Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 73
FÖSTUDAGUR 4. janúar 2008 25 Utanríkisráðuneytið hefur engu hlutverki að gegna UMRÆÐAN Ráðuneyti Í tilefni af lyktum við-ræðnanna við Banda- ríkin 26. september 2006 gaf ríkisstjórn Geirs H. Haarde út yfir- lýsingu um níu aðgerðir eða verkefni sem hún mun vinna að í því skyni að treysta og efla öryggi Íslands við brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi. Oddviti Samfylkingar- innar ætti að kynna sér þessa yfirlýsingu. Fyrsta verkefnið var stofnun ríkishlutafélags um þróun og umbreytingu varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli og miðar því verkefni vel. Annað verkefnið eru ný lög um almannavarnir og ný miðstöð sem tengi saman alla þá aðila sem koma að öryggis- málum innanlands. Þriðja verk- efnið er nýskipan löggæslumála og stofnun varaliðs lögreglu, landhelgisgæslu, slökkviliðs og björgunarsveita. Fjórða verk- efnið er að tryggja að íslensk yfirvöld hafi lögheimildir til náins samstarfs við stjórnvöld og alþjóðastofnanir þar sem skipst er á trúnaðarupplýsing- um. Fimmta verkefnið er að koma á öflugu fjarskiptakerfi, TETRA, sem nær til landsins alls. Sjötta verkefnið er að efla Landhelgisgæsluna með því að kaupa nýtt varðskip og nýja flug- vél og efla þyrluþjónustu gæslunnar. Sjöunda verkefnið er að koma á laggirnar samstarfs- vettvangi þingflokka stjórn- málaflokkanna þar sem fjallað verður um öryggi Íslands á breiðum grunni. Áttunda verk- efnið lýtur að stjórn- kerfis- og stjórnsýslu- breytingum á meðferð ráðuneyta á öryggismál- um ríkisins. Níunda verkefnið lýtur að fram- tíð Ratsjárstofnunar og ráðstöfunum til að lesið verði úr öllum merkjum sem þýðingu hafa varð- andi eftirlit með flugvélum í lofthelgi Íslands. Þessi yfirlýsing ríkisstjórnar- innar er söguleg því að þessi verkefni lúta öll að aðgerðum á innlendum vettvangi og flest falla þau undir verksvið dóms- málaráðuneytisins. Utanríkis- ráðuneytið hefur hér engu hlut- verki að gegna en það kemur ekki í veg fyrir valdabrölt þar á bæ og kemur heldur ekki í veg fyrir það að ráðuneytið er að vasast í málum sem því eru með öllu óvið- komandi. Ný lög um Landhelgisgæslu Íslands taka mið af stöðu hennar við núverandi aðstæður því hún hefur nýju og meira hlutverki að gegna. Breytingar urðu einnig með lögum um nýskipan lög- reglumála. Frumvarp til breyt- inga á almannavarnalögum hefur nú verið lagt fyrir Alþingi. Öflug viðbragðs-, stjórnunar- og sam- hæfingarstöð er nú starfrækt í björgunarmiðstöð í Reykjavík. Þær raddir heyrast á Íslandi að brottför varnarliðsins sýni að ekki sé talin þörf á ratsjáreftirliti í þágu hervarna á Íslandi og þar með ekki á rekstri Ratsjárstofn- unar NATO. Verði það gert er enn brýnna en ella að átta sig á verk- sviði íslenskra borgaralegra starfsmanna hjá Ratsjárstofnun NATO á Íslandi, því að Íslending- ar hafa aldrei haft her og það mun ekki breytast. Ég tel óhætt að leggja niður þessa stofnun en slíkri stofnun var lokað í Færeyjum þar sem hún var talin óþörf. Fastaráð NATO hefur hinsvegar ákveðið að Ísland verði hluti af lofthelgis- gæslu bandalagsins. Ég segi að slíkt eftirlit er með öllu óþarft auk þess sem NATO er hreint ekki treystandi til að halda þessu eftirliti úti til margra ára. Þjóðaröryggisumræðan á Íslandi hefur ávallt snúist meira um pólitík en hernaðarlega þætti. Íslensk stjórnvöld – og þá sér- staklega