Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 10
10 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR DÚFUR OG DÚÐUÐ KONA Í miðborg Moskvu mátti í gær sjá þessa konu, dúðaða fötum í nístandi kuldanum, sitja á bekk og betla. Tvær dúfur gerð- ust einnig ansi nærgöngular og virtust varla taka eftir því að lifandi veru væri að finna undir teppinu og kápunum. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Ekki er útséð um að það sem eftir er af tvöföldun Reykjanesbrautar fari í útboð á ný eftir að verktakafyrirtækið Jarð- vélar sagði sig frá verkinu. Vega- gerðin kannar nú hvort mögulegt sé að semja beint við undirverk- taka um að ljúka verkinu. Jarðvélar sögðu sig frá tvöföld- un brautarinnar vegna fjárhags- örðugleika, en fyrirtækið hefur misst starfsfólk og tæki undanfar- ið og því ekki sinnt verkinu. Jónas Snæbjörnsson, svæðis- stjóri Vegagerðarinnar á suðvest- ursvæði, segir að Vegagerðin sé ekki búin að svara Jarðvélum, en rætt verði við fyrirtækið á næstu dögum um viðskilnað þess. Sjálf- gefið virðist að það muni ekki halda verkinu áfram. Óformlegar viðræður eiga sér nú stað við stærstu undirverktaka Jarðvéla við tvöföldunina, Eykt og Malbikunarstöðina Höfða. Jónas segir fordæmi fyrir því að undir- verktaki taki að sér að ljúka verki fyrir verktaka sem hafi gefist upp án þess að ljúka verki. Þurfi verkið að fara aftur í útboð gæti það tafið verklok um ein- hverja mánuði, segir Jónas. Von- andi yrði þá hægt að ljúka því í haust, til dæmis í október. Jarðvél- ar áttu að ljúka verkinu um mitt næsta sumar. Spurður hvenær framhaldið á tvöföldun Reykjanesbrautarinnar komist á hreint segir Jónas að það verði vonandi í næstu viku. - bj Ekki útséð um að tvöföldun Reykjanesbrautar þurfi í útboð á ný eftir að verktakinn sagði sig frá verki: Vegagerðin vill semja við undirverktaka REYKJANESBRAUT Framkvæmdir við tvö- földun Reykjanesbrautar hafa legið niðri í nokkurn tíma vegna fjárhagsörðugleika verktaka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TYRKLAND, AP Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn grunaða um að tengjast sprengju- tilræði sem beindist gegn tyrkneskum hermönnum í borginni Diyarbakir í fyrradag. Fimm manns létu lífið og 68 særðust í sprengingunni. Fjórir hinna látnu voru skólanemar. Saksóknari í Diyarbakir greindi frá því að verið væri að yfirheyra hina grunuðu. Óháð því fann lögregla alls 64 kíló af sprengi- efni í tveimur aðgerðum, annars vegar í borginni Bursa og hins vegar við landamærin að Íran. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðinu í Diyarbakir á hendur sér, en yfirvöld skelltu skuldinni umsvifalaust á herskáa Kúrda. - aa Rannsókn á sprengjutilræði: Fjórir grunaðir handteknir NEMAR DÓU Lögregla við vettvangs- rannsókn þar sem sprengjan sprakk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÚAST VIÐ LANGRI BIÐ Harma tillitsleysi Félagsfundur VM harmar að stjórn- völd skuli hvergi hafa tekið tillit til sjó- manna í mótvægisaðgerðum sínum í sjávarútvegsmálum. Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir leiðréttingu á skattaafslætti sjómanna þannig að fullur afsláttur náist eftir 180 daga en ekki 245 daga enda séu sjómenn búnir að leggja af mörkum að minnsta kosti 2.160 tíma sem teljist full ársvinna í landi. VINNUMARKAÐUR Á fjórða tug fyrrum starfsmanna Jarðvéla hafa leitað til stéttarfé- laga þar sem þeir hafa ekki fengið útborgað fyrir nóvember. Ágúst Þorláksson hjá Eflingu segir 23 slík mál í gangi hjá félaginu, og að auki sé Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur með níu mál. Skuldir Jarðvéla við fyrrverandi starfsmenn hlaupi á einhverjum milljónum króna. Nú velti mest á því hvað verði um fyrirtækið, hvort það fari í þrot eða haldi áfram starfsemi. Í öllu falli geti orðið löng bið fyrir þá sem eigi inni laun. FLUG „Flugvélin hoppaði til og frá og okkur fannst hún vera að hrapa. Í fyrstu vissum við ekkert hvað var að gerast, og það greip um sig mikil skelfing meðal farþega,“ segir Helga Ragnarsdóttir, far- þegi í flugvél Icelandair á leið til Íslands í fyrrakvöld. „Stuttu síðar kom flugþjónn og útskýrði að það væri svo hvasst að við gætum ekki lent.“ Tvisvar var reynt að lenda flug- vélinni, sem var á leið frá Kanarí- eyjum með 189 farþega, á Kefla- víkurflugvelli án árangurs. Þegar hætt hafði verið við lendingu í seinna skiptið var brugðið á það ráð að fljúga til Egilsstaða. Áfalla- hjálp stóð farþegunum til boða þegar lent var fyrir austan, sem var upp úr klukkan ellefu. Vélinni var flogið aftur til Kefla- víkurflugvallar klukkan fjögur um nóttina með nýrri áhöfn, enda upprunalega áhöfnin búin að vinna of lengi samkvæmt reglugerð. Um fimmtíu farþegar treystu sér þó ekki til að fljúga aftur eftir atburði kvöldsins og urðu eftir á Egils- stöðum. Þar á meðal voru Helga og fjölskylda hennar. „Við vorum að ferðast með ófrískri konu sem er komin langt á leið og við vildum ekki leggja það á hana að fljúga aftur,“ segir hún. „Svo gat yngra fólkið sem er með okkur ekki heldur hugsað sér að fara aftur í vélina þannig að við ákváðum bara að keyra heim.