Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 8
8 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR 1 Hvaða íslenski knattspyrnu- maður er kjálkabrotinn eftir líkamsárás skömmu fyrir jól? 2 Hversu mörg SMS-skeyti sendu landsmenn á gamlárs- dag? 3 Hvaða íslenska drykk féll leikstjórinn Quentin Tarantino fyrir um áramótin? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 50 PORTÚGAL Dakar-rallinu svo- nefnda, sem átti að hefjast í Portúgal í dag, var í gær aflýst af öryggisástæðum. Morð á franskri fjölskyldu í Máritaníu um jólin og hótanir íslamskra öfgahópa þar í landi ollu því að skipuleggjendur keppninnar töldu of áhættusamt að aka hina fyrirhuguðu 9.200 km löngu leið suður eftir Vestur- Afríku til Dakar í Senegal. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ára sögu keppninnar sem henni er aflýst í heild. Í fyrri keppnum hefur hins vegar ítrekað komið fyrir að tilteknar sérleiðir væru felldar niður af öryggisástæðum. 205 bílar, 245 mótorhjól, 20 fjórhjól og 100 vörubílar voru að þessu sinni skráðir til leiks. - aa Dakar-rallinu aflýst: Óttast um ör- yggi á leiðinni VONBRIGÐI Metfjöldi farartækja var skráður til leiks að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Götuhópur fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu skilaði af sér 400 frumkvæmismálum á nýliðnu ári. Árið 2006 voru málin samtals 227. Frá áramótum og til mánaða- móta apríl-maí á síðasta ári kom hópurinn að samtals 166 fíkniefna- málum. Í aprílmánuði einum kom götuhópurinn upp um 61 fíkni- efnamál. Árið 2006 var metfjöldi mála á mánuði 32, eða tvöfalt minni en í apríl 2007. „Við erum mjög ánægðir með þennan árangur, því auk þess að ná smásölunum og efnunum segir hann okkur að þær upplýsingar sem við fáum eru trúverðugar,“ segir Karl Steinar Valsson, yfir- maður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við fáum ógrynni af upplýsingum um sölu fíkniefna og dreifingu á götunni, sem götuhópurinn vinnur síðan úr. Það sem hann haldleggur endur- speglar að miklu leyti fíkniefna- markaðinn á hverjum tíma. Hóp- urinn tók talsvert magn af maríjúana, svo og maríjúanarækt- anir, á síðasta ári. Þá tók hann tals- vert af amfetamíni og e-töflum. Það fór að bera meira á e-töflun- um eftir því sem líða tók á árið, miðað við fyrri hluta þess.“ Karl Steinar segir fíkniefnalög- reglu berast mikill fjöldi upplýs- inga frá almenningi, einkum í gegnum upplýsingasímann 800- 5005 en einnig eftir öðrum leiðum. Þar megi nefna tölvupósta svo og símtöl til fíkniefnalögreglu. Karl Steinar hvetur fólk ein- dregið til þess að koma vitneskju, sem það kann að búa yfir, um dreifingu, sölu og neyslu fíkniefna til fíkniefnalögreglunnar eftir ofangreindum leiðum. jss@frettabladid.is Götuhópurinn kom upp um 400 fíkniefnamál á árinu Götuhópur fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom upp um 400 fíkniefnamál á nýliðnu ári. Þetta eru nær tvöfalt fleiri mál en hópurinn kom að á árinu 2006. Mest bar á maríjúana, amfetamíni og e-töflum af þeim tegundum fíkniefna sem hópurinn tók. Upplýsingar streyma frá almenningi. GÖTUHÓPURINN Afurðir þessarar gróskumiklu maríjúanaræktunar komust aldrei á götuna, því götuhópurinn kom upp um hana í byrjun árs 2007 í Reykja- vík. Ræktunin var í austurborginni þar sem einn karlmaður var handtekinn. SKIPULAGSMÁL „Þetta er tillaga um brask og uppkaupsstefnu,“ segir Harpa Þórsdóttir, íbúi á Þórs- götu, um tillögur að deiliskipu- lagi fyrir Baldursgötureit, en íbúar í hverfinu funduðu í gær. „Þetta eru ekki móðursýkisleg viðbrögð við öllum breytingum. Fólk er bara að sýna fram á að vinnubrögðin eru gersamlega ólíðandi.