Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 2
2 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Valur, hefur þú ekki hundsvit á list? „Jú, ég væri sjálfur alveg til í að skreyta húsið hjá Sham1 með fallegri list en honum tekst að skapa. Ef hann vantar aðstoð við að skreyta heimili sitt getur hann því hóað í mig, hann ætti jú að vita hvar ég á heima.“ Valur Grettisson, íbúi á Þórsgötu í Reykja- vík, er einn af þeim fjölmörgu sem hafa orðið fyrir barðinu á veggjakroti. Grunaðir um hryðjuverk Dómstóll í Amsterdam úrskurðaði í gær þrjá menn í gæsluvarðhald í þrjár vikur vegna gruns um að þeir hafi verið að undirbúa sprengjutil- ræði. Mennirnir voru handteknir af hryðjuverkavarna-sérsveit lögreglu í Rotterdam á gamlárskvöld, eftir upplýsingar frá hollensku leyni- þjónustunni. HOLLAND HEILBRIGÐISMÁL Reykherbergjum á öldrunarsviði á Landakoti og á endurhæfingarsviði á Grensási hefur verið lokað og í desember var reykherbergi á sjúkrahótelinu lokað. „Þetta er liður í því að Landspítali sé reyklaust sjúkrahús,“ segir á heimasíðu Landspítalans, sem kveðst hjálpa fólki til reykleysis á meðan það dvelur þar. Einnig segir að reykherbergjum sjúklinga á spítalanum í Fossvogi og á bráðadeildum við Hring- braut hafi verið lokað í ágúst. Þá er sagt að á geðsviði sé sjúkling- um hjálpað til reykleysis. - gar Enn þrengt að reykingafólki: Reykherbergi aldraðra lokað MAGNÚS PÉTURSSON Forstjóri Land- spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Pilturinn sem fannst látinn við smábátahöfn Snarfara í Elliðavogi á miðvikudagskvöld hét Jakob Hrafn Höskuldsson. Hann var nítján ára gamall og var til heimilis að Bröndukvísl 14 í Reykja- vík. Hátt í þrjú hundruð björgunar- sveitarmenn tóku þátt í umfangsmik- illi leit að piltinum, en tilkynnt var um hvarf hans síðdegis á þriðjudag. Þá hafði hann ekki sést síðan snemma að morgni nýársdags, skammt frá skemmtistaðnum Broadway í Ármúla. Talið er að hann hafi ætlað að ganga til síns heima í Ártúnsholti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er rannsókn málsins lokið. Fannst látinn í Elliðavogi JAKOB HRAFN HÖSKULDSSON STJÓRNSÝSLA Sameinað ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar fékk nýja kennitölu í gær, þremur dögum eftir að það tók formlega til starfa. „Ég held að það hafi ekkert gleymst, en það var kannski hugað að þessu aðeins of seint til að þetta væri tilbúið fyrir áramótin,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytis- stjóri sameinaðs ráðuneytis. Sigurgeir segir þetta síður en svo hafa komið að sök, og engin áhrif hafa haft á starfsemina. Bæði ráðuneytin hafi haft kennitölur og raunar hafi önnur þeirra haldið sér fyrir sameinað ráðuneyti. - bj Sameinað ráðuneyti seint til: Misfórst að fá nýja kennitölu NEYTENDUR Bensínverð náði í gær sögulegu hámarki á Íslandi með því að N1 hækkaði verðið á 95 oktana bensíni í sjálfsaf- greiðslu upp í 134,40 krónur. Verðið var áður 133,90. N1 hækkaði einnig verðið á dísilolíu um fimmtíu aura og er það nú á 136,40 krónur. Að sögn Ríkissjón- varpsins boðar Skeljungur jafnvel enn meiri hækkun en þetta í dag og hin félögin íhuga stöðuna. Í gær var sjálfsafgreiðsluverð hjá bæði Olís og Skeljungi á 95 oktana bensíni 132,90 krónur. Verð á dísilolíu var 136,40 krónur. Hjá Atlantsolíu var sambærilegt verð fyrir bensín 131,30 krónur og 134,80 krónur fyrir dísil. - gar Hækkandi olíuverð: Verð á bensíni aldrei hærra N1 Metverð á bensíni kynnt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Stefán Einar Matthíasson æðaskurð- læknir fer fram á 150 milljónir króna