Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 18
18 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is Bloggsíða hefur verið opnuð á léninu torrent.is, þar sem áður mátti finna skráaskiptasíðuna vinsælu. Nýi vefurinn ber titilinn „Istorrent bloggið“, og var settur upp „til að veita almenningi tækifæri til þess að fá fréttir beint í æð frá Istorrent á meðan lögbann yfir starfrækslu vefsins stendur yfir“. Í einu færslunni sem finna má á bloggsíðunni segir meðal annars að ekki sé verið að óhlýðnast lögbanninu, sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði setti á vefinn að beiðni Smáís, enda sé notendum ekki gert kleift að deila skrám sín á milli. Segjast ekki óhlýðnast: Lögbannsblogg á vef Istorrent Vefurinn: All Music Guide Fróðleiksbrunnur um tónlist af öllu tagi. Upplýsingar um ótal hljómsveitir, lög, plötur, tónlistarstefnur og ýmislegt fleira. www.allmusic.com TÆKNIHEIMURINN Fjarskiptafyrirtæki á Ís- landi auglýsa ótakmarkað erlent niðurhal en í smáa letrinu má finna ýmislegt. Talsmenn fyrirtækjanna segja afar fáa einstaklinga fara yfir leyfileg mörk og takmarkanir séu gerðar til að vernda almenna notend- ur. „Við drögum úr hraða til að þetta hafi ekki truflandi áhrif á þjónustu annarra,“ segir Linda B. Waage, upplýsingafulltrúi Símans, um tak- markanir Símans á erlendu niður- hali, en bæði Síminn og Vodafone gera einhverja fyrirvara við ótak- markað erlent niðurhal. „Það er um takmarkaða auðlind að ræða þannig að það geta ekki allir verið að hlaða niður enda- laust,“ segir Hrannar Pétursson, forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone. Hann tekur undir með Lindu um ástæður takmarkanna og segir þetta gert vegna þess að örfá- ir aðilar skapi mikið álag á kerfið og það trufli þjónustu við aðra. „Þetta eru kannski fimmtán manns hjá okkur,“ segir Hrannar. Linda staðfestir að þeirra viðmið séu 20 gígabæti. „Þetta eru bara örfáir einstaklingar sem fá slíka hægingu á niðurhalinu og það er í takt við okkar skilmála.“ Í 14. grein skilmála internetþjónustu Símans segir að Síminn áskilji sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, sé hann uppvís að síendurteknu og óhóflegu erlendu niðurhali sem hafi áhrif á tenging- ar annarra viðskiptavina. Hrannar segir ótakmarkað niður- hal byggja á sanngjarnri notenda- þjónustu. „Í skilmálum okkar er miðað við 80 gígabæti á mánuði sem hámarksnotkun. Ef menn fara út fyrir þau mörk sendum við þeim bréf og óskum eftir að þeir haldi sig innan þeirra marka sem skil- greind eru í skilmálunum.“ Hrannar segir þau hjá Vodafone ekki hægja á tengingum en ef menn fari sér ekki hægar í niðurhalinu eftir fyrsta bréfið sendi fyrirtækið ítrekunarbréf. „Ef það gerist í þriðja skipti á sex mánaða tímabili að menn fara yfir 80 gígabæti þá sendum við þeim þriðja bréfið og riftum samningnum.“ Takmörkun niðurhals fyrirtækj- anna á bara við erlent niðurhal en á ekki við um niðurhal innanlands. „Við hvetjum fólk til að kynna sér skilmálana en það er svakalega sjaldgæft að venjuleg manneskja lendi í þessu,“ segir Linda. olav@frettabladid.is Niðurhalið alls ekki ótakmarkað NIÐURHAL Þrátt fyrir að fjarskiptafyrirtæki auglýsi ótakmarkað niðurhal eru takmarkanir á því. Notendur geta lent í að lokað sé á tengingar þeirra ef niðurhal þeirra þóknast ekki fyrirtækjunum. „Þessa dagana erum við aðallega að vinna í að gera flugleitarvélina okkar betri fyrir almenn- ing