Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 74
26 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1917 Fyrsta íslenska ráðuneytið undir forsæti Jóns Magn- ússonar tekur til starfa. 1962 Fyrsta lestin sem gengur án áhafnar er kynnt í New York. 1972 Rose Heilbron er fyrsti kvendómarinn sem tekur sæti í Old Bailey-dóm- stólnum í London. 1989 Stórbruni verður á Réttar- hálsi 2 í Reykjavík þar sem Gúmmívinnustofan hf. og önnur fyrirtæki eru til húsa. Tjónið er metið hátt í fimm hundruð millj- ónir króna. 2006 Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, fær hjarta- áfall í annað sinn og eru völdin í kjölfarið sett í hendur Ehuds Olmert. THOMAS STEARNS ELIOT SKÁLD LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1965 „Óþroskuð ljóðskáld herma eftir. Þroskuð ljóðskáld stela.“ T.S. Eliot hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1948. Þennan dag árið 1936 birti tímaritið Billboard í fyrsta sinn lista yfir vinsælustu popplög þess tíma. Billboard er bandarískt vikutímarit sem helgar sig tónlistariðnaðin- um. Það heldur úti nokkrum alþjóðlegum vinsældarlistum þar sem staðan á lögum og breiðskífum er tekin vikulega. Þekktasti listinn er Billboard Hot 100 en hann skipa hundrað vinsælustu lögin á hverj- um tíma óháð tónlistarstefnu. Billboard 200 er svo hliðstæður listi yfir breiðskífur. Í mörg ár voru fjörutíu efstu lög listans spiluð í viku- lega útvarpsþættinum American Top 40. Meðal listamanna sem hafa náð inn á list- ann eru Bítlarnir, Elvis Presley, Madonna, Michael Jackson, The Rolling Stones, Elton John, Stevie Wonder, Mariah Carey, The Bee Gees, Bing Crosby, Pink Floyd og Whitney Houston. ÞETTA GERÐIST: 4. JANÚAR 1936 Billboard birtir fyrsta vinsældalistann Slagverks- og trommuleikarinn Stein- grímur Guðmundsson ætlar að halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt í íbúð- inni sinni í Berlín sem hann festi kaup á í sumar. „Ég var búinn að bóka tónleika á Kaffe Burger hér í Berlín með hljóm- sveit minni Bardukha daginn eftir af- mælið mitt og fór að grínast með að bjóða fólki út í tilefni dagsins. Fólk sýndi því áhuga, hugmyndin vatt upp á sig og nú er svo komið að tuttugu og fimm ættingjar og vinir eru væntan- legir víðs vegar að úr heiminum,“ segir Steingrímur. Hann segist halda að í afmælinu verði fólk frá að minnsta kosti átta löndum. „Til dæmis kemur vinur minn frá Amsterdam sem á konu frá Serbíu og svo mætir söngkona frá Kiro sem ég hef spilað með. Ég er búin að panta arabískt hlaðborð og er þessa stund- ina að ákveða kokkteilinn. Ég hugsa að mojito verði ofan á,“ segir hann glað- ur í bragði. En hvernig kom það til að Stein- grímur festi kaup á íbúð í Berlín? „Ég spilaði hér árið 2005 með hljómsveit- inni Steintryggur sem ég skipa ásamt Sigtryggi Baldurssyni. Ég var hérna í rúman sólarhring og fékk mjög góða tilfinningu fyrir borginni. Ég kom svo aftur til að fara á námskeið í arabísk- um trommuleik og þegar ég sneri heim úr þeirri ferð spurði ég konuna mína hvort við ættum ekki að festa kaup á íbúð í borginni,“ útskýrir Steingrímur. Þau hjónin fundu íbúð í Austur- Berlín í júlí og eru þau þar með annan fótinn á milli þess sem þau leigja íbúð- ina út. „Berlín er gríðarlega fjölbreytt og falleg borg og við erum alltaf að upp- götva eitthvað nýtt. Hér eru frábærir matsölustaðir, fjölbreytt listalíf og allt- af eitthvað óumræðanlega spennandi að gerast,“ lýsir Steingrímur. Verðlag- ið er líka mjög hagstætt og mundi ég halda að það væri um helmingi ódýr- ara að fara út að borða hér en heima en samt er maturinn í hæsta gæðaflokki,“ bætir hann við. Steingrímur hefur helgað sig trommu- og slagverksleik frá unga aldri og bæði lært og spilað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og víðar. Þá hefur hann verið meðlimur í fjölda hljóm- sveita bæði á Íslandi og erlendis en auk trommusettsins spilar hann á ind- verskar og arabískar trommur. „Ég hef aldrei verið í þessu hefð- bundna rokki eða vinsældatónlist. Ég hef alla tíð verið forvitinn og leitandi í sambandi við tónlistina og fer óhefð- bundnar leiðir. Ég vil gera eitthvað skapandi, eitthvað sem á erindi og búa til nýjungar. Steingrímur segist mjög ánægð- ur með nýju Steintryggsplötuna sem kemur út í janúar eða febrúar. „Við Sig- tryggur erum búnir að vinna að henni í tvö ár og sækjum áhrif og strauma úr öllum heimshornum. Við fengum til dæmis til liðs við okkur Tuva-söngv- ara frá Tuva-héraðinu í Rússlandi og spilum á kanon sem er arabísk harpa,“ segir Steingrímur. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá Steingrími en hann hefur verið að vinna tónlist upp úr íslensku handrit- unum í félagi við Hilmar Örn Agnars- son, orgelleikara í Skálholti. Síðan er sólóplata í bígerð. Steingrímur hefur leikið á trommur með hljómsveitinni Milljónamær- ingunum frá upphafi, eða síðastlið- in fimmtán ár. Hann á ekki von á því að nokkurt lát verði á því farsæla og skemmtilega starfi. vera@frettabladid.is TÓNLISTARMAÐURINN STEINGRÍMUR GUÐMUNDSSON: FIMMTUGUR Í BERLÍN Indverskar og arabískar tromm- ur frekar en hefðbundið rokk Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Hermann Eyfjörð Jónsson, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu H-2 þriðjudaginn 1. janúar. Þórey Gísladóttir Jón Bjarni Eyfjörð Stefánsson Svanborg Oddsdóttir Elís Stefán Eyfjörð Stefánsson Sigríður Albertsdóttir Jóna Gísley Eyfjörð Stefánsdóttir Geirmundur Geirmundsson afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra F. Þorvaldsdóttir Dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík, áður til heimilis Landakoti, Sandgerði, andaðist sunnudaginn 30. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 15.00. Hrefna Magnúsdóttir Viðar Markússon Sigríður Á. Árnadóttir Þorvaldur Árnason Auður Harðardóttir Magnea Árnadóttir Katrín H. Árnadóttir Helgi Laxdal barnabörn og langömmubörn. Ástkær systir mín mágkona og frænka, Sigríður Jónína Garðarsdóttir, Aðalstræti 74, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.30. Gylfi Garðarsson Sigurrós Jónsdóttir Hafdís Pálsdóttir Sigurpáll Pálsson. Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragnheiður Maríasdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 20. desember. Hún verður jarðsungin í Langholtskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.00. Jóhannes Leifsson Ingvar Á. Jóhannesson Friðgeir Þ. Jóhannesson Ragna Kjartansdóttir Sigríður M. Jóhannesdóttir Pétur Hreinsson Reynir S. Jóhannesson Margrét G. Kristjánsdóttir Jökull H. Jóhannesson barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.