Fréttablaðið - 05.01.2008, Side 1

Fréttablaðið - 05.01.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 5. janúar 2008 — 4. tölublað — 8. árgangur hús&heimili Íslenskur viður er vel nothæfur í húsgagnasmíði að sögn Gulleiks Lövskar hús- gagnahönnuðar. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG hús&heimiliLAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008● HÖNNUÐUR Gulleik og gítarstóllinn● HEIMILIÐ Baðherbergi nútímans● DRAUMAHÚS Flash-dance íbúð við East River Myndu setja Ólaf Ragnar í jóga STEINN ÁRMANN OG SOLLA Á GRÆNUM KOSTI SETJAST Á RÖKSTÓLA 28 VIÐSKIPTI „Bankinn þarf að fjármagna sig jöfnum höndum á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði og með áframhaldandi aukningu innlána,“ segir Halldór J. Kristj- ánsson, bankastjóri Landsbank- ans. Bankamenn segjast almennt geta komist af í heilt ár eða lengur án þess að sækja sér fé annað. Alls þurfa þeir að inna af hendi sem nemur um 600 milljörð- um króna, vegna langtímaskuld- bindinga sem gjaldfalla á árinu. - ikh / sjá síðu 12 Langtímaskuldir bankanna: 600 milljarðar gjaldfalla í ár LÖGREGLUMÁL Sömu menn og réðust á Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðs- mann í knattspyrnu, aðfaranótt 22. desember á efri hæð Hverfisbars- ins fótbrutu mann inni á salerni veitingahússins Apóteksins aðfara- nótt 30. desember. Fórnarlamb árásarinnar, sem er karlmaður á 29. aldursári, var í tvo daga á sjúkrahúsi eftir árásina en hann þurfti að gangast undir skurð- aðgerð vegna alvarlegra áverka á ökkla. Liðbönd slitnuðu auk þess sem hann margbrotnaði. Hann hlaut einnig áverka í andliti og á líkama. Báðar árásirnar hafa verið kærð- ar til lögreglu og hefur hún nú málin til rannsóknar. Árásin á Hannes náðist á eftirlitsmyndavél. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Davíð Smári Helenar- son, sem hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota, grunaður um að hafa haft sig mest í frammi í báðum árásunum. Hann hefur verið kærður til lögreglu fyrir báðar árásirnar. Hinn 30. ágúst í fyrra kom hann fram í sjónvarpsviðtölum bæði í Kastljósþætti RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2, eftir árás hans á dómara í leik Dynamo Gym 80 og Vatnalilj- anna í utandeildinni í knattspyrnu. Í viðtali við Helga Seljan, fréttamann RÚV, sagði hann meðal annars: „Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg aug- ljóst […] Þetta er bara endapunkt- ur.“ Áður hafði hann tekið fram sér- staklega að hann vildi biðja dómarann „afsökunar, alveg bara endalaust“. Dómarinn, Valur Stein- grímsson, rifbeinsbrotnaði. Lögreglan staðfestir að skýrslu- tökur hafi farið fram vegna árás- anna beggja en verst frekari frétta. Málin eru litin alvarlegum augum enda um tilefnislausar árásir að ræða. Árásin á Apótekinu átti sér stað um fjögurleytið að nóttu. Fórnar- lambinu var haldið inni á salerninu og ýtt ítrekað inn aftur, að því er vitni hafa greint frá, þegar það reyndi að fara út. Gestur á staðnum kom manninum til hjálpar og kall- aði til dyraverði. - mh / sjá síðu 4 Fótbrutu mann á salerni Apóteksins Sömu menn og börðu landsliðsmanninn Hannes Þ. Sigurðsson illa á Hverf- isbarnum skömmu fyrir jól fótbrutu mann inni á salerni á Apótekinu viku seinna. Þekktur ofbeldismaður er grunaður um að hafa haft sig mest í frammi. OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 20% afsláttur í næstu verslun Opið 10–18 í dag VEÐRIÐ Í DAG Dæmir hunda-idol Unnur Birna Vilhjálms- dóttir er einn dómara í