Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 4
4 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Í Fréttablaðinu í gær var sagt að Hafnarfjarðarbær ætti 100 ára afmæli á næsta ári. Það er rangt. Hafnar- fjarðarbær á 100 ára afmæli á þessu ári og mun halda upp á það með framkvæmdum og hátíðarhöldum á árinu. Á forsíðu blaðsins í gær var farið rangt með föðurnafn piltsins sem fannst látinn í Elliðaám í fyrrakvöld. Pilturinn hét Jakob Hrafn Höskuldsson. Blaðið biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTTINGAR Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan féll um 2,75 prósent á fyrsta viðskipta- degi ársins í Kauphöll Íslands í gær. Vísitalan stendur í 6.144 stig- um og hefur hún ekki verið lægri við enda dags síðan seint í nóvember í hittifyrra. Færeyingar voru á báðum pólum vísitölunnar en gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest, um 3,35 prósent, á meðan Færeyjabanki féll um 6,56 prósent og fór í 171 danska krónu á hlut. Þetta er lægsta lokagengi bankans frá skráningu síðasta sumar og 18 krónum undir útboðsgengi. - jab Slæm byrjun á árinu: Viðskiptaárið hefst með falli KAUPHÖLLIN Fyrsti viðskiptadagur ársins hófst með falli hlutabréfa í Kauphöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEEFÁN ALMANNATRYGGINGAR Kona sem missti annan handlegginn við öxl fær ekki bætur frá Trygginga- stofnun til að greiða fyrir hand- snyrtingu á hinni hendinni. Konan var að þrífa eldhúsbekk í mars 2005 þegar hún rak sig í og fékk opið sár á handarbak vinstri handar. „Í kjölfarið fékk hún alvarlega sýkingu sem leiddi til þess að hún missti vinstri hand- legg við öxl,“ segir úrskurðar- nefnd almannatrygginga sem tók fyrir kæru konunnar á hendur Tryggingastofnun. „Af þessum sökum er henni að sjálfsögðu gjörsamlega ómögu- legt að snyrta/viðhalda fingur- nöglum hægri handar og þarf því nauðsynlega að fá þessa hjálp hjá handsnyrti á um það bil þriggja vikna fresti,“ sagði í læknisvott- orði sem sent var Tryggingastofn- un í maí 2005. Tryggingastofnun synjaði ósk konunar. Með kæru konunnar til úrskurðarnefndarinnar fylgdi bréf frá snyrtifræðingi sem sagði hana nauðsynlega þurfa hand- snyrtingu. „Neglurnar á henni eru mjög þunnar og veikar eftir lyfjagjafir sem hún undirgekkst eftir að hún missti handlegg. Eftir að ég pruf- aði að setja á hana gel-neglur hefur hún getað hjálpað sér sjálf með margt sem áður var ógerlegt fyrir hana eins og að að skipta um batterí í heyrnartækjunum, læsa húsinu og annað sem okkur sem höfum tvær hendur þykja sjálf- sagðir hlutir,“ sagði snyrtifræð- ingurinn. Tryggingastofnun sagðist ekki vera með samning við handsnyrta og væri því ekki heimilt að endur- greiða kostnað. „Í reglugerðinni er ekki minnst á að þess háttar þjónustu sé heimilt að greiða úr slysatryggingum,“ sagði stofnun- in. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar segir að ekki sé heimilt eða skylt að greiða allan kostnað sem til falli vegna slysa heldur einung- is kostnað sem sérstaklega sé til- greindur í lögunum. „Ekki er dregið í efa það gagn sem kærandi hefur af því að fara í handsnyrtingu reglulega, hins vegar er ekki heimild í almanna- tryggingalögum til að taka þátt í slíkum kostnaði þar sem ekki er um að ræða lækningu og sjúkra- hjálp,“ segir í úrskurðarnefnd um almannatryggingar. Félag íslenskra snyrtifræðinga tilheyrir Samtökum iðnaðarins. Hildur Ingadóttir, formaður félagsins, segir umræðu hafa verið meðal snyrtifræðinga um að þeir ættu frekar að tilheyra heil- brigðisgeiranum, sérstaklega eftir því sem tækninni fleygði fram og búnaður þeirra væri þró- aðri. „Við eigum ef til vill meiri samsvörun við lækna og hjúkrunar- fræðinga heldur en iðngreinar,“ segir Hildur Ingadóttir. gar@frettabladid.is Einhent kona borgi handsnyrtingu sjálf Kona sem fékk sár á handarbak í eldhúsinu og missti í kjölfarið handlegginn við öxl fær ekki greiðslur frá Tryggingastofnun til að láta snyrta höndina sem eftir er. Ekki er minnst á þess háttar þjónustu í reglugerðinni segir