Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 26
[ ]Ber eru holl og góð. Í heilsuvöruverslunum má fá ýmsar tegundir þurrkaðra berja sem eru tilvalið snakk milli mála. Á heimsvísu eru Bretar sólgn- astir í ruslfæði meðan franska sælkeraþjóðin er minnst ginn- keypt fyrir skyndimat. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem náði til þrettán landa, en niðurstöður hennar sýna að fólk er í eðli sínu mótsagnakennt. Í niðurstöðum kemur fram að stór hópur heimsbyggðarinnar getur með engu móti neitað sér um hamborgara eða pitsusneið, um leið og hann réttlætir sukk sitt með því að skola óhollustunni niður með sykurlausum gos- drykkjum. Þegar kemur að skyndimat segj- ast 45 prósent Breta líka of vel við bragðið af ruslfæði til að gefa það upp á bátinn, en fast á hæla þeirra koma Bandaríkjamenn og Kanadabúar. Á hinn bóginn vill 81 prósent frönsku þjóðarinnar, sem á sér langa sögu um hágæða matseld, sniðganga skyndifæði með öllu, en íbúar Singapúr, Hong Kong og Rúmeníu koma fast á hæla Fransmanna. Í rannsókninni kemur fram að Bretar unna djúpsteiktum fiski og frönskum heitt, meðan Frakkar hugsa markvisst um að vera grannir og vel á sig komnir og fimmtán prósent Frakka vigta sig daglega. Á heimsvísu telur meginþorr- inn að best sé að létta sig með minna áti, en 43 prósent telja hreyfingu þurfa að fylgja með. - þlg Sólgnir í ruslfæði Blátt bann við auglýsing- um á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin. Í nýju reglugerðinni liggur strangt bann við auglýsingum á óhollum mat og drykk í kring- um barnaefni sem ætlað er börnum yngri en sextán ára, en til þessa hefur bannið einungis náð til barna sem eru tíu ára og yngri. Auglýsingabannið nær til allra matar- og drykkjarvara sem auðugar eru af fitu, salti og sykri, og er liður í viðleitni stjórnvalda til að sporna við offitu barna á Bretlandi. Barnasjónvarpsstöðvum verður leyft að innleiða bannið í áföngum til ársloka 2008, en árangur auglýsingabannsins verður skoðaður á hausti kom- anda. - þlg Bannað börnum Litríkt sælgæti er vissulega heillandi fyrir barnsaugað, en nú er bannað að auglýsa sælgæti í breskum barna- tímum í sjónvarpi. Fisk- ur og franskar er meðal þess besta sem íbúar breska konungs- veldisins fá á sinn matardisk. G O T T F O L K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.