Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 36
BLS. 8 | sirkus | 4. JANÚAR 2008 F ram eftir aldri dreymdi Oddvar Hjartarson, ljósmyndara og make- up artista, um að verða flugþjónn. Vegir lífsins eru órannsakanlegir og líf Oddvars varð allt öðruvísi en hann dreymdi um á unglingsaldri. „Yfir- borðskennda glossí flugþjónalífið hafði einhvern veginn alltaf heillað mig frá því ég man eftir mér. Ég skráði mig á tungumálabraut í Kvennó og sá fyrir mér að háloftalífið væri eitthvað fyrir mig,“ segir Oddvar en á mennta- skólaárunum fór listræni áhugi hans að gera vart við sig. „Ég hafði alltaf verið með tíur í myndmennt án þess þó að það væri beint áhugamál hjá mér. Í Kvennó fór ég að taka ljósmynd- ir af vinkonum mínum eftir að hafa málað þær og greitt en á þeim tíma má segja að ég hafi virkilega farið að rækta þá listrænu hæfileika sem höfðu alltaf verið til staðar.“ Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í hár- greiðslu við Iðnskólann í Reykjavík. Flugþjónadraumurinn var þó aldrei langt undan og árið 1998 sótti Oddvar um hjá flugfélaginu Atlanta. „Ég sendi mjög flugþjónalega mynd af mér með umsókninni sem ég er viss um að hafi fleytt mér í viðtalið. Í viðtalinu ráð- lagði inntökunefndin mér að halda mig frekar við hárgreiðsluna þar sem það væri miklu meiri framtíð í henni en í háloftunum. Þetta var dálítið eins og að vera staddur í setti hjá Tyru Banks í American Next Top Model, þar sem ég þurfti að svara spurning- um eins og „Hvers vegna vilt þú vera næsti flugþjónn?“ segir Oddvar og hlær við upprifjunina. Eftir þetta fóru að renna tvær grímur á hann og í framhaldinu fór Oddvar að gera sér grein fyrir því að skjannahvítt inni- haldslaust bros og yfirborðskennt líf ætti ekki við hann. „Flugþjónadraum- urinn var á enda og ég hélt áfram í hárgreiðslunni. Ég var á samningi hjá Heiði Oddsdóttur á Hár Expó sem er snillingur í faginu og kenndi mér mikið.“ Listagyðjan togaði þó í Odd- var og árið 2000 sótti hann um í fjöl- tæknideild Listaháskóla Íslands og komst inn, en mappan sem hann sendi inn samanstóð af ljósmyndum hans. „Ég var mjög ánægður með námið í LHÍ og það hefur nýst mér afar vel. Í Listaháskólanum hélt ég áfram að vinna með ljósmyndamiðilinn og komst þar í kynni við Leif ljósmynd- ara sem leiðbeindi mér mikið, en hann sagði mér frá danska ljósmynda- skólanum í Viborg sem ég sótti um eftir að ég útskrifaðist frá LHÍ árið 2003.“ Námið í ljósmyndaskólanum í Viborg er fjögur og hálft ár en Oddvar mun útskrifast frá skólanum í ágúst á þessu ári. Hnakkaborgin Viborg Oddvar hefur kunnað vel við sig í Viborg en hún er staðsett á Jótlandi og er skammt frá Álaborg. Hann segir að borgin sé einhvers konar Kjalarnes okkar Íslendinga. „Íbúar borgarinnar eru þó aðeins fleiri en á Kjalarnesi en þar búa um 60 þúsund íbúar, þar er hnakkamenn- ingin allsráðandi án þess þó að ég hafi nú verið að hösla þar mikið,“ upplýsir Oddvar en Viborg er umkringd miklu trjálendi og rómantík sem hentar Oddvari vel. „Ég fíla Danmörku mjög vel og kann vel við Danina fyrir utan það að þeir eiga það til að vera oft og tíðum mjög latir,“ segir hann sem virðist ekki eins og aðrir Íslendingar hafa farið var- hluta af helsta lesti Dana, letinni. „Þeir eru til í að ræða hlutina enda- laust fram og til baka en láta síðan ekki verða úr framkvæmdunum. Námið sjálft í skólanum er afar viða- mikið og fer í gegnum þá tæknilegu þætti sem snerta ljósmyndun frá a-z. Til að mynda lærum við að ljósmynda hversdagsvörur eins og t.d klósett- bursta og þurfum að láta hann líta út eins og glamúr DIOR klósettbursta,“ segir Oddvar sem vill meina að hann fái sín betur notið í verkefnum þar sem listrænu frelsi er gefinn laus taumur. Af verkum Oddvars að dæma virðist hann þó vera jafnvígur á öllum sviðum ljósmyndunar og sérstakur stíll hans skilar sér til áhorfandans hvort sem um er að ræða klósett- bursta, andlitsmyndir eða tískuljós- myndir. „Árið 2005 ákvað ég að bæta við reynslu mína og menntun og skráði mig á förðunarnámskeið hjá EMM School of make up,“ segir hann og viðurkennir að hafa notið sín afar vel í náminu. En þess má geta að hann hlaut hæstu einkunn að námskeiðinu loknu. Hluti af ljósmyndanáminu er samningur hjá atvinnuljósmyndara