Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 4
4 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki GENGIÐ 04.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,9995 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,34 61,64 121,42 122,02 90,15 90,65 12,097 12,167 11,44 11,508 9,625 9,681 0,56 0,5632 96,96 97,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR REYKJAVÍK Jólatré verða sótt af starfsmönnum framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar 7. til 11. janúar næstkomandi. Eru íbúar borgarinnar beðnir um að setja sín jólatré á áberandi stað við lóðamörk og tryggja að þau fjúki ekki og valdi þannig skemmdum. Eftir 11. janúar þurfa íbúar sjálfir að koma jólatrjám á næstu gámastöð Sorpu en gömul jólatré eru nýtt til moltugerðar í samstarfi framkvæmdasviðs og Gámaþjónustunnar. Þá eru íbúar einnig hvattir til að hreinsa upp flugeldarusl í nágrenni sínu. - ovd Trén sótt heim til fólks: Jólatrén nýtt til moltugerðar STARFSMENN FRAMKVÆMDASVIÐS Íbúar setji jólatrén við lóðamörk. BANDARÍKIN, AP Demókratinn Bar- ack Obama og repúblikaninn Mike Huckabee héldu til New Hampshire í gær vongóðir um að sigrar þeirra í fyrstu forkosningum flokka sinna í Iowa gæfu þeim ný tromp í slagn- um við innanflokkskeppinauta um útnefningu til forsetaframboðs í haust. Við úrslit forkosninganna í Iowa vakti mesta athygli hve afgerandi sigur Obama var. Hann fékk nærri 38 prósent atkvæða, átta prósentum meira en sá frambjóðandi sem næst- mest fylgi fékk. Sá reyndist vera John Edwards. Hillary Clinton varð að láta sér lynda þriðja sætið með 0,3 prósentum minna fylgi en Edwards. Sigur þingmannsins unga frá Illin- ois, sem vonast til að verða fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna, þykir einnig eftirtektarverður með tilliti til þess að aðeins um þrjú pró- sent íbúa Iowa eru dökk á hörund. Eftir að úrslitin í Iowa urðu kunn fækkaði líka í hópi demókrata- keppinautanna; þingmennirnir Joe Biden og Christopher Dodd ákváðu að draga sig í hlé. Hjá repúblikönum var sigur Huckabees einnig afgerandi; fylgi hans reyndist 34 prósent en Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, sem hafði lagt gríð- armikla áherslu á framboðsbarátt- una í Iowa, fékk aðeins 25 prósent. Aðrir frambjóðendur voru langt þar fyrir aftan; þeirra fremstur var Fred Thompson með 13 prósent. Rudy Giuliani, fyrrverandi borgar- stjóri New York, sem lengi hefur mælst með mest fylgi meðal rep- úblikana á landsvísu, komst varla á blað. Hillary Clinton lét í ummælum sínum eftir úrslitin í Iowa engan bilbug á sér finna. „Við höfum alltaf sagt að kosningabarátta okkar bein- ist að öllu landinu,“ sagði hún. Í her- búðum hennar hugga menn sig einnig við að rifja upp að Bill Clin- ton, eiginmaður Hillary, fékk aðeins þrjú prósent atkvæða í forkosning- unum í Iowa þegar hann keppti að framboðsútnefningu demókrata árið 1992. Og vann svo forsetakosn- ingarnar sjálfar. Meðal repúblikana þykir sigur Huckabees hafa minni þýðingu fyrir keppnina á landsvísu. Bapt- istaklerkurinn og fyrrverandi ríkis- stjóri Arkansas þykir höfða til þröngs kjósendahóps á landsvísu, en sá hópur kristilegra kjósenda er hlutfallslega stór í Iowa. Margir efast um að hann sé fær um að afla sér eins mikils fylgis í mörgum öðrum ríkjum. Þannig er honum ekki spáð eins góðu gengi í New Hampshire. Hið opna fyrirkomu- lag forkosninganna þar veldur því reyndar að kosningarýnar treysta sér ekki til að veðja á hver muni hafa þar vinninginn. John McCain, sem ólíkt Huckabee er meðal frjáls- lyndustu frambjóðendanna í röðum repúblikana, er talinn eiga góða möguleika, og Mitt Romney hefur eytt miklu fé í að hámarka mögu- leika sína þar. audunn@frettabladid.is Obama og Huckabee hrósa sigri í Iowa Í fyrstu forkosningunum fyrir forsetakosningarnar vestra, í hinu tiltölulega fámenna miðvesturríki Iowa, slógu demókratinn Barack Obama og repúblikan- inn Mike Huckabee keppinautum sínum við. Næst er kosið í New Hampshire. MIKE HUCKABEE MEÐBYR Barack Obama flytur stuðningsmönnum sínum þakkarávarp í Des Moines í Iowa í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kapphlaup í kolefnisjöfnun Mosfellsbær segir það rangt sem kom fram í fréttablaði Skógræktarfélags Íslands að Garðabær hefði verið fyrst sveitarfélaga til þess að kolefnisjafna sig. „Í ljós hefur komið að svo var ekki. Mosfellsbær var því fyrst allra sveitarfélaga til að taka umhverfislega ábyrgð á þeirri koltvísýringsmengun sem samgöngutæki sveitarfélagsins valda og kolefnisjafna sig,“ segir á heimasíðu Mosfellsbæjar. UMHVERFISMÁL Í frétt Fréttablaðsins á fimmtudag (á síðu 2) er eftirfarandi setningu að finna í inngangi og frétt blaðsins: „Samgönguráðherra segir Vaðlaheið- argöng vera framar í forgangsröðinni en Sundabraut og tvöföldun Suður- landsvegar.