“ Helga vill koma á framfæri þökkum til áhafnar flugvélarinn- ar. „Þau gerðu allt sem í valdi þeirra stóð til að gera gott úr þessu. Maður er alveg varnarlaus inni í flugvél, sérstaklega þegar maður veit ekki hvað er að gerast, og það skipti miklu máli að áhöfn- in útskýrði hvað var í gangi.“ Hún segir að flugmennirnir og flugþjónar hafi rætt við farþeg- ana eftir lendingu og útskýrt allt. „Þau stóðu sig alveg með prýði.“ Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir það koma fyrir að ekki sé hægt að lenda flugvélum vegna veðurs. Þá sé þeim oft beint eitthvert annað til lendingar, til dæmis til Egils- staða. Engin hætta hafi verið á ferðum þótt farþegar hafi orðið skelkaðir vegna ókyrrðarinnar og hristingsins. salvar@frettabladid.is Fannst flugvélin vera að hrapa til jarðar Ókyrrð og hristingur skaut flugfarþegum Icelandair skelk í bringu í fyrrakvöld. Tvisvar þurfti að hætta við lendingu áður en vélinni var beint til Egilsstaða. Ógleymanleg lífsreynsla, segir farþegi sem þakkar áhöfninni fyrir góð viðbrögð. LENT Vélinni var flogið aftur frá Egilsstöðum til Keflavíkurflugvallar klukkan fjögur í fyrrinótt, en sumir farþegar treystu sér ekki í annað flug. Þeir urðu eftir fyrir austan og keyrðu heim til sín. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PALESTÍNA Ali Zbeidat er einn af milljón Palestínu- mönnum sem njóta ríkisborgararéttinda í Ísraels- ríki. Hann lítur þó engan veginn á Ísrael sem sitt þjóðríki. Það vilji enda útiloka aðra menn en gyðinga og sé vægast sagt óvinveitt Palestínu- mönnum. Samkvæmt skilgreiningu er Ísraelsríki gyðing- legt ríki og Ali bendir á að ráðamenn þar fari ekki sérlega leynt með „hreinsun“ sína af Palestínu- mönnum úr ríkinu. Fyrir utan glæpsamlega framkomu við þá sem byggja risavaxnar fangabúðir Gaza-svæðis og Vesturbakka geri ýmsar stofnanir ísraelska ríkisins löggiltum Ísraelsmönnum af palestínskum uppruna einnig lífið leitt á margan hátt. Um árabil hefur Ali til dæmis þurft að berjast fyrir því að halda húsi sínu í Galíleu frá því að verða jafnað við jörðu. Hann bjó í Hollandi í sjö ár og honum stóð til boða að gerast hollenskur ríkisborgari. Þess í stað ákvað hann að fara aftur til Ísraels, enda eru þar ættingjar hans og rætur. Ali Zbeidat hefur lengi verið virkur í mannrétt- indabaráttu Palestínumanna. Hann fjallar um hlutskipti þeirra Palestínumanna sem búa innan landamæra Ísraels á opnum fundi í Alþjóðahúsinu klukkan 14 í dag. - kóþ Ali Zbeidat, Palestínumaður og ísraelskur ríkisborgari, í Alþjóðahúsinu í dag: Ríkisborgari í óvinveittu ríki ALI ZBEIDAT Segir að bæði vinstri- og hægrisinnaðir sagn- fræðingar í Ísrael viðurkenni nú að þar hafi farið fram bláköld þjóðernishreinsun síðan 1948. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BYGGÐAMÁL Geir H. Haarde forsætisráð- herra ætlar að skipa tvær nefndir sem fjalla eiga um leiðir til að styrkja atvinnu- líf á Norður- landi vestra annars vegar og í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi hins vegar. Málið var rætt á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær. Á minnis- blaði frá fundinum kemur fram að nefndunum sé ætlað að gera tillögur um mögulega styrkingu menntunar og rannsókna, uppbyggingu iðnaðar og þjónustu, og flutning starfa frá höfuðborg- arsvæðinu til umræddra svæða. Nefndirnar eiga að skila niðurstöðum 1. mars og 1. maí næstkomandi. - bj Tvær nefndir forsætisráðherra: Atvinnulíf og samfélag styrkt GEIR H. HAARDE SVÍÞJÓÐ Leynilegar hernaðarupp- lýsingar varðandi sænska herinn fundust nýlega á minniskubbi á bókasafni í Stokkhólmi, að því er Aftonbladet greinir frá. Á minniskubbnum eru upplýs- ingar um hersveitir NATO í Afganistan, skýrslur um einstak- ar bandarískar öryggiseiningar, greiningar um sjálfsmorðssveitir og leiðbeiningar um sprengju- gerð. Hluti af efninu hafði verið flokkaður sem trúnaðarmál. Málið þykir grafalvarlegt og hefur sænski herinn brugðist hart við, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Ekki er vitað hvort minniskubbnum hafði verið stolið eða hvernig hann lenti á bókasafninu. - ghs Bókasafn í Stokkhólmi: Leynilegar her- upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.