“ Harpa segir íbúana gruna hvaðan tillagan sé upprunnin en verktakafyrirtæki keypti tvö hús á svæðinu. „Verktaki sem kaupir eign á engan rétt á að krefja yfir- völd borgarinnar um ívilnanir í formi lóðastækkanna, aukins byggingarmagns eða annars sem gerir upprunaleg kaup hans úr hófi verðmætari en fyrir var,“ segir Harpa. „Honum ber hins vegar skylda til að viðhalda eign sinni og endurnýja ef svo ber við.“ Íbúarnir munu senda sameig- inlegt mótmælabréf og hitta Svandísi Svavarsdóttur, formann Skipulagsráðs. Fulltrúar frá Torfusamtökun- um mættu á fundinn og segir Pétur H. Ármannsson vel geta verið að samtökin geri athuga- semdir við tillögurnar. „Ég sé ekkert óeðlilegt á ferðinni en fólk er eðlilega með sínar athuga- semdir við þessar tillögur og ég vona að tekið verði tillit til þess,“ segir Pétur. - ovd Íbúar í Þingholtunum funduðu í gær með fulltrúum Torfusamtakanna: Telja vinnubrögðin ólíðandi FRÁ ÍBÚAFUNDINUM Á ÞÓRSGÖTU Íbú- arnir ætla að halda baráttu sinni áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GEORGÍA Georgíumenn ganga til forsetakosninga í dag. Mikhail Saakashvili, forseti landsins, von- ast til að fá meira en helming atkvæða þannig að ekki þurfi að kjósa aftur, að sögn georgíska dag- blaðsins Georgian Times. Ekki er víst að það takist þó að flestir spái Saakashvili sigri í kosningunum. „Ég vonast til að fá sextíu pró- sent í fyrstu umferð,“ sagði Saakashvili við Financial Times. „Þetta verður miklu erfiðara í annarri umferð.“ Flestar skoð- anakannanir spá Saakashvili yfir þrjátíu prósent- um atkvæða í fyrstu umferð og aðalkeppinauti hans, vínframleið- andanum Levan Gachechiladze, upp undir tuttugu prósentum. Sjö menn eru í framboði. Ef Saakas- hvili nær ekki helmingi atkvæða geta andstæðingar hans sameinast gegn honum í annarri umferð, að sögn Financial Times. Það yrði vatn á myllu Gachechiladzes, sem berst fyrir því að afnema forseta- embættið, koma á þingræði og auka völd forsætisráðherrans. Hann hefur marga stjórnarand- stöðuflokka á bak við sig. Saakashvili hefur verið harð- lega gagnrýndur innanlands fyrir einræðistilburði og spillingu. Á Vesturlöndum hefur hann verið gagnrýndur fyrir að láta óeirða- lögreglu berja niður mótmæli stjórnarandstöðunnar í höfuð- borginni Tíblisi í haust. Saakas- hvili lýsti þá yfir neyðarástandi og lokaði Imedi, sjónvarpsstöð stjórn- arandstöðunnar, en hætti við skömmu síðar og boðaði til for- setakosninga 5. janúar, tæpu ári fyrr en ætlað var. - ghs LEVAN GACHECHILADZE VONAST EFTIR SEXTÍU PRÓSENTUM Mik- hail Saakashvili, forseti Georgíu, vonast til að fá hreinan meirihluta atkvæða. Forsetakosningar fara fram í Georgíu í dag: Saakashvili forseta er spáð endurkjöri SRÍ LANKA, AP Alþjóðlegu mannrétt- indasamtökin Mannréttindavaktin, sem hafa höfuðstöðvar í New York, skoruðu í gær á Sameinuðu þjóðirnar að senda eftirlitsmenn til Srí Lanka til að vernda óbreytta borgara í borgarastríðinu þar eftir að norræna vopnahléseftirlits- sveitin yfirgefur landið í kjölfar uppsagnar vopnahléssamkomu- lagsins frá árinu 2002. „Vopnahléseftirlit SLMM var stórgallað en gæsluliðar þess hjálpuðu til við að halda brotum gegn óbreyttum borgurum í lágmarki,“ sagði Elaine Pearson, talsmaður Mannréttindavaktarinn- ar. - aa Borgarastríðið á Srí Lanka: Áhyggjur af borgaravernd Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 / Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480 / www.nautilus.is OPNUNARTILBOÐ Á ÁRSKORTUM 25.990 KR. Aðeins 2.166 kr. á mánuði með vaxtalausum Visa/Euro léttgreiðslum Tilboðið gildir aðeins þessa helgi! STÆKKUM Í SUNDLAUG KÓPAVOGS UM HELGINA ar gu s / 07 0 97 4 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.