Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 88
40 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Kristján Andrésson er að gera frábæra hluti í frumraun sinni sem þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta en undir hans stjórn hefur GUIF náð fínum árangri í vetur. Liðið er í sjötta sæti og Kristján var valinn besti þjálfari deildarinnar í desember eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í fimm af sex leikjum mánaðarins. „Við misstum þrjá byrjunarliðsleikmenn fyrir þetta tímabil en keyptum enga nýja í staðinn þannig að við treystum á unga og efni- lega leikmenn sem komu inn. Við byrjuðum illa en síðan komumst við í gang í nóvember og í desember gekk þetta mjög vel. Við erum búnir að vera með mjög góða vörn og góða markvörslu og það hefur haft mest að segja að við höfum unnið þessa leiki,“ segir Kristján. „Við erum í sjötta sæti og það eru bara tvö stig upp í þriðja sætið. Við erum að fara spila við öll þessi fimm lið sem eru fyrir ofan okkur þegar deildin byrjar aftur eftir EM-fríið,“ segir Kristján, sem segir gengi liðsins vera framar vonum. „Markmiðið okkar var að halda sæti okkar í deildinni. Við ætlum núna að setjast niður í janúar og athuga hvort það sé einhver ástæða til þess að setja stefnuna á úrslitakeppnina. Það eru engar stjörnur í liðinu en engu að síður margir góðir handboltamenn,“ segir Kristján en einn af þeim er bróðir hans, Haukur, sem hefur staðið sig vel. „Hann er efnilegur miðjumaður og spilar meira og meira með hverjum leik. Hann er að berjast um sætið við Pólverjann Pavel Albin sem er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann spilar í 10 til 15 mínútur í leik og gerir það mjög vel,” segir Kristján, sem nýtur sín vel í þjálfarahlutverkinu. „Þar sem ég gat ekki spilað lengur var mjög skemmtilegt að fara út í þjálfunina. Ég verð klókari með hverjum degi og maður lærir af mistökunum. Það er náttúrlega miklu skemmtilegra þegar það gengur vel. Það voru ekki margir sem héldu að við myndum halda okkur í deildinni og því var spáð að við myndum falla. Þetta góða gengi er því mjög skemmtilegt bæði fyrir mig sem og strákana í liðinu. Þeir sjá nú að ef maður æfir vel og mikið þá er allt mögulegt,“ sagði Kristján að lokum. KRISTJÁN ANDRÉSSON, ÞJÁLFARI GUIF: VALINN BESTI ÞJÁLFARINN Í SÆNSKU DEILDINNI Í DESEMBER Skemmtilegt fyrir bæði mig og strákana í liðinu FÓTBOLTI Ian Jeffs er genginn til liðs við Fylki frá Örebro í Svíþjóð og skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverðið sem samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var rúmar milljón krónur. Ian Jeffs var í láni hjá ÍBV síð- asta sumar og lék ellefu leiki með liðinu, skoraði níu mörk í 1. deild- inni og var valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í 1. deild í lok tímabilsins. Jeffs, sem lék einnig með ÍBV áður en hann hélt til Svíþjóðar og á að baki 48 leiki í efstu deild, var sáttur með að fá tækifæri til þess að spila þar á ný. „Þetta mál tók smá tíma en Fylkir sýndi mér áhuga strax í byrjun og allt til enda þannig að ákvörðunin var í rauninni ekki erfið og ég er mjög ánægður með að hafa valið að fara í Árbæinn,“ sagði Jeffs, sem mun einnig aðstoða við þjálfun yngri flokka hjá liðinu. „Ég hef áhuga á að mennta mig í þjálfun og Fylkir bauð mér mögu- leikann á því að aðstoða við þjálf- un yngri flokka félagsins og það er gott tækifæri fyrir mig og hent- ar mér vel,“ sagði Jeffs í samtali við Fréttablaðið í gær. Leifur S, Garðarsson, þjálfari Fylkis, var að sama skapi afar ánægður með nýja leikmanninn þegar Fréttablaðið tók stöðuna á honum í gær. „Við vorum búnir að fylgjast með hans málum lengi vel og erum mjög sáttir með að hafa náð að landa honum. Ég hef alla tíð verið mjög hrifinn af Jeffs sem leik- manni og þegar ég var hjá