Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 52
 4. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR Hreyfing heilsulind verður opnuð í nýju húsnæði í Glæsibæ 7. janúar en þar verður lögð áhersla á fullkominn búnað og fjölbreytt námskeið. Um áramótin var Hreyfing heilsulind flutt í ný húsa- kynni í Glæsibæ, eftir að hafa verið til húsa í Faxafeni 11 síðastliðin tíu ár. Nýja húsnæðið er 3.600 fermetra stórt eða nógu stórt til að rúma fjölda manns án þess að hlýlegt umhverfi glatist, að sögn framkvæmda- stjórans Ágústu Johnson. „Við vildum ekki hafa húsakynnin of stór, held- ur gera þau sem notalegust til að stuðla að vellíðan viðskiptavinanna. Enda eru þau hugsuð meira eins og klúbbur en stöð. Við munum takmarka fjölda við- skiptavina hverju sinni til að stuðla að því að ekki myndist biðraðir í tækin,“ segir Ágústa og bætir við að arkitekt húsnæðisins, Sigríður Sigþórsdóttur, sem fékk verðlaun fyrir hönnun á Bláa lóninu, eigi hrós skilið fyrir útkomuna. Fyrir utan skemmtilega hönnun hefur allur tækja- búnaður verið endurnýjaður í flutningunum, að sögn Ágústu, en til marks um það verða öll þoltæki á staðn- um útbúin sjónvarpsskjám með tengi fyrir i-Pod. Eins hefur stundataflan verið stokkuð upp með ýmsum nýjungum og aukinni áherslu á líkamlega og andlega vellíðan, sem Ágústa segir almennt vera þróunina á líkamsræktarstöðvum erlendis. Í húsnæðinu er einnig að finna heilsulind, Blue La- goon Spa, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heimin- um þar sem allar meðferðir byggja á notkun Blue La- goon húðvara. „Þetta er breyting frá því sem áður var, þar sem meðferðirnar hafa hingað til eingöngu verið fáanlegar í Bláa lóninu í Grindavík,“ útskýrir Ágústa. „Ein meðferðin kallast razul, það er að segja leirböð, þar sem húðvörur úr lóninu eru bornar á húðina í sér- stökum gufuklefa og látnar liggja á henni í tuttugu mínútur þar til sjálfvirkar sturtur skola þær af. Það á að næra og yngja húðina.“ Ágústa nefnir til sögunnar aðra nýjung, sem er upprunnin frá Þýskalandi og er að ryðja sér til rúms í heiminum. Svokallaða fljótandi djúpslökun þar sem fólk leggst í ker fullt af mettuðu saltvatni til að slaka á. Á aðeins fimmtíu mínútum nær það fullkominni slökun sem á að samsvara átta tíma svefni. Þess utan státar stöðin af fimm meðferðarherbergj- um: paraherbergi þar sem tveir geta verið saman í nuddi, þremur tegundum af gufuklefum, það er blaut- gufu, sauna og sanarium, sem er millistig hinna tveggja, og tveimur heitum útipottum, staðsettum í litlum garði, og einum innipotti, þar af einum fullum af jarðsjó. Þá er óupptalin veitingaaðstaða sem Ág- ústa segir líkjast raunverulegum veitingastað, sem verður með fjölbreytt úrval af hollum og góðum rétt- um. „Allt saman er þetta hluti af þeirri góðu þjónustu sem verður í boði í nýopnaðri heilsulind Hreyfingar,“ segir hún að lokum Nánari upplýsingar á www.hreyfing.is. - rve Fjölbreytni höfð í fyrirúmi Ágústa Johnson hefur flutt starfsemi Hreyfingar heilsulindar í nýtt húsnæði í Glæsibæ, þar sem gestir geta meðal annars sótt fjölbreytt námskeið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Áhersla er lögð á vinalegt andrúmsloft í Hreyfingu, sem er að sögn Ágústu meira í líkingu við klúbb en stöð. www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.