en eftir að Oddvar hafði lokið förðun- arnámskeiðinu fór hann á samning hjá Ara Magg ljósmyndara. „Ég hætti hjá Ara eftir þrjá mánuði sökum per- sónulegra ástæðna og í kjölfarið fór ég að vinna frílans sem sminka og hár- greiðslumaður sem kenndi mér mjög mörg fjölþætt vinnumynstur,“ segir Oddvar en Oddvar hefur starfað sem make-up artisti fyrir tískuþætti, tíma- rit og auglýsingar bæði á Íslandi og erlendis þar sem sköpunargáfa hans og næmt auga hafa nýst honum vel. „Ég hef sminkað fyrir dönsk ungl- ingatískublöð og verið um leið klapp- stýra fyrir óörugg módel,“ segir Odd- var sem ber Dönunum söguna vel. „Það er mjög svipað að vinna á Íslandi og í Danmörku. Dönsku sminkurnar eru þó ekki jafn uppfærðar og þær íslensku, á Íslandi nota langflestir air- brush á meðan dönsku sminkurnar mæta með trúðasminkið á sett,“ segir Oddvar en airbrush er ákveðin tækni og vinnuaðferð sem þeir fremstu í fag- inu nota. Farðanum er sprautað á módelið og útkoman verður náttúru- legri og jafnari áferð. Sirkus lék for- vitni á að vita hvort Oddvar lumaði ekki á einhverjum skemmtilegum bransasögum. „Ég er náttúrlega „queen of gossip“ og elska allt slúður,“ segir Oddvar sem vill þó lítið gefa upp. „Ég hef nokkurn veginn séð rassinn á öllum. Ég veit hverja þarf að sminka extra mikið, hverjir eru með stjörnu- stæla og hverjir ekki,“ bætir hann við og glottir. Stelpustrákur Listsköpun Oddvars virðist ekki vera bundin við nein afmörkuð svið heldur ná listrænir hæfileikar hans vítt yfir. „Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að tjá mig og tilfinningar mínar og hef fengið útrás fyrir þær í gegnum list- sköpunina,“ segir hann en verk Odd- vars eru afar persónuleg enda segist hann alltaf vera að vinna í sjálfum sér og kynnast sínum innri manni. „Ég er í stöðugri baráttu við að vinna gegn fordómunum sem ég hef gagnvart sjálfum mér,“ segir Oddvar en í barn- æsku varð Oddvar fyrir alvarlegu ein- elti sem hefur haft djúpstæð áhrif á hann. „Ég held að einelti sé sterkur skóli fyrir hvern þann sem lendir í því. Það er mikið verk að vinna sig út úr eineltinu en það getur verið gefandi að kljást við það verkefni og krefst mikillar sjálfskoðunar,“ segir hann og vill meina að eineltið hafi líka haft sínar jákvæðu afleiðingar í för með sér. „Frá því ég var lítill strákur var ég uppnefndur stelpustrákur eða hommi sem var sagt í mjög niðrandi tón. Í kringum tólf ára aldurinn fór ég að gera mér grein fyrir því að ég væri hommi en ég átti mjög erfitt með að tengja eitthvað jákvætt við orðið út af eineltinu. Enn í dag er ég að vinna í því að hreinsa orðið hommi af öllu því neikvæða sem ég tengdi það við í barnsæsku,“ segir Oddvar en hommar og samkynhneigð eru honum hugleik- in í verkum hans en hann kom út úr skápnum þegar hann var sextán ára. „Þegar ég var í Listaháskólanum stofnaði ég módelsamtökin Hommi, þar sem ég var markvisst að vinna með hreinsunina á orðinu hommi. Þú þarft ekki að vera hommi til að ganga í módelsamtökin eins og þú þarft ekki að vera eskimói til að vera á skrá hjá Eskimo Models. Með þessari hug- mynd var ég að reyna að færa homma- orðið í fallegan búning,“ bætir Oddvar við. Strákarnir hans Oddvars Útskriftarverkefni Oddvars frá Lista- háskólanum voru andlitsmyndir af 20 hommum sem Oddvar myndaði. „Með verkinu langaði mig að sýna homma og kafa aðeins dýpra í þeirra fyrirmyndir. Ég lagði spurningalista fyrir þá og spurði um venjulega hluti eins og skóstærð og hæð og einnig persónulegra spurninga,“ segir Odd- ODDVAR HJARTARSON, LJÓSMYNDARI OG MYNDLISTARMAÐUR, HEFUR GETIÐ SÉR GOTT ORÐ Í TÍSKUHEIMINUM. FYRIR JÓLIN KOM ÚT DAGATAL PÁLS ÓSKARS EN ODDVAR SÁ UM AÐ LJÓSMYNDA OG STÍLISERA MYNDIRNAR Í DAGATALINU. BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR HITTI ODDVAR OG FÉKK AÐ SKYGGNAST INN Í LITSKRÚÐUGT LÍF HANS. ODDVAR ÖRN HJARTARSON SJÁLFSMYND ODDVARS Gunnar Helgi aðstoðaði hann við myndatökuna. MORGUNMATURINN: Hafragrautur. EFTIRLÆTISMATURINN: Pitsa og allir réttir frá veitingastaðn- um Á grænni grein. BORGIN: New York. SKEMMTUNIN: Föndra. LÍKAMSRÆKTIN: Eróbikk. ÁHUGAMÁL: Mannasiðir, vangaveltur, sætir strákar, slúður og ljósmyndun. Í ÖLLUM LITUM REGNBOGANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.