FH leit- uðumst ég og Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, eftir því að fá hann til liðsins þegar hann fór til Örebro í Svíþjóð. Hann gefur liði sínu gott jafnvægi fram á við og er góður á boltanum. Koma hans er metnaðarfullt skref hjá félaginu og jákvætt fyrir okkur að hann hafi valið Fylki fram yfir önnur lið,“ sagði Leifur, sem hefur einnig öðlast bandamann í stuðn- ingi við enska úrvalsdeildarliðið Everton, en Jeffs kvað það þó ekki hafa ráðið úrslitum um ákvörðun hans. „Þótt ótrúlegt megi virðast vó þessi staðreynd ekki þungt, en ég heyrði að forráðamenn Fylkis væru á báðum áttum með að fá mig eftir að þeir heyrðu að ég væri Everton-aðdáandi eins og Leifur. Það væri meira en nóg að hafa einn þannig hjá félaginu,“ sagði Jeffs á léttum nótum. - óþ Ian Jeffs gekk í gær til liðs við Fylki frá sænska liðinu Örebro en Fylkir borgaði rúma milljón fyrir Jeffs: Fylkismenn sýndu mér mestan áhuga KOMINN Í FYLKI Ian Jeffs sést hér í leik með fyrrverandi félagi sínu, ÍBV, í leik gegn núverandi félagi sínu, Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það verður væntanlega ekkert af því að markvörðurinn Stefán Logi Magnússon gangi í raðir norska félagsins Notodden en félagið gerði KR tilboð í leikmanninn á dögunum. Tilboð- inu hefur ekki enn verið svarað. „Það verður nú að segjast eins og er að þetta er ekki spennandi tilboð. Norska félagið vill að við gerum gagntilboð en það tekur því varla enda er okkar verðmiði líklega langt fyrir utan það sem þeir vilja borga, í það minnsta ef við tökum mið af tilboðinu sem er á borðinu núna. Þar fyrir utan er Stefán Logi ekki til sölu og við viljum alls ekki missa hann,“ sagði Baldur Stefánsson, stjórnarmaður hjá KR-Sport. - hbg Tilboð Notodden í Stefán: Stefán Logi er ekki til sölu FÓTBOLTI Frank Lampard hefur kveðið niður sögusagnir þess efnis að hann muni yfirgefa Chelsea eftir tímabilið með því að lýsa yfir löngun sinni um að enda ferilinn með Lundúnaliðinu. „Allir sem þekkja mig vel vita hversu mikilvægt Chelsea er fyrir mig og ég er sannfærður um að ég myndi aldrei fá jafn mikinn hlýhug annars staðar eins og ég fæ frá aðdáendum Chelsea. Ég er alls ekki að hugsa mér til hreyfings þar sem ég er hjá félagi sem mér þykir vænt um og væri til í að vera áfram hjá Chelsea næstu sex til sjö árin,“ sagði Lampard í viðtali við dagblaðið Daily Mail. Lampard, sem er 29 ára gamall og á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Chelsea, hefur undan- farið verið orðaður við stórliðin Juventus og Barcelona í fjölmiðl- um. - óþ Frank Lampard, Chelsea: Vill enda feril- inn hjá Chelsea ÁNÆGÐUR Frank Lampard kveðst hvergi annars staðar vilja vera en hjá Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY > „Teddy á framtíð hjá Celtic“ Celtic-hetjan fyrrverandi Tosh McKinley hefur trú á því að Theodór Elmar Bjarnason eigi framtíð fyrir sér hjá Celtic. „Allt leit út fyrir að Teddy væri að stíga skrefið til fulls bata þegar hann meiddist á undirbúningstímabilinu. Ef hann nær sér aftur á strik og sýnir álíka takta og hann var vanur að sýna er ég viss um að hann mun vinna sér sæti í liðinu,“ sagði McKinley en hann vinnur sem umboðsmaður og sparkspeking- ur hjá Celtic Media. FÓTBOLTI Sam Allardyce, knatt- spyrnustjóri Newcastle, viður- kenndi loksins eftir tap liðsins gegn Manchester City á St. James‘s Park í fyrrakvöld að pressan væri að aukast á honum og starfið væri í húfi, þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingu Chris Mort, stjórnarformanns Newcastle. „Það er frábært að finna stuðning stjórnarformannsins á þessum tíma en stuðningurinn breytir því ekki að pressan á mér fer vaxandi með áframhaldandi slöku gengi. Lið eins og New- castle á ekki að tapa á heimavelli og þaðan af síður að tapa þremur leikjum í röð,“ sagði Allardyce, sem mun hljóta stuðning Morts í verki með því að fá peninga til þess að kaupa leikmenn í janúarglugganum. „Við ætlum að kaupa einn til tvo leikmenn til þess að styrkja hópinn, en við ætlumst einnig til þess að núverandi leikmenn liðsins leggi harðar að sér og komi Newcastle á beinu brautina á ný,“ sagði Mort. - óþ Sam Allardyce, Newcastle: Pressan á mér fer nú vaxandi KÖRFUBOLTI Grindvíkingar enduðu tíu leikja sigurgöngu Keflvíkinga og unnu afar öruggan og sannfær- andi 22 stiga sigur, 98-76, á topp- liði Iceland Express-deildarinnar í gær. Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu og það var augljóst í hvert stefndi fyrir gestina úr Keflavík enda var varnar leikur Grindavíkurliðsins frábær. Með þessum sigri komu Grind- víkingar í veg fyrir að Keflvík- ingar yrðu fyrsta liðið til þess að vinna fyrsta leik á nýju ári eftir að hafa unnið alla leiki sína fyrir ára- mót. Grindvíkingar opnuðu með þessum sigri toppbaráttu deildar- innar og sýndu enn á ný að þeir eru með eitt af bestu liðum deildar- innar. Eftir tvö slæm heimatöp í röð var það augljóst að Grindvíkingar ætluðu að sýna sitt rétta andlit. Helgi Jónas Guðfinnsson hætti við að spila leikinn á síðustu stundu en það hafði ekki sjáanleg áhrif á liðið, sem var komið 24-11 yfir eftir fimm mínútna leik. Jonathan Griffin reif sig upp eftir tvo slaka leiki og skoraði 35 stig en besti maður liðsins var þó Daninn Adama Darboe (16 stig, 9 stoð- sendingar, 7 fráköst) sem auk þess að stjórna sóknarleiknum með glæsibrag spilaði frábæra vörn á Bobby Walker sem skoraði „aðeins“ tíu stig og klikkaði á 11 af 15 skotum sínum. Páll Axel Vilbergsson var í starngri gæslu en skilaði samt sínu til liðsins alveg eins og Páll Krist- insson sem lenti í villuvandræð- um. Þá var allt annað að sjá til Igors Beljanski sem kom til baka eftir slakan leik gegn Njarðvík og skoraði 14 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Keflvíkingar höfðu ekki leikið leik í 21 dag og það hafði örugg- lega sitt að segja því liðið fann aldrei taktinn. Þetta kom ekki síst fram í skotunum fyrir utan þriggja stiga línuna en aðeins 3 af 27 röt- uðu rétta leið. Miklu munaði um að lykilmenn liðsins, Bobby Walker og Tommy Johnson, fundu sig ekki og klikkuðu á 18 af 24 skotum sínum og skoruðu aðeins 19 stig saman. Það voru ungu strákarnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson (10 stig, 9 fráköst, 4 varin skot) og Þröstur Leó Jóhannsson (11 stig, 4 stolnir) sem báru af auk þess sem Anthony Susnjara (14 stig) var sá eini af erlendu leikmönnum liðsins sem var að spila af eðlilegri getu. ooj@frettabladid.is Keflvíkingar kafsigldir Grindvíkingar stöðvuðu óslitna sigurgöngu Keflavíkur í vetur og komu í veg fyrir að nágrannar þeirra næðu sögulegum árangri með frábærum 22 stiga sigri í gær. HART BARIST Það var ekkert gefið eftir í Röstinni í gær. Hér berjast Grindvíkingurinn Páll Kristinsson og Keflvíkingurinn Jón Nordal Hafsteinsson um boltann. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN Iceland Express-deild karla: Grindavík-Keflavík 98-76 (51-36) Stig Grindavíkur: Jonathan Griffin 35 (9 frák.) Adam Darboe 16 (9 stoðs., 7 frák.), Igor Beljanski 14 (7 frák., 5 stoðs.), Páll Axel Vilbergsson 11 (9 frák.), Páll Kristinsson 11 (10 frák. á 23 mín.), Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 3, Davíð Páll Hermannsson 2. Stig Keflavíkur: Anthony Susnjara 14, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Bobby Walker 10 (8 stoðs.), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák., 4 varin), Tommy Johnson 9, Magnús Þór Gunnarsson 6, Arnar Freyr Jónsson 5 (6 stoðs.), Gunnar Einarsson 4, Jón N Hafsteinsson 4, Elvar Þór Sigurjónsson 2, Vilhjálmur Steinarsson 2. Snæfell-Þór Ak. 93-63 ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.