stofnunin. HANDSNYRTING Læknir segir einhenta konu nauðsynlega þurfa aðstoð við hand- snyrtingu en Tryggingastofnun segir enga heimild til að greiða þann kostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR JÖKULL MENNING Guðjón Petersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hefur látið taka Jón Viðar Jónsson, leikhús- gagnrýnanda DV, af gestalista á frumsýningar leikhússins. Jón Viðar hefur vakið athygli fyrir óvægna gagnrýni á sýningar Borgar- leikhúss síðustu vikur og meðal annars talað um að sem betur fer sé leikstjóraferli Guðjóns brátt lokið. Undir hans stjórn hafi listin verið að deyja og Borgarleikhúsið að breytast í grafhýsi. DV mun áfram gagnrýna Borgarleikhúsið, en missir við þetta ákveðið forskot sem fylgir heimsókn á frumsýningu. - kóþ Leikhússtjóri Borgarleikhúss: Gagnrýnandi tekinn af lista JÓN VIÐAR JÓNSSON SAMGÖNGUR Lokið hefur verið við bráðabirgðaviðgerð á flutninga- skipinu Axel, sem strandaði við Hornafjarðarós í nóvember síðastliðnum. Skipið var á leið til Póllands með fisk þegar það strandaði. Flutningaskipinu var siglt til Fáskrúðsfjarðar eftir strandið, en var í framhaldingu siglt til Akureyrar í bráðabirgðaviðgerð. Skipinu hefur nú verið komið á flot og hefur það legið við Tangabryggju á Akureyri undanfarna daga. Ráðgert er að skipið fari nú til fullnaðarviðgerðar í Kleipeda í Litháen. - þeb Flutningaskipið Axel: Bráðabirgðavið- gerðum lokið VINNUMARKAÐUR Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, hefur verið ráðinn verkefnastjóri Evrópumála á stefnumótunar- og samskiptasviði Samtaka atvinnu- lífsins, SA, og hefur þegar tekið til starfa. Um nýtt starf er að ræða, segir á vef SA, og mun Róbert Trausti verja um helmingi starfstímans í Brussel. Verkefni Róberts Trausta snúa að því að fylgja eftir hagsmuna- málum atvinnulífsins í tengslum við breytingar á Evrópulöggjöfinni og vera íslenskum fyrirtækjum innan handar í Brussel, viðhalda tengslaneti innan stjórnkerfisins hér á landi ásamt því að vera tengiliður íslensks atvinnulífs við stjórnvöld í Brussel. - ghs Samtök atvinnulífsins: Róbert Trausti sinnir Brussel GENGIÐ 03.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,3622 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 62,49 62,79 123,38 123,98 92,13 92,65 12,359 12,431 11,594 11,662 9,783 9,841 0,5752 0,5786 98,96 99,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SKIPULAGSMÁL „Þetta var gert nákvæmlega á sama hátt hér við Njálsgötu fyrir ári og margir íbúar sáu ekki skipulagstillöguna í því pappírsflóði sem valt inn um dyrn- ar hjá þeim,“ segir Hörður Torfa- son, íbúi við Njálsgötu, um auglýsta deiliskipulagsbreytingu Baldurs- götureits. Mikil ólga hefur verið meðal íbúa í Þingholtunum vegna auglýstrar breytingar og funduðu þeir um málið í gærkvöldi. „Ég mótmælti þessum starfsaðferðum bréflega. Að senda svona tilkynningar á þess- um háannatíma, þegar slíkt vill týn- ast í póstinum og margir eru erlend- is,“ segir Hörður. „Þetta eru athugasemdir sem við fáum alltaf annað slagið,“ segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar. Skipulags- og byggingalög, sett af Alþingi, segja til um hvernig málum skuli háttað. Helga segir lögin gera ráð fyrir sex vikna athugasemdafresti. „Það verður að duga fólki, hvort sem um er að ræða sumar, páska eða jól.“ Þá segir Helga allt sem gert er umfram lögin ákveðið af borginni, þar með talið allar bréfasendingar. „Ef breytingin telst óveruleg fer fram svokölluð grenndarkynning. Hún fer þannig fram að skipulags- yfirvöld meta hverjir eiga hags- muna að gæta á hverjum stað, senda bréf og vekja athygli á breyt- ingunni.“ Segir Helga verklag alltaf vera í þróun. „Baldursgötureiturinn hefur farið í forkynningu og hagsmuna- aðilakynningu áður en hann er settur í auglýsingu.“ - ovd Mat skipulagsyfirvalda hvort breytingar teljast verulegar eða óverulegar: Óánægja með kynningarmál HÖRÐUR TORFA- SON Telur starfs- aðferðir skipulags- og byggingasviðs ekki eiga að líðast. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.