lee vekja alltaf mikla eftirtekt og er skemmst að minnast samkynhneigðu smalanna í Brokeback Mountain. Hún er æði fjölbreytt, fyrsta vika ársins í kvikmyndahúsunum. Fyrst ber að nefna frumsýningu Græna ljóssins á kvikmynd Todd Haynes, I‘m Not There, sem eng- inn aðdáandi Bobs Dylan ætti að láta framhjá sér fara. En þar bregður fjöldi þekktra leikara sér í gervi tónlistarmannsins. Meðal þeirra má nefna Cate Blanchett, Heath Ledger og Richard Gere. A Mighty Heart með Angelinu Jolie á tvímælalaust erindi við daginn í dag en hún segir frá leit Mariane Pearl að eiginmanni sínum, blaðamanninum Daniel Pearl, í Pakistan. En landið hefur verið töluvert í fréttum eftir að Benazir Bhutto var ráðin af dögum nýverið. Og loks verður National Treas- ure: Book of Secrets tekin til sýn- ingar en hún trónir nú á toppnum í Bandaríkjunum. Myndin er sjálf- stætt framhald National Treasure þar sem Ben Gates grefur upp for- vitnilegar söguminjar í sögu Bandaríkjanna. Nicolas Cage er aftur mættur til leiks og þykir hárgreiðslan minna óneitanlega á þá sem Tom Hanks bar í Da Vinci Code. Fjölbreytt dagskrá á nýju ári FJÖLBREYTT Bob Dylan-mynd Todd Hay- nes, Mighty Heart með Angelinu Jolie og Book of Secrets með Nicolas Cage verða allar frumsýndar fyrstu helgi ársins. NÝTT HLUTVERK Ljós- myndarinn Dan Eldon er töluvert ólíkur frægustu persónu Radcliffe, töfra- stráknum Harry Potter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.