“ Komið hefur í ljós að í þessari óbeinu tilvitnun skildi blaða- maður orð Kristjáns Möllers sam- gönguráðherra á annan veg en þau voru ætluð. Samgönguráðherra sagði Vaðlaheiðargöng, Sundabraut og tvö- földun Suðurlandsvegar forgangsmál en undirbúningur Vaðlaheiðarganga væri lengst á veg kominn. ÁRÉTTING LÖGREGLUMÁL Davíð Smári Helen- arson, sem oft hefur verið nefnd- ur Dabbi Grensás, hefur í nokkur skipti komist í kastljós fjölmiðla fyrir að beita fólk ofbeldi af tilefn- islausu. Hann lamdi sjónvarps- manninn Sverri Þór Sverrisson í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að Sverrir hlaut greinilega áverka í andliti. Davíð Smári baðst síðan afsökunar á því í viðtali við fjölmiðla. Þá kom Davíð Smári fram opin- berlega í Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2 á sumarmánuðum í fyrra, eftir að hann hafði rifbeinsbrotið dómara í fótboltaleik. Viðurkenndi hann að hann þyrfti að taka sig á. Hann var í slagtogi með öðrum manni, einnig á sumarmánuðum í fyrra, sem réðst að Eiði Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, þegar hann var að koma úr þrítugsafmæli Sverris Þórs, og hrinti honum í jörðina. Davíð Smári neitaði alfarið að hafa átt þátt í árásinni þegar hann var spurður út í hana í sjónvarps- viðtölum. Davíð Smári er grunaður um að hafa lamið Hannes Þ. Sigurðsson landsliðsmann í knattspyrnu ásamt öðrum manni og veitt honum mikla áverka í andliti auk þess, eins og fram kemur í Frétta- blaðinu í dag, að hafa fótbrotið mann á salerni Apóteksins aðfara- nótt 30. desember. Davíð Smári hefur verið kærður til lögreglu fyrir báðar árásirnar. - mh Maður sem talað hefur opinberlega um ofbeldishneigð sína kærður: Í fjölmiðlum vegna ofbeldis APÓTEKIÐ Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu rannsakar tvö mál þar sem Davíð Smári er grunaður um alvarlega líkamsárás. Önnur árásin átti sér stað á Apótekinu.                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+, ./+, 01 /+,  20 3+, 01 4+, 5+, 6+, -+, 4+,  20 -+, 7+, /6+,  20 /-+, 4/+,  20          !  " # $   % %  &!  ' ( %   &   ))    % * +   ,% & ))! $, -     +")) .. +  &/  0 /   ' !    %   ! %  1)-* ) - +2 0    &- &' 3 ,# ! - -0 $1 % 4&,!   1)-   /  ) + /  ' 567 6    9!: -;  $, - )#& -' < -  " -)' 8 9" :   ; 9" 7./3<  =./*<  9"       (' * %       =  >  =   !9 /* = 6 /* /3 /3 7 7 > /3 5 =  =      FÉLAGSMÁL Fundaröð UNIFEM á Íslandi um stöðu kvenna í þróunar- ríkjum og á stríðshrjáðum svæðum hefst í dag í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 42 klukkan eitt. „Áætlað er að ein af hverjum þremur konum um allan heim hafi verið barðar, þvingaðar í kynlíf eða misnotaðar á einhvern hátt einhvern tíma á lífsleiðinni. Á alheimsvísu er talið að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða eins og krabbamein og sé mun algengari ástæða fyrir heilsubrest kvenna en umferðar- slys og malaría til samans,“ segir í tilkynningu frá UNIFEM. - gar Ráðstefna UNIFEM á Íslandi: Stríðshrjáðar konur ræddar ÓSLÓ, AP Borgardómstóll Óslóar hafnaði í gær kröfu átta lítilla sveitarfélaga í Noregi um að frysta persónulegar eignir verðbréfamiðlaranna sem þau segja ábyrga fyrir því mikla tapi sem þau hafa orðið fyrir vegna fjárfestinga í bandarískum húsnæðislánum. Talsmenn sveitarfélaganna segja tapið nú komið í 687 milljónir norskra króna, andvirði 7,9 milljarða íslenskra. Sveitarfélögin fóru í síðasta mánuði fram á að eignir tveggja verðbréfamiðlara yrðu frystar uns niðurstaða fengist í skaða- bótamál sveitarfélaganna gegn þeim. Þau segja 85 prósent fjárfestinganna nú vera töpuð. - aa Glæfrafjárfestingar í Noregi: Kröfu sveitarfé- laga hafnað SAMGÖNGUR Aukning í farþega- fjölda Flugfélags Íslands var um fjórtán prósent milli áranna 2006 og 2007. Var heildarfjöldi farþega um 430 þúsund en af þeim voru farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands um 22 þúsund. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar fjölgaði farþegum um tólf prósent og um níu prósent til Ísafjarðar. Tvö hundruð þúsund farþegar voru fluttir til og frá Akureyri, 134 þúsund til og frá Egilsstöðum og til og frá Ísafirði voru fluttir um 47 þúsund farþegar. - ovd Metár hjá Flugfélagi Íslands: 200 þúsund til og frá Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.