Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 46
38 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig „Það sem Haynes hefur gert hér, er í raun að búa til Bob Dylan lag og þar að auki eitt hans besta!“ - Jeff Beresford-Howe, Film Threat „Frumlegasta og skemmtilegasta mynd ársins!“ - Stephanie Zacharek, Salon.com KVIKMYND EFTIR TODD HAYNES UM MÖRG ANDLIT OG ÆVISKEIÐ BOB DYLAN Tónlistin úr myndinni fáanleg í næstu plötubúð ÉG ER EKKI ÞAR FRUMSÝND 4. JANÚAR Í REGNBOGANUM „Kvikmynd ársins!“ - J. Hoberman, Village Voice Bítillinn Paul McCartney gekkst undir leynilega hjarta- aðgerð fyrir nokkrum dögum. Aðgerðin var gerð til að víkka æðar hans og auka blóðflæði. „Paul hafði kvartað yfir því að honum liði ekki nógu vel og leitaði ráða sérfræð- ings. Hann fór í rannsókn og ákveðið var að skera hann upp. Þetta var fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerð,“ sagði heimildar- maður The Sun. McCartney var fljótur að jafna sig eftir hjarta- aðgerðina og kom meðal annars fram í áramóta- þætti Jools Holland á BBC2. „Sem betur fer er Paul vel á sig kominn. Hann stund- ar æfingar og er hress. Þá borðar hann hollan og góðan mat og er ekki með aukakíló utan á sér. Paul hefur alltaf verið svona og það er stór- merkilegt miðað við þann lífs- stíl sem fylgir starfi hans,“ sagði vinur Bítilsins. „Þetta var ósköp hefðbundin aðgerð hjá lækni,“ sagði talsmaður McCartneys. Skilnaðarmál Pauls og Heather Mills er enn óút- kljáð. Í næsta mánuði verður ákveðið fyrir dómi hversu mikið hann þarf að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni. Paul McCartney í hjartaaðgerð HRESS EFTIR HJARTAAÐGERÐ Sir Paul McCartney gekkst undir hjartaað- gerð fyrir skemmstu. Hann var fljótur að jafna sig. NORDICPHOTOS/GETTY > TÍSKUDÓMARI Victoria Beckham verður gesta- dómari í lokaþætti Project Run- way. Þáttastýran Heidi Klum vildi ólm fá kryddpíuna til liðs við sig og hefur gengið á eftir henni frá því að þær hittust á tískusýningu Victor- ia‘s Secret í haust. Nú er komið í ljós að frú Beckham verður viðstödd þegar Heidi segir „auf wied- ersehen“ í síðasta skiptið í þessari seríu. Á næstunni koma loks út á bók frægar og merkar ljósmyndir sem þeir Einar Snorri og Eiður Snorri tóku árið 1993. Það er forlagið powerHouse books sem gefur út. „Starfsbræður mínir í Snorri Bros þeir Eiður Snorri og Snorri kynnt- ust þessu eðalfólki sem sér um útgáfuna powerHouse niðri í Dumbo í Brooklyn, einmitt þar sem höfuðstöðvarnar okkar eru,“ segir Einar Snorri er hann var spurður um hvernig þetta samstarf hafi komið til. Og heldur áfram: „Þeir gerðu nýlega fyrir þau flotta prómókvikmynd til að auglýsa að powerHouse stendur fyrir miklu ljósmynda-festivali í New York næsta vor. Svo sáu þau Barflugu- myndirnar okkar og flippuðu svona skemmtilega yfir þeim og óskuðu þess að fá að gefa seríuna út í bók og það strax. Við tókum því auðvit- að mjög vel enda sérstaklega gaman að fá svona óvænt tækifæri til að halda partí.“ Í Kaffibarsmyndröðinni eru hátt í 80 portrett og eru fyrirsæturnar úr fastakúnnahópi Kaffibarsins sem þá þegar var að hasla sér völl sem einn af helstu burðarstólpum íslensks skemmtanalífs. Teknar á fáum dögum, en Snorrarnir stilltu gamalli Hasselblad-vélinni upp og allir voru myndaðir við sama bakgrunn og með sömu einföldu lýsingu. Linsan nálgaðist myndefn- in örlítið að ofan, lýsingin og sjón- arhornið voru ekki hugsuð til að fegra fólkið, enda er enginn sér- staklega sætur eða fallegur á þess- um myndum. Reyndar voru þessar myndir kallaðar heróínmyndir en hafa elst ótrúlega vel og ná að grípa tíðarandann án þess að það komi heróíni hið minnsta við. „Ég man ekki nógu vel hvernig þetta verkefni var til komið, kannski man Eiður þetta betur, efa það samt en get hvort sem er ekki náð í hann þar sem hann er staddur inni í frumskógi í Costa Rica. Mig minnir þó að Frikki Weiss hafi ýtt okkur út í þetta með það fyrir augum að auglýsa nýja barinn þeirra Kaffibarinn,“ segir Einar Snorri. Snorrarnir hafa náð að hasla sér og fyrirtæki sínu völl í heimsborg- inni og eru aðallega með sjónvarps- auglýsingar á verkefnalistanum. „Já, við erum í þeim gírnum, hér í Evrópu og US, höldum í þá hefðina að gefa ekkert uppi um næstu verk fyrr en búið er að „confirm-a“ dæmið. En svo erum við líka að þróa handrit fyrir bíómyndir og nokkrar stuttmyndir. Það er stefn- an að fara í þá áttina með tíð og tíma, en auglýsingarnar eru okkar þjálfun. Við gerð þeirra getum við nefnilega sukkað svo skemmtilega í tækjavali og tilraunamennsku.