utanríkisráðuneytið – hafa ekkert umboð til þess að sinna hernaðarlegum málum. Engin lög heimila íslenskum stjórnvöldum að taka þátt í hern- aðarlegu samstarfi og því er ekki hægt að fela starfsmönnum íslenskra stjórnvalda að sinna verkefnum sem eru hernaðarleg. Tillögur um aukið hlutverk Íslendinga sjálfra hafa ekki feng- ið miklar undirtektir á Íslandi. En nú eru landvarnir að víkja fyrir annars konar öryggisráð- stöfunum, þar sem mun fremur er treyst á löggæslustofnanir en hermenn. Íslendingar geta ekki stofnað til hernaðarsamstarfs við aðrar þjóðir nema að heimild til þess sé veitt í lögum. Höfundur er fyrrverandi ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins. RÓBERT TRAUSTI ÁRNASON UMRÆÐAN Dómsmál Nýjast atvinnu-greinin á Íslandi er að fara í meiðyrða- mál og er hún mikið stunduð af þeim sem þrá athygli og vilja ráða því hvort um er að ræða jákvæða eða nei- kvæða athygli. Telji þeir athyglina vera neikvæða þá setja þeir sig í grát- konustellingar og fá aðstoð dóm- stóla til að rétta hlut sinn. Og fá að launum peninga og „jákvæða“ athygli. Nýjasta dæmið er um Magnús Ragnarsson sem ég var búinn að gleyma að hefði verið sjónvarps- stjóri hér á árum áður þegar dómur féll honum í vil. Aldrei hafði ég lesið nein meiðyrði um manninn og ég man ekki eftir honum sem leikara. Í Kastljósi á dögunum kom hann mér ekki fyrir sjónir sem maður sem hafði verið illa hald- inn af andlegri kvöl í langan tíma og ekki skaddaður á neinn hátt þrátt fyrir meiðyrði Fréttablaðs og DV í hans garð. Aftur á móti talaði hann mikið um að svona ætti ekki að skrifa og að þessi tegund af blaðamennsku ætti ekki að vera til á Íslandi. Það kom sem sagt í ljós hjá honum og með- viðmælanda hans að þeir væru boðberar ákveðins rétttrúnaðar í blaðamennsku. Semsagt að þeir einir þekktu hina réttu formúlu og hún var ekki sú að sannleikur- inn muni gera yður frjálsa. Þessir menn nota meiðyrði sem meðal í baráttu við að koma sér sjálfum á framfæri og til að ná athygli fólks á sínum skoðunum. Sjálfum finnst mér það ámælisvert og óásættanlegt að dómstól- ar láti hafa sig út í þetta forað. Þetta er ekki virðisauki fyrir dómstóla landsins og gerir þá marklausa. Það er samt nokkuð ljóst að Magnús þessi hefur feng- ið það staðfest af dómstól- um að honum hafi ekki þóknast öll umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Persónulega finnst mér það glæpsamlegt og óvirð- ing að misnota dómstóla sem eiga að vera vandir að virðingu sinni, til að koma sjálfum sér og sínum málstað á framfæri. Hafi ég á röngu að standa um Magnús og honum líði í raun mjög illa yfir greinunum í Frétta- blaðinu og DV þá er það auðvitað gleðilegt að hann ætti að geta borgað nokkra tíma hjá sálfræð- ingi eða geðlækni til að ná sér heilum eftir þær hrellingar og meiðingar sem sálarlíf hans hefur orðið fyrir. Því nóg fékk hann af peningum. Miklu meira en venjulegt fólk sem er barið, nauðgað eða misþyrmt getur átt von á hjá sömu dómstólum. Það er síðan spurning hvort dómstólar eigi ekki að taka með í reikninginn, fyrst þeir vilja vera hlutlægir, hvort með auglýsingu á dómnum á vefsíðunni domstol- ar.is sé verið að snúa hnífnum í sárinu og auka á andlega vanlíð- an Magnúsar. Og ekki viljum við að honum líði verr en honum leið eftir lestur Fréttablaðs og DV. Höfundur er rakari. Hvenær meiðir maður mann? TORFI GEIRMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.