Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 42
 4. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífstíll Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Innritun og uppl‡singar í síma 553 6645 e›a á dansskoli.is Mambó Tjútt Freestyle Break Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Benedikta Jónsdóttir starfar hjá Manni lifandi þar sem hún ráðleggur fólki meðal annars um mataræði og heilsusamlegt líferni. Hún segir gott að fasta reglulega til að hreinsa líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Margir byrja nýja árið á að hreinsa líkamann eftir óhollt mataræði í desembermán- uði. Eitt ráð er að fasta, þá eingöngu á vatni eða drekka hreinsandi ávaxta- og græn- metissafa. Að sögn Benediktu Jónsdóttur, ráðgjafa hjá Manni lifandi, eru slíkar föstur hreins- andi bæði fyrir líkama og sál. „Það er mjög gott að fasta öðru hverju og til dæmis er talað um föstur í Biblíunni en hvort sem það er trúarlegt eða ekki þá snýst þetta um að hreinsa líkamann,“ segir Benedikta Jónsdóttir, sem starfar sem ráðgjafi á mataræði og heilsusamlegt líferni hjá Manni lifandi. Benedikta segir reglulegar föst- ur nauðsynlegar því maturinn sem við borðum í dag sé mikið til mengaður og aukaefnin safnist upp í líkamanum. „Það er hægt að taka tvenns konar föstur, annars vegar vatns- föstu og hins vegar safaföstu. Það er ekki fyrir hvern sem er að fara á vatnsföstuna því þær eru mjög erfiðar og fólk verður að fara á þær í samráði við heilsulækni. Safaföstuna geta allir stundað og þær hafa verið mjög vinsælar. Það er best að fasta að minnsta kosti í viku en það skilar sér allt þótt fólk endist bara í nokkra daga. Sumir eru duglegir og taka tvær og upp í þrjár vikur,“ segir Benedikta og útskýrir jafnframt að nota þurfi góða safa við föstuna. Lífrænir og kaldpressaðir safar án allra auka- efna og sykurs séu allra bestir og í Manni lifandi sé mikið úrval af líf- rænum söfum. „Svo geta þeir sem vilja búið sjálfir til safana en það þarf þá að passa að nota lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti því fastan snýst um að losa líkamann við aukaefni,“ bætir hún við. Benedikta fastar sjálf þegar hún hefur tíma. „Það er misjafnt hvenær ég fasta eftir því hvað ég er að gera. En ef ég hef tækifæri til að vera heima í rólegheitum nota ég það til að fasta og geri þetta fyrst og fremst til að hreinsa líkamann. Maður verður miklu léttari á sér og hugurinn verður skýrari þannig að þetta hefur bæði andleg sem líkamleg áhrif,“ segir Benedikta og bætir við að gott sé að undirbúa líkamann fyrir föstuna sérstaklega eftir mjög þungt fæði eins og oft er borðað í desember. „Hjá Íslendingum þarf allt að gerast svo hratt og rækilega, en það er ágætt að taka einn til þrjá daga í undirbúning með því að fara yfir í léttara fæði og þá meira basískan mat til að halda magasýrunum niðri. Slíkt er mjög mikilvægt.“ Hægt er að flokka matvæli eftir því hvaða áhrif þau hafa á sýrustig magans og til að lækka sýrustigið á að borða basískan mat en sneyða hjá til dæmis kaffi, og sígarettur hækka einn- ig sýrustigið mikið. Benedikta nefnir sítrónur og vatnsmelónur efstar á listanum yfir mjög bas- ískt fæði og svo koma þar á eftir sellerí, döðlur og lime og eins er gott að borða mangó og greip til að lækka sýrustig magans. „Það sem fólk á hins vegar algjörlega að forðast er gervi- sykurinn. Hann er algjört eitur fyrir líkamann og setur maga- sýrurnar upp úr öllu valdi og til dæmis ætti aldrei að gefa börnum svoleiðis,“ segir Benedikta en hún verður með fyrirlestur miðvikudaginn 16. janúar kl. 19 í Manni lifandi í Borgartúni 24, um hvernig beita megi ýmsum aðferðum til að hafa áhrif á daglegt líf til hins betra. - rt Hreinsandi fyrir bæði líkama og sál Föstur af einhverju tagi eru stór hluti trúarbragða heimsins og fastar fólk ýmist til að aga hug- ann, sýna spámönnum virðingu eða til að minna sig á hversu gott það hefur það. Kristnir menn minnast þess þegar Jesú fastaði í 40 daga í eyði- mörkinni og nefnist sá tími langaf- asta. Halda á sig frá kjöti þennan tíma og íhuga þá atburði sem áttu sér stað fyrir aftöku Jesú á föstu- daginn langa. Með þannig mein- lætalifnaði er verið að sýna þján- ingum Krists virðingu. Á Íslandi er pínu Jesú minnst með lestri Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu en ekki almennt fastað á mat þennan tíma. Múslimar fasta í einn mánuð á ári og nefnist sá mánuður rama- dan. Á föstunni mega þeir hvorki neyta matar né drykkjar, ekki reykja né stunda kynlíf frá sól- arupprás til sólarlags. Með föst- unni vilja múslimar hreinsa bæði líkama og sál, auka sjálfstjórn og trúarhita og margir lesa Kór- aninn yfir á föstunni. Múslimar borða sérstaklega útbúinn mat á föstunni, þá fyrir sólarupprás og eftir sólarlag og þá er vinum oft boðið til veislu. Gyðingar fasta til að iðrast og til að minnast hörmunga sem dunið hafa á þjóðinni gegnum aldirnar. Yom Kippur er heilag- ur dagur í gyðingdómi og mjög mikilvægt að fasta algerlega á mat og drykk, líka vatn. Þenn- an dag má ekki vinna, ekki bera skartgripi eða andlitsfarða né ganga í leðurskóm. Fólk klæðist gjarnan hvítum kyrtlum yfir föt sín og andrúmsloftið er alvarlegt og einlægt. Föstur eru hluti af hindúisma og fastar fólk gjarnan einhverja ákveðna daga í mánuðinum eða ákveðna vikudaga og algengt er að fasta á trúarlegum hátíð- um. Misjafnt er hvort fastað er algerlega á allan mat eða einungis á ákveðnar tegundir matar en þó er bannað að borða eða snerta dýraafurðir svo sem kjöt eða egg, meðan fastað er. Fastað er til að aga sjálfan sig og skýra hugann og koma á jafnvægi milli andans og líkamans. Heimildir: www.visindavefur. hi.is og wikipedia.org - rt Hverjir eru það sem fasta? Múslimar fasta í einn mánuð á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.