og vinna að ýmsum sérverkefnum fyrir flug félög,“ segir Frosti Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Dohop. Fyrirtækið rekur leitarvél á vefnum dohop.com sem finnur upplýsingar um flug áætlanir og verð fjölmargra flugfélaga. Notandinn slær einfaldlega inn brottfarar- og áfangastað auk dagsetningar, og vélin leitar að ódýrasta farinu. „Þau eru 660 flugfélögin sem við leitum hjá í dag, sem eru nánast öll flugfélög á netinu,“ segir Frosti. „Leitin sjálf er mjög vandasöm, enda eru um þrjátíu milljón brottfarir í leitarvélinni hjá okkur á hverjum tíma. Það var flókið verkefni að finna réttar lausnir á stuttum tíma en okkur hefur tekist að finna hraðvirka lausn á þessu.“ Frosti segir Íslendinga duglega að nota leitarvélina, en töluverður hluti umferðarinnar komi samt frá útlöndum. „Það er erfitt og dýrt að breiða út orðróminn um Dohop erlendis, en þegar við komumst í fréttirnar eykst traffíkin. Til dæmis var fjallað um okkur í breskum fjöl- miðlum um daginn og stuttu síðar tvöfaldaðist umferðin þaðan. Við lítum á leitarvélina sem alþjóðlegt flugleitarkerfi sem á erindi til allra þjóða.“ En hvaðan koma tekjurnar ef notendur borga ekkert fyrir að leita með Dohop? „Hingað til höfum við verið að afla tekna með auglýs- ingum en upp á síðkastið hafa flugfélög haft samband við okkur og óskað eftir því að kaupa af okkur þjónustu,“ segir Frosti. „Þau vilja hafa flugleitarvél á sínum eigin vefsíðum og við hjálpum þeim að koma því í kring.“ Bloggari handtekinn Fouah al-Farhan, þekktur bloggari í Sádi-Arabíu, hefur verið handtek- inn og situr nú í varðhaldi fyrir skrif sín. Hann skrifaði á gagn- rýninn hátt um ríkisstjórnina og þjóðfélagsmál á bloggsíðu sinni, www.alfarhan.org, sem er ein sú mest lesna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt fréttavef New York Times hefur Farhan verið beðinn að skrifa undir afsök- unarbeiðni, sem hann neitar að gera. Pláneta í fæðingu Stjarnfræðingar hafa uppgötvað plánetu sem enn er að myndast, í fjarlægu sólkerfi. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn sjá með eigin augum hvernig pláneta verð- ur til, og því gæti þessi uppgötvun sagt mikið um það hvernig jörðin og okkar eigið sólkerfi myndaðist. Wikia-leitarvélin sýnd Wikia, opin leitarvél sem svip- ar til Wikipedia, verður opnuð almenningi í fyrsta skipti næsta mánudag. Hugmyndin er að leyfa fólki að prófa tilraunaútgáfu leitarvélar innar og gefa álit sitt á henni. Wikia verður ólík leitar- vélum á borð við Google að því leyti að notendur sjálfir geta ráðið því hvernig leitarniðurstöðum er raðað með því að gefa síðum einkunn. Google notar PageRank- kerfið sem raðar síðum eftir fyrir- fram ákveðnu reikniriti, og hafa notendur sjálfir engin áhrif á það. Halda loftsteinaskrá Vísindamenn bandarísku geim- ferðastofnunarinnar, NASA, vonast til að vera fyrir lok þessa árs búnir að finna níutíu prósent þeirra loft- steina sem gætu ógnað jörðinni. Steinarnir eru um níu hundruð talsins, og eru allt frá því að vera á stærð við fjall niður í að vera einn kílómetri í þvermál. Líkurnar á því að einn þeirra lendi á jörðinni eru þó afar litlar. Efl ing-stéttarfélag vinnur fyrir þig Nú lækka félagsgjöldin í frá og með 1. janúar 2008 TÆKNISPJALL: FROSTI SIGURJÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI DOHOP Flugleitarkerfi sem á erindi til allra þjóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.