hundahæfileikakeppni sem fram fer í dag. FÓLK 50 Hlegið án ástæðu á nýju ári Fyrsti hláturjógatími ársins. TÍMAMÓT 26 LÖGREGLUMÁL Götuhópur fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók í gær 77 e-töflur, tíu grömm af kókaíni og fjármuni sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Það var um miðjan dag í gær að götuhópurinn fór í húsleit í austurborginni, að fengnum úrskurði. Einn karlmaður var handtekinn á staðnum og færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni. - jss / sjá síðu 8 Götuhópur fíkniefnalögreglu: Tók 77 e-töflur og söluágóða ÞURRT SUÐVESTAN TIL Í dag verður yfirleitt norðaustlæg átt, 5-15 m/s hvassast með ströndum nyrðra og eystra og á Vestfjörðum. Rigning eða slydda en þurrt og skýjað með köflum suðvestan til. Hiti 0-7 stig, mildast við suðausturströndina. VEÐUR 4      Tap gegn Pólverjum Íslenska hand- boltalandsliðið tapaði fyrsta leik æfinga- mótsins í Danmörku í gær. ÍÞRÓTTIR 46 VEL BÚNIR INNI SEM ÚTI Vegfarendur um Austurstrætið geta oft verið vitni að asa og afslöppun í sömu andránni líkt og þessi mynd ber með sér. Þó betur viðraði í gær en undanfarna daga voru afslappaðir sem og hraðskreiðir vegfarendur vel búnir enda tekur því varla að venja sig af höfuðfatnaði, hönskum og þykkri yfirhöfn því kuldaboli er í kortum Veðurstofu Íslands og er gert ráð fyrir að hann bíti með 7 stiga frosti næstkomandi miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er ágætis síli en ekki stærsta gerð, eins og er yfirleitt í byrjun,“ segir Finnbogi Böðvarsson, skipstjóri á Þorsteini ÞH-360, sem fann fyrstu loðnu vetrarins fimmtíu mílum norður af Hraunhafnartanga í gærdag. Skítabræla er á miðunum og of snemmt að meta hversu mikið af loðnu er á ferðinni. Það er þó góðs viti að sögn Finnboga að Börkur NK-122 var nýkominn á svæðið og búinn að kasta á loðnutorfu þrjátíu mílum austar. Finnbogi segist hafa dregið flottrollið í stuttan tíma og fengið um hundrað tonn. „Það var ágætt enda ekki gott að fá meira en það í þessu leiðinda veðri.“ Hann segir að veðurspáin lofi góðu fyrir helgina. „En þessi slatti sem við fengum dugir í vinnsluna í bili.“ Tvö önnur loðnuskip, Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Ingunn AK-150, eru væntanleg á miðin. Hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson leggur af stað til mælinga og leitar eftir helgi. Fyrir réttu ári lögðu bæði skip Hafrannsóknastofnunar úr höfn í það sem var kallað „örvæntingarfulla leit“ að loðnunni. Sjávarútvegsráðuneytið gaf út bráðabirgðaloðnu- kvóta í október upp á 205 þúsund tonn og þar af koma rúmlega 120 þúsund tonn í hlut íslenskra loðnuskipa. Heildarveiði íslenskra skipa var 308 þúsund tonn árið 2007. - shá Fjölveiðiskipið Þorsteinn ÞH-360 fann loðnu fyrir norðan land í gær: Loðna fundin við Kolbeinsey LOÐNA Fyrsta loðna vetrarins er fundin. LÖGREGLUMÁL Par var handtekið í gærkvöldi eftir að maðurinn ógnaði starfsmönnum í Laugar- dalshöll með hnífi og keyrði síðar utan í tvo bíla. Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglu- stjóra við handtökuna, sem var við Meðalholt. Manninum var gert að yfirgefa tónleika Bubba Morthens þar sem hann var í annarlegu ástandi. Hann trylltist og sparkaði í rúðu svo hann skarst á fæti, ógnaði þá starfsmönnum og yfirgaf tónleikana á bíl með lagskonu sinni. Maðurinn var færður á slysavarðstofu til aðhlynningar. Málið er í rannsókn - shá Sérsveitin kölluð út: Dró upp hníf á Bubbatónleikum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.