Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 6
6 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR ÍSRAEL, AP Ísraelskar herþotur og stórskotalið lét sprengjum rigna yfir skotmörk á Gazasvæðinu á fimmtudag, í kjölfar þess að lang- drægri sprengiflaug var skotið þaðan inn í Ísrael. Minnst níu manns létu lífið, þar af þrír óbreyttir borgarar að því er sjúkrahússtarfsfólk á Gaza greindi frá. Enginn meiddist er heimasmíð- uð svonefnd Kartyusha-sprengi- flaug lenti inni í ísraelska bænum Ashkelon, 17 km frá landamærum Gazasvæðisins. Að sögn tals- manna ísraelskra yfirvalda hafa slíkar flaugar sem palestínskir skæruliðar hafa lengi tíðkað að skjóta að Ísrael frá Gaza aldrei komist jafn langt yfir landamær- in. Það segja þeir að sé merki um að skæruliðar á Gaza séu að ná meiri færni í að smíða slík skað- ræðisvopn og að stöðugt streymi meiri vopnabúnaður þangað eftir smyglleiðum frá Egyptalandi, þótt Gazasvæðið sé nánast alveg ein- angrað frá umheiminum síðan Hamas-samtökin tóku þar öll völd í júnímánuði síðastliðnum. „Palestínumenn réðust á þýð- ingarmikla ísraelska borg ... og kölluðu þar með yfir sig harðari viðbrögð,“ sagði David Baker, talsmaður Ísraelsstjórnar, um hernaðaraðgerðirnar. - aa Ísraelsher gerði loft- og stórskotaliðsárásir á skotmörk á Gaza: Hart brugðist við sprengiflaug SPRENGIFLAUGAR Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra sýndar sprungnar sprengiflaugar frá Gaza í ísraelska bænum Sderot í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NEYTENDAMÁL Helgu Sigrúnu Sveinsdóttur brá nokkuð í brún þegar henni var bent á það fyrir utan Bónus á Skemmuvegi að sam- kvæmt dagsetningarstimpli yrði plokkfisknum sem hún hafði nýkeypt ekki pakkað fyrr en á mánudag. „Ég athuga alltaf dagsetningu á síðasta neysludegi en ég tók ekki eftir þessu. En nú þegar ég sé þetta þá veit ég ekki hvað er að þetta því ekki er pökkunardagur- inn réttur, það er alveg öruggt,“ sagði hún. „Það er samt mjög sorg- legt því þetta er besti plokkfiskur- inn,“ bætti hún við. Grímur Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Grím- ur kokkur, sem framleiðir plokk- fiskinn, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Það er handstillt merkimiðabyssa hjá okkur og það hefur verið stimplað sjöundi í stað fjórða,“ segir hann. „Við létum innkalla vöruna um leið og okkur var gert viðvart. Svo munum við merkja hana rétt. Þetta er afar leiðinlegt, sérstak- lega í ljósi þess að við höfum feng- ið mjög góðar viðtökur með vörur okkar og ég vona bara og treysti að það verði engin breyting þar á þrátt fyrir þessi mannlegu mis- tök.“ Hann telur að um 200 stykki hafi verið innkölluð. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að hann hafi látið taka vöruna strax úr hillum og haft samband við framleiðanda, sem sótti vöruna skömmu seinna. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir að þangað hafi ekki borist margar kvartanir vegna rangra dagsetn- inga. „Menn hafa þá borið fyrir sig mannleg mistök sem ég tel einnig vera hugsanlegustu skýr- inguna því fyrirtækin tapa við- skiptavinum á þessu og það vilja þau ekki,“ segir hann. - jse Rangar merkingar á Grímsplokkfiski frá Vestmannaeyjum: Pökkunardagur eftir þrjá daga HELGA SIGRÚN SVEINSDÓTTIR Tók ekki eftir dagsetningunni fyrr en út var komið. Hún segir þetta sorglegt því plokkfiskurinn sé sá besti. FÓLK „Aðalmálið hjá mér er að fá viðurkennt að ég eigi rétt á þess- ari aðstoð. Þetta snýst alls ekki um peninga,“ segir Jóhanna Dag- mar Magnúsdóttir, einhent kona sem fær handsnyrtingu ekki end- urgreidda hjá Tryggingastofnun. Jóhanna, sem er 71 árs, missti vinstri handlegginn við öxl fyrri part árs 2005 þegar hún fékk ill- víga streptókokkasýkingu eftir að hafa hruflað sig smávægilega á handarbaki. Eiginmann sinn missti hún í febrúar í fyrra og býr nú ein í lítilli íbúð á Höfn í Horna- firði. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær hefur úrskurðarnefnd almannatrygginga tekið undir með Tryggingastofnun sem telur sér óheimilt að endurgreiða Jóhönnu kostn- að vegna hand- snyrtingar. „Þetta finnst mér svo óend- anlega óréttlátt því það er mjög mikilvægt fyrir mig að neglurn- ar séu styrktar reglulega svo ég ráði við ýmsa hluti sem annars væru ekki á mínu færi,“ segir Jóhanna sem vill taka fram að snyrtifræðingur sem hún fari til á Höfn veiti henni ávallt helmingsafslátt. „Það er nú kannski bara eðlilegt,“ útskýrir hún hlæjandi. Guðrún Möller, eigandi Snyrti- akademíunnar í Kópavogi, setti sig í samband við Fréttablaðið til að bjóða Jóhönnu fría snyrtingu í skóla sínum. „Okkur finnst þetta ótækt og viljum hjálpa henni,“ segir Guðrún. „Þetta er fallega boðið af Guðrúnu. Ætli ég skelli mér ekki til hennar í lok mánaðarins. Þá ætla ég suður til að vera hjá dóttur minni sem er að fara að eignast barn,“ segir Jóhanna. Í byrjun desem- ber hittust sex ein- hentar konur til að bera saman bækur sínar. Edda Júlía Helgadóttir, sem missti annan handlegginn við öxl aðeins sautján ára gömul, segir margt athyglisvert hafa komið þar fram, meðal annars varðandi skriffinnsku Trygg- ingastofnunar. „Til dæmis skilaði ég á hverju ári vott- orði um að ég væri einhent til að halda bótunum. Loks skrif- aði læknirinn upp á að það væri mjög ólík- legt að höndin myndi vaxa á aftur,“ segir Edda, sem aðspurð kveðst fara afar sjaldan í handsnyrt- ingu á stofu. „Fyrir nokkrum árum var ég látin borga fullt verð þótt ég bæði um að fá að borga hálft gjald. Það var dálít- ið spaugilegt.“ gar@frettabladid.is Snýst um rétt minn en ekki peningana Einhenta konan sem fær handsnyrtingu ekki greidda frá Tryggingastofnun hef- ur verið boðið endurgjaldslaust í Snyrtiakademíu Guðrúnar Möller. Aðalmálið er að fá rétt minn viðurkenndan, segir Jóhanna Dagmar Magnúsdóttir á Höfn. GUÐRÚN MÖLLER JÓHANNA DAGMAR MAGNÚSDÓTTIR Tryggingastofnun getur ekki endurgreitt nagla- snyrtingu fyrir Jóhönnu Dagmar Magnúsdóttur sem missti annan handlegginn eftir streptókokkasýkingu. ÞÝSKALAND, AP Dómstóll í Þýska- landi hefur kveðið upp þann úrskurð að lögregluyfirvöld hafi beitt lögum um hryðjuverkavarnir af of mikilli hörku í aðdraganda leiðtogafundar G8-ríkjanna í Heiligendamm síðastliðið sumar. Samkvæmt dómnum var of langt gengið að gera húsleit á heimilum og skrifstofum andstæð- inga alþjóðavæðingar sem grunur lék á að hygðust efna til mótmæla til að trufla fundinn. Dómararnir segja engin þeirra samtaka, sem stóðu að mótmælunum, geta talist hryðjuverkasamtök. - gb Dómstóll í Þýskalandi: Lögregla beitti of mikilli hörku LÖGREGLA OG MÓTMÆLANDI Frá leið- togafundinum í Heiligendamm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fékkst þú rauðvínsflöskur í jóla- gjöf frá bankanum þínum? JÁ 5,1% NEI 94,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú verið beitt(ur) ofbeldi á skemmtistað? Segðu skoðun þína á visir.is BANDARÍKIN, AP Charles Chapman, sem á þeim nærri 27 árum sem hann sat í fangelsi í Dallas í Texas mætti þrisvar fyrir náðunarnefnd til að ítreka sakleysi sitt, var á fimmtudag látinn laus eftir að sannast hafði með DNA-prófi að hann væri saklaus af nauðgunar- glæpnum sem hann var á sínum tíma dæmdur fyrir. Chapman er fimmtándi fanginn sem síðan árið 2001 hefur sannast með DNA-prófi að sæti saklaus inni í Dallas-sýslu. Ekkert dómsumdæmi í Bandaríkjunum hefur orðið uppvíst að öðrum eins fjölda réttarmorða. - aa Réttarmorð í Texas: Laus eftir nær 27 ár í fangelsi FRELSINU FEGINN Charles Chapman, til hægri, faðmar dómarann John Creuzot í Dallas á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP æli su á ngt nn ið - a u jab ALMANNATRYGGINGAR Kona s em missti annan handlegginn við öxl fær ekki bætur frá Tryggin ga- stofnun til að greiða fyrir ha nd- snyrtingu á hinni hendinni. Konan var að þrífa eldhúsbekk í mars 2005 þegar hún rak sig í og fékk opið sár á handarbak vin stri handar. „Í kjölfarið fékk hún alvarlega sýkingu sem leidd i til þess að hún missti vinstri h and- legg við öxl,“ segir úrskur ðar- nefnd almannatrygginga sem tók fyrir kæru konunnar á hen dur Tryggingastofnun. „Af þessum sökum er henni a ð sjálfsögðu gjörsamlega óm ögu- legt að snyrta/viðhalda fin gur- nöglum hægri handar og þarf því nauðsynlega að fá þessa hjálp hjá handsnyrti á um það bil þrig gja vikna