Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 84
36 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > MARIAH HAWKING „Mig langar í vél sem er þannig að það sem ég hugsa kemur út úr henni með vélmennarödd, það væri frá- bært!“ Söngkonuna Mariuh Carey langar í tölvurödd à la Stephen Hawking. Þá getur hún áhyggjulaust hvílt raddböndin. Það kemur í ljós laugar- dagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Bel- grad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og eru enn sjö þættir eftir. Fyrir- komulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upp- rifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sér- stakan „wild card“-aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Hinn 12. janúar er komið að „wild card“-aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sung- in og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals tólf, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld – 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrú- ar – verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn 16. febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskap- inn enn upp býður RÚV upp á upp- hitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburst- ar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki. Hver fer til Belgrad? HÓ HÓ HÓ Barði Jóhanns- son þykir sigurstranglegur með vöðvafjöll- in í Mercedes Club. EKTA JÚRÓ Regína Ósk og Friðrik Ómar komast einna næst Eurovision-formúlunni með „Fullkomnu lífi“ Örlygs Smára. STENDUR SIG BEST Magnús Eiríksson er sá eini sem á tvö lög í úrslitum. Gott hjá þeim gamla, sem vissi ekki einu sinni að hann væri í Eurovision! Latibær hefur opnað skrifstofu í London sem á að styrkja enn frekar við sölu á varningi tengdum sjónvarpsþáttunum og leiksýningum sem hafa heldur betur slegið í gegn á Bretlandseyjum. Íslensk fjármálafyrirtæki og bankar hafa á undan förnum árum verið að hasla sér völl í höfuðborg Englands og hafa síður en svo sparað þegar kemur að opnun skrifstofa þar. Kristján Kristjánsson, upplýsingafull- trúi Latabæjar, segir Latabæ vera langt frá því að feta í fótspor þeirra, - fgg Latibær opnar útibú í London ENGINN LÚXUS Skrifstofan í London er að sögn Kristjáns bara lítil og pen með tveimur starfsmönnum. Lögfræðingur söngkonunnar Britney Spears, Sorrel Trope, vill hætta. Lögfræðistofan Trope and Trope hefur unnið fyrir Spears frá því í september, en eins og flestir vita á hún í hat- rammri forræðisdeilu við fyrrverandi eigin- mann sinn, Kevin Federline. Lögfræðingur- inn vill nú slíta samstarf- inu, og segir talsmaður lögfræðistofunnar ástæð- una vera samskipta- örðugleika. Britney skrópaði í yfirheyrsl- um hjá lögmanni Kevins Federline í vikunni, og er talið að það hafi haft áhrif á þessa ákvörðun. Trope mun þó vera fulltrúi söngkon- unnar um eitthvert skeið. „Lögfræð- ingur getur ekki bara hætt við mál. Við munum biðja dómstólinn um lausn frá þessu, og komum fyrir dómara innan mánaðar,“ segir Trope. Hann er þriðji lög- fræðingur Spears í forræðis deilunni. Sá fyrsti hætti í september, og Britn- ey rak næstu lögfræðinga sína eftir einungis nokk- urra daga samstarf. Britney ein á báti SAMSKIPTA ÖRÐUG- LEIKAR Britney Spears hefur ítrek- að skrópað í yfir- heyrslur á meðan á forræðismáli hennar og K-Fed hefur staðið, og nú vill lögfræð- ingur hennar ekki frekara samstarf. Hollywood-stjörnurnar lofa öllu fögru í upphafi nýs árs, eins og svo margir aðrir. Sumar virðast eiga í vandræðum með að mæta á réttum tíma, og aðrar fegurðardísir heita framförum í golfi. Hvort stjörnurn- ar eru svo eitthvað skárri í að halda blessuð heitin verður svo að koma í ljós á árinu. Nudd á nýju ári ÁFRAM VEGINN Sharon Osbourne ætlar að halda gamlar venjur í heiðri. „Ég er of gömul til að breytast. Ég ætla bara að borða og drekka mig í gegnum nýja árið.“ STUNDVÍS SCHERZ- INGER „Að vera stundvísari, og biðja meira,“ segir Nicole Scherzinger úr The Pussycat Dolls um sín heit. SKEMMTILEG HEIT Jennifer Morrisson úr þáttunum um lækninn House strengir skemmtilegt heit: „Að skemmta mér á hverju augnabliki.“ NUDD Á NÝJU ÁRI „Að fara oftar í nudd,“ segir leikkon- an Christina Applegate, sem kveðst vinna allt of langan vinnudag. „Ég held að það kæmi öllum vel ef ég væri aðeins afslappaðri.“ VONLAUS KOKK- UR „Að læra að elda, kannski. Ég er frekar vonlaus, í sann- leika sagt. Það er kominn tími til að læra það, en ég þoli ekki að elda,“ segir Angelina Jolie. BARN OG GOLF Halle Berry vill eignast heilbrigt barn á árinu, „og spila meira golf. Ég fór að spila golf á síðasta ári en ég hef ekki haft tíma til að verða góð í því,“ segir leikkonan. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LG A R Ð U R Útsalan hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.