Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 50
 4. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Ístrur geta verið bæði fallegar og ljótar eftir smekk, en þær eru án efa óhollar og geta valdið ýmsum kvillum. Auð- veldara er að fá bumbu en losna við hana, en þó er baráttan við hana ekki vonlaus og í raun mjög einföld. Bumba, sem þekkist líka undir heitunum ístra, belgur og vömb, er fitukeppur sem safnast framan á kviðinn og sígur fram yfir beltisstað, aðallega á körlum. Oftar en ekki virðist bumban í skökku hlutfalli við heildarvaxtarlag þar sem menn geta verið tiltölulega fitulausir annars staðar á líkamanum. Eftir því sem menn eldast hægir á efnaskiptum líkamans og hann notar sífellt færri hitaeiningar til sinnar daglegu iðju. Hins vegar virðist matarlyst ekki breytast í samræmi við það og í kjöl- farið fara margir að taka eftir fyrsta vísi að bumbumyndun á þrítugsaldri. En af hverju fá menn bumbur? Leitað var svara hjá Ludvig Guðmundssyni, yfir- lækni næringar- og offitusviðs á Reykja- lundi. „Líkaminn safnar fitu sem forða- næringu og konur fitna öðruvísi en karlar, alla vega fyrir tíðahvörf. Karlar hafa til- hneigingu til að safna fitunni á kvið- arholið og fá svokallaðan eplavöxt, en konur fitna kvenlega á brjóstum, lærum, mjöðmum og upphandleggjum. Það er stundum kallað peruvöxtur. Þegar kven- hormón minnka fara þær að fitna svipað og karlar,“ útskýrir Ludvig. Nokkuð hefur verið rannsakað undan- farið hversu slæmar bumbur eru fyrir æðakerfið og hefur verið sýnt fram á að fitusöfnun á kvið hefur fleiri og verri afleiðingar en fitusöfnun á lærum og mjöðmum. „Fita í kviðarholi hefur áhrif á efnaskiptin og á það til að hækka blóðfitu meira. Fitan truflar bláæðablóðstreymi frá líkamanum til lungna og hjarta þannig að þeir sem eru með fitu í kviðarholi hafa tilhneigingu til bjúgsöfnunar á fótum, eiga meiri hættu á að fá háþrýsting, blóð- fitubrenglun, sykursýki og kæfisvefn. Dæmigerðir feitir karlar eru með bjúg og blóðstreymistruflanir,“ bendir Ludvig jafnframt á. Bumban hefur þó ekki aðeins áhrif á heilsu, heldur hefur hún áhrif á sjálfs- myndina. Sumir taka henni fagnandi á meðan aðrir reyna allt hvað þeir geta til að losna við hana. Algeng trú manna er sú að geri þeir magaæfingar muni það þeyta burt ístrunni. En svo er ekki. Almennt sterkir magavöðar geta jú haldið bumb- unni betur inni og látið menn líta betur út en fitan fer ekki neitt. Það er þó hægt að hughreysta sig við það að hjá flestum er það kviðarfitan sem hverfur fyrst þegar manneskja grennist. Það eru erfðaþættir sem stjórna því hvernig fita dreifist um líkamann á fólki og sumir eiga auðveldara með að fitna en aðrir. Einn getur safnað fitu á putta á meðan annar safnar henni á læri. En stað- reyndin er sú að óþarfa fitusöfnun er langsamlega meira tengd óhollum lifnað- arháttum en erfðum. Innbyrði menn fleiri hitaeiningar en þeir brenna breytast um- fram hitaeiningarnar í fitu. Lausnin er í einföldu máli sagt að hreyfa sig meira og borða minna. Það er heldur ekki að ástæðulausu að ístra þekkist einnig undir nafninu bjórbumba, því það eru augljós tengsl milli áfengis- drykkju og belgs. Hins vegar er það ekki ein- göngu bjór sem veld- ur bjór- vömb held- ur áfeng- isdrykkja almennt. Áfengi er mjög hita- einingaríkt og eykur matarlyst en þó eru engar vís- indalegar rannsókn- ir sem hafa sannað eða sýnt fram á að hita- einingar áfengis sækist meira en aðrar hita- einingar í að setj- ast að í vömbinni. Þó finnst mörgum að bjórinn hljóti að sækja í bumb- una, glápa á hana meðan þeir drekka og gera hana að birtingarmynd drykkjunnar. - nrg Hvernig verður bumban til og hvað gerir hún? Þessari bumbu er greini- lega ofaukið. Bumban er eðalsmerki Hómers Simpson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.