Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Nýtt ár og nýtt líf? Nei, ætli það. Bara sama gamla og góða, enda þarf maður ekkert að ,,taka sig í gegn“ – þannig. Engin óraunhæf nýársheiti en ein áminn- ing: Ekki hanga svona mikið í tölv- unni og alls ekki hanga svona mikið yfir bloggi einhvers fólks úti í bæ. Það er ekkert á því að græða, þú veist það. ÞEGAR að því óumflýjanlega kemur og sýning heimildarmynd- arinnar ,,Þetta var líf þitt“ hefst í deyjandi heilanum, vill maður helst ekki sjá eintómar svipmynd- ir af sjálfum sér glápandi á skjá, hvorki tölvu- né sjónvarpsskjá – sama hversu dagskráin er skemmtileg. Í lífinu vill maður vera þátttakandi, ekki bara áhorf- andi. Maður vill svo sem ekki heldur að heimildarmyndin sé ein- tómt maður sjálfur upp í rúmi með bók í andlitinu, ekki hrjótandi í bælinu, ekki bölvandi í umferðar- þvögu, svo kannski ætti maður að byrja að einbeita sér að hlutum sem maður vill láta rifja upp fyrir sér í andarslitrunum. Þú veist: maður sjálfur í sigurvímu hróp- andi af fjallstindi, maður sjálfur komandi í mark í maraþonhlaupi, maður sjálfur siglandi á skútu inn í hitabeltissólarlag – þannig stöff. ÞAÐ eru helst síma- og jeppa- fyrirtæki sem sjá sér hag í að aug- lýsa þann augljósa sannleika að maður eigi að lifa lífinu lifandi. Enn ein uppbyggileg auglýsing frá slíku fyrirtæki gæti því verið: Einbeittu þér að því sem þú vilt láta rifja upp fyrir þér í síðustu sýningunni. EN það er ekki nóg að fróa sjálf- um sér með hetju-upplifunum í sló-mó. Maður verður vitanlega að gera eitthvað fyrir náungann, láta gott af sér leiða. Aðeins þannig helst jafnvægið. Ég er of mikil gunga til að ganga til liðs við björgunarsveit og ég hef heldur ekki það heiðríka hjartalag að finnast það í lagi að ég sé truflað- ur í miðri máltíð til að þvælast upp á fjöll að leita að einhverjum bján- um sem geta ekki hlustað á veður- fréttirnar. Ein auðveldasta aðferð í heimi til að láta gott að sér leiða er að gefa blóð. Það er svo auðvelt að hver hugsandi þegn með vott af siðferðiskennd ætti að gera það. Og svo færðu meira að segja bakk- elsi í kaupbæti og jólakort. MAÐUR sjálfur liggjandi á bekk með blóðlegg úr arminum er meira en viðunandi myndskeið. Áramótaheitin F í t o n / S Í A Evrópa fellur! Vodafone stórlækkar verðið í Evrópu Vodafone styrkir sig enn í sessi sem besti ferðafélaginn því um áramótin stórlækkaði verð á símtölum hjá okkur innan Evrópu, eða um og yfir 50%. Með breytingunni eru öll lönd innan Evrópusambandsins og EES, auk Færeyja og Sviss, orðin eitt gjaldsvæði. Ef þú skráir þig í Vodafone Passport getur þú lækkað símkostnaðinn erlendis enn frekar. Frelsisviðskiptavinir njóta þess einnig að Vodafone er eina símafyrirtækið á Íslandi sem býður alvöru Frelsi í útlöndum – engir bakreikningar þegar heim er komið. Af íslensku símafyrirtækjunum býður Vodafone ferðalöngum í Evrópu besta verðið og reikisamninga við flest lönd. Allar nánari upplýsingar á www. vodafone.is Svona segjum við gleðilegt ár hjá Vodafone. Gríptu augnablikið og lifðu núna Í dag er fimmtudagurinn 3. janúar, 3. dagur ársins. 11:18 13:32 15:47 11:31 13:16 15:03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.