í skaðabæt- ur vegna ólöglegrar áminningar sem stjórn Landspítalans veitti honum 31. október 2005. Í kjölfar áminningarinnar var Stefáni sagt upp störfum sem yfirlæknir á æðaskurðdeild. Einkamál Stefáns Einars gegn íslenska ríkinu er tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur Landspítalans höfðu deilt við Stefán í meira en tvö ár um hvort það væri heppilegt að hann ræki og starfaði á einkarekinni læknastofu, Lækningu, meðfram störfum sínum sem yfirlæknir á æðaskurðdeildinni. Stefán taldi áminninguna hafa verið ólöglega og fór með málið fyrir dómstóla. Héraðsdómur komst að því að áminningin hefði verið ólögleg þar sem ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði sem nauðsynlega þurfi að vera fyrir hendi áður en starfsmenn eru áminntir. Í því samhengi var vitnað til minnisblaðs frá því í júlí 2002, þar sem fram kom að Stefán skyldi hætta rekstri læknastofu sinnar að því tilskildu að aðstæður til að sinna sambærilegum störfum yrðu fyrir hendi. Landspítalinn áfrýjaði ekki niðurstöðu héraðs- dóms til Hæstaréttar. - mh Einkamál fyrrverandi yfirlæknis Landspítalans gegn íslenska ríkinu tekið fyrir: Krefst 150 milljóna frá ríkinu LANDSPÍTALINN Áminning stjórnenda Landspítalans var dæmd ólögleg 29. júní í fyrra. Stefán Einar ákvað þá að höfða einkamál á hendur íslenska ríkinu í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Ökumaður á þrítugsaldri ók bíl sínum fram af flugbrautinni í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags. Hann slasaðist ekki en bíllinn skemmd- ist mikið. Að sögn lögreglu stalst maðurinn inn á flugbrautina til að prófa hraðakstur á bílnum sínum. Ökuferðin fór ekki betur en svo að hann náði ekki að stöðva bílinn við enda brautarinnar, stakkst fram af henni og valt niður brekku. Flugbrautin er lokuð fyrir alla almenna bílaumferð, en hliðið inn á brautina var opið. Ekki er ljóst hver eftirköst málsins verða fyrir ökumanninn. - sþs Ætlaði að prófa bílinn sinn: Á fljúgandi ferð út af flugbraut VERSLUN „Það er búið að vera alveg sérlega mikið að gera í okkar versl- unum í dag, sérstaklega í Kringlunni,“ sagði Gunnar Ingi Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, þegar hann var spurður um aðsóknina á fyrsta degi vetrarút- sölunnar. Svar hans kemur heim og saman við þær upplýsingar sem bárust frá skrifstofu Kringlunnar en samkvæmt þeim höfðu um 25 þúsund manns komið í Kringluna klukkan sjö í gærkvöldi. „Við finnum ekkert fyrir neinum bölmóð né niðursveiflu þó að nú sé mikið talað um hana,“ segir Gunnar Ingi. „Það er bara neysla í gangi, mjög góður desember að baki og fólk virðist eiga nóg eftir,“ bætir hann við. Í verslun Herragarðs í Smára- lind var mikið að gera hjá Degi Ingvasyni þegar blaðamaður leit- aði til hans enda full búð. Stefán Þorsteinsson, starfs maður í Dressmann í Kringlunni, hafði ekki í jafn mörgu að snúast þó að dagurinn hefði verið annasamur. „Það er svo sem búið að vera sæmi- lega mikið að gera í dag en ekki jafn mikið og þegar við hófum útsöluna okkar 27. desember,“ sagði hann. „Hillurnar eru eigin- lega að verða tómar hjá okkur. Við bíðum bara í ofvæni eftir sendingu sem á að koma í næstu viku.“ - jse Mikið var að gera hjá kaupmönnum á fyrsta degi vetrarútsölunnar: Kaupgleði og enginn bölmóður VETRARÚTSALAN HAFIN Fólk heldur ekki að sér höndum nú þegar vetrarútsal- an er hafin jafnvel þó að landinn hafi verslað vel í desember og tal viðskipta- og stjórnmálamanna um niðursveiflu sé hávært í fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ók bíl inn um glugga Stúlka ók bíl inn um glugga verslunar- innar Bót.is á Eyrarvegi á Selfossi um klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn lög- reglu varð slysið vegna óöryggis öku- mannsins, sem var nýkominn með bílpróf. Skemmdir urðu á bílnum og í versluninni, en enginn slasaðist. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Hannes Þ. Sigurðs- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, var laminn ítrekað í andlitið og skrokkinn á efri hæð Hverfisbars- ins aðfaranótt 22. desember með þeim afleiðingum að hann kjálka- brotnaði og hlaut aðra minni áverka í andliti. Samkvæmt vitn- um sem Fréttablaðið náði tali af í gær var árásin tilefnislaus og hrottaleg. Skömmu áður en til átaka kom hafði annar tveggja manna, sem samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins hafa verið kenndir við félagsskapinn Fazmo, gengið hraustlega utan í Hannes. Til stuttra orðaskipta kom milli Hannesar og mannanna áður en ráðist var á hann og lömdu menn- irnir hann margsinnis í andlitið. Félagar mannanna tveggja stóðu hjá eins og verðir, að sögn vitna, þegar Hannes var laminn og síðan forðuðu þeir sér út. Davíð Þór Viðarsson, knatt- spyrnumaður og félagi Hannesar, var með honum á staðnum mest- allt kvöldið en hafði brugðið sér stuttlega frá þegar ráðist var á Hannes. Davíð Þór staðfesti að Hannes hefði orðið fyrir líkamsár- ás milli klukkan tvö og þrjú aðfara- nótt laugardagsins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ófeigur Friðriksson, eigandi Hverfisbarsins, hafði ekki upplýs- ingar um að árásin hefði átt sér stað innan veggja staðarins þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „En ef það kemur í ljós, að þetta hafi gerst og það hafi verið þekktir ofbeldismenn sem hafi verið að verki, þá mun ég beita mér fyrir því að lögreglan vinni betur með okkur að þessum málum. Ég hef þá skoðun að það sé hægt að bæta samstarfið til þess að tryggja öryggi gesta, en til þess þarf ein- faldlega að útiloka ofbeldis mennina frá skemmtistöðum borgar innar. Og lögreglan verður að koma að því með okkur.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Hannes í gær. Að sögn Ingimars Haraldssonar, fóstur föður Hannesar, ber hann sig ágætlega þrátt fyrir árásina. Samkvæmt frétt norska ríkis- útvarpsins ætla hvorki Hannes né lögmaður hans að tjá sig um málið við fjölmiðla. Lögreglan hefur málið til rann- sóknar. magnush@frettabladid.is Barinn margsinnis í andlit og er brotinn Ráðist var á Hannes Þ. Sigurðsson knattspyrnumann með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði og hlaut aðra minni áverka. Samkvæmt upplýsingum frá knattspyrnufélagi hans, Viking Stavanger, verður Hannes frá keppni í mánuð. HVERFISBARINN Hannes var að skemmta sér á Hverfisbarnum með félögum sínum þegar hann var laminn illa. FRÉTTBLAÐIÐ/GVA HANNES Þ. SIGURÐSSON Var laminn illa og verður frá æfingum og keppni með liði sínu Viking Stavanger í mánuð. STJÓRNSÝSLA Árni Mathiesen, sem réði Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara, mun rökstyðja ráðninguna skriflega um miðja næstu viku og í síðasta lagi fyrir vikulokin, að sögn aðstoðar- manns hans, Böðvars Jónsson- ar. Tveir umsækjendur hafa farið fram á þetta, en þeir voru meðal þriggja hæfari umsækjenda, að mati faglegrar nefndar. Talsmaður Samfylkingarinnar hefur einnig farið fram á rökstuðning. Ráðningin hefur komist í hámæli, enda er Þorsteinn sonur Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Árna úr Sjálfstæðis- flokknum. - kóþ Ráðning héraðsdómara: Rökstuðningur í næstu viku ÁRNI MATHIESEN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.