fresti,“ sagði í læknisv ott- orði sem sent var Tryggingast ofn- un í maí 2005. Tryggingastofnun synjaði ós k konunar. Með kæru konunna r til úrskurðarnefndarinnar fy lgdi bréf frá snyrtifræðingi sem sa gði hana nauðsynlega þurfa ha nd- snyrtingu. „Neglurnar á henni eru mjö g þunnar og veikar eftir lyfjagj afir sem hún undirgekkst eftir að hún missti handlegg. Eftir að ég p ruf- aði að setja á hana gel-neg lur hefur hún getað hjálpað sér s jálf með margt sem áður var óger legt fyrir hana eins og að að skipta um batterí í heyrnartækjunum, l æsa húsinu og annað sem okkur s em höfum tvær hendur þykja sj álf- sagðir hlutir,“ sagði snyrtifr æð- ingurinn. Tryggingastofnun sagðist ek ki vera með samning við handsn yrta og væri því ekki heimilt að en dur- greiða kostnað. „Í reglugerð inni er ekki minnst á að þess há ttar þjónustu sé heimilt að greiða úr slysatryggingum,“ sagði stof nun- in. Í niðurstöðu úrskurðarnefnda r- innar segir að ekki sé heimilt eða skylt að greiða allan kostnað sem til falli vegna slysa heldur einu ng- is kostnað sem sérstaklega sé til- greindur í lögunum. „Ekki er dregið í efa það gag n sem kærandi hefur af því að fara í handsnyrtingu reglulega, h ins vegar er ekki heimild í alma nna- tryggingalögum til að taka þá tt í slíkum kostnaði þar sem ekk i er um að ræða lækningu og sjúk ra- hjálp,“ segir í úrskurðarnefnd um almannatryggingar. Félag íslenskra snyrtifræðing a tilheyrir Samtökum iðnaðar ins. Hildur Ingadóttir, forma ður félagsins, segir umræðu hafa verið meðal snyrtifræðinga um að þeir ættu frekar að tilheyra h eil- brigðisgeiranum, sérstakl ega eftir því sem tækninni fley gði fram og búnaður þeirra væri þ ró- aðri. „Við eigum ef til vill m eiri samsvörun við lækna og hjúkru nar- fræðinga heldur en iðngrein ar,“ segir Hildur Ingadóttir. gar@frettabladid .is Einhent kona borgi handsnyrtingu sjálf Kona sem fékk sár á handarba k í eldhúsinu og missti í kjölfa rið handlegginn við öxl fær ekki greiðslur frá T ryggingastofnun til að láta sny rta höndina sem eftir er. Ekki er minnst á þess háttar þjónustu í reglugerðinn i segir stofnunin. HANDSNYRTING Læknir segir einh enta konu nauðsynlega þurfa aðs toð við hand- snyrtingu en Tryggingastofnun se gir enga heimild til að greiða þan n kostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR JÖKU LL MEN leik hef Jón Jón gag af fru lei J va fy ga sý le vi að G st B g B þ h Leik G te S R is, segir Hörður. FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Segist uppfylla kröfur Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa sent Bandaríkjunum í nóvember upplýsingar um kjarnorkuáætlanir sínar og vonist til þess að samkomu- lag við Bandaríkin og fleiri ríki um aðstoð komist fljótt til framkvæmda. NORÐUR-KÓREA Miklar vetrarhörkur Fjórir Búlgarar hafa orðið úti í frosthörkum og fannfergi síðustu daga. Hundruð manna voru teppt í fjallaþorpum og á fjallvegum vegna ófærðar. BÚLGARÍA SLÖKKVILIÐ Töluverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins í gær og þá helst vegna skotglaðra ungmenna sem meðal annars kveiktu í flugeldum innandyra. Fram kemur á fréttavefnum vísir.is að á meðal viðfangsefna slökkviliðsins var að slökkva í gámi við Toyota í Kópavogi. Önnur verkefni slökkviliðsins voru léttvægari, svo sem að kanna reyk og brunalykt við Vindás. Þegar betur var að gáð lá raketta við bíl sem hafði nýlega verið kveikt í. - jse Erill hjá slökkviliðinu: Kveikt í flugeld- um innandyra FJÖLMIÐLAR Eigendur fornbókabúð- arinnar Bókin íhuga að höfða meiðyrðamál á hendur Hjörleifi Kvaran vegna ummæla sem hann lét falla í 24 stundum í gær. Þetta kom fram á fréttavefnum vísir.is í gær. Hjörleifur sakaði þá um að vera vitorðsmenn í þjófnaði á tugum fágætra bóka. Talið er að þjófnaðurinn hafi átt sér stað fyrir rúmu ári en bækurnar tilheyra dánarbúi Böðvars Kvaran. Ari Gísli Bragason, einn af eigendum fornbókabúðarinnar, segir að hann hafi keypt bækurnar í góðri trú en þeim hafi svo verið skilað þegar vitað var að um þýfi væri að ræða. - jse Umræða um stolnar bækur: Eigendur íhuga meiðyrðamál FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.