“ Síðustu verkefni voru auglýsing- ar fyrir Cadillac, Hummer, Mer- cedes, Dell, Landsbankann og rúss- neska símafyrirtækið Beeline. „Í vor gerðum við S.O.S. stuttmynd- ina „Consumption“ fyrir Life Earth- tónleikahátíðina 07.07.07. Hægt er að sjá helstu verk okkar á síðunni Snorribros.com. En við erum sem sagt aðallega að starfa fyrir erlenda aðila en gerðum samt auglýsingu fyrir Landsbankann um daginn og var það meiriháttar gaman. Vonast ég mjög til að fá að gera meira af því því hér eru svo ótrúlega geggjuð „location“.“ jakob@frettabladid.is Kaffibarflugumyndir Snorranna á bók Áramótaheiti söngkonunnar Ferg- ie er ekki til þess fallið að gleðja marga aðdáendur hennar. Hún hefur heitið því að taka sér frí frá tónleikahaldi og ferðalögum til að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Á árinu 2008 vil ég bara komast í jafnvægi. Ég hef verið á tónleikaferðalögum síðustu fjögur og hálft ár,“ segir Fergie. „Það er mér mikilvægt að umgangast fjöl- skylduna mína meira, hitta systur mína, mömmu og pabba,“ segir Fergie. Hún vill einnig eyða tíma með kærasta sínum, leikaranum Josh Duhamel, en parið trúlofaði sig nú um jólin. Á nýafstöðnum tónleikum söngkonunnar í Atlantic City sagðist hún vera yfir sig ánægð. „Mér finnst ég vera heppnasta stelpa í heiminum,“ sagði söngkonan, sem tileink- aði heitmanni sínum svo lagið All That I Got. „Þetta lag fjall- ar um að elska einhvern vegna innri fegurðar mann- eskjunnar. Ég vona að það sé einhver þannig í lífi ykkar allra,“ sagði hún. Fergie hyggst þó ekki láta neitt uppi um væntanlegt brúðkaup. „Ég ljóstra engu upp um það. Mér finnst smáatriðin vera heilög. Það er okkur mjög mikilvægt,“ hefur söngkonan sagt við blaðamenn. Fergie tekur sér frí Michelle Pfeiffer vill óð og uppvæg leika í endurgerð af söngvamyndinni vinsælu Grease. „Það er frábær hugmynd, og ég hef heyrt að þeir vilji fá Jessicu Simpson í hlutverk Sandy. Hún væri góð,“ segir Pfeiffer, sem hefur augastað á hlutverki skólastýrunnar McGee. Upphaflega myndin skartaði John Travolta og Oliviu Newton- John í aðalhlutverkum, en Pfeiffer lék hins vegar í Grease 2 árið 1982 á móti Maxwell Caulfield. Leikkonan skammast sín í dag ógurlega fyrir þá frammistöðu sína, en myndin féll ekki sérlega vel í kramið hjá áhorfendum, og hvað þá gagnrýn- endum. „Ég hataði þá mynd af lífs- og sálarkröftum og trúði því hreinlega ekki hversu slæm hún var. Ég var ung og vissi ekki betur á þeim tíma,“ segir leikkonan. Vill leika í Grease VILL JESSICU SEM SANDY Michelle Pfeif- fer vill sjá Jessicu Simpson í hlutverki Sandy, ef kvikmyndin Grease verður endurgerð. NORDICPHOTOS/GETTY HELDUR KYRRU FYRIR Söngkonan Fergie hefur strengt þess heit að umgangast fjölskyldu sína meira og slaka á í tónleika- ferðalögum á nýju ári. Faðir ungstirnisins Lindsay Lohan, Michael Lohan, hefur komið til varnar Spears-fjölskyldunni og segir fólk ekki gera sér grein fyrir því álagi sem fylgir allri þessari frægð þeirra Britney Spears og hinnar 16 ára Jamie Lynn Spears sem nýverið greindi frá því að hún ætti von á barni. „Fólk áttar sig ekki á því hvernig það er að lifa lífi sínu í þessum hvirfilbyl líkt og mín eigin fjölskylda, Spears-fjölskyldan og fleiri hafa þurft að gera. Það þarf mikið til þess að halda sönsum,“ segir hinn 47 ára gamli Michael en þess má geta að þau feðginin náðu nýverið sáttum eftir að hafa ekki talast við í langan tíma. Michael þóttist þó geta gefið Britney, Jamie Lynn og móður þeirra Lynne nokkur góð ráð. „Standið saman. Standið við hlið hverrar annarrar og látið engan koma upp á milli ykkar.“ Pabbi Lindsay ver Spears-systur STANDIÐ SAMAN! Faðir Lindsay Lohan segir Spears-fjölskyld- unni að standa þétt saman á þessum erfiðu tímum. INGVAR E. SIGURÐSSON DÝRLEIF ÖRLYGSDÓTTIR ÓTTARR PROPPÉ HELGI BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.