Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. janúar 2008 11 JERÚSALEM, AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, viðurkenndi í blaðaviðtali í gær að Ísraelar hefðu ekki staðið sem skyldi við loforðin sem Palestínumönnum hafa verið gefin í friðarsamningum um að hemja framkvæmdagleði ísraelskra landtökumanna. „Það er ákveðið misræmi milli þess sem við sjáum eiga sér stað og þess sem við höfum sjálf lofað,“ sagði Olmert í dagblaðinu Jerusalem Post. „Við höfum alltaf kvartað undan því að mótherjar okkar brjóti loforð sín, en það á ekki bara að gera kröfur til annarra. Við verðum sjálf að standa við skuldbindingar okkar. Þetta er ákveðið vandamál.“ Olmert segir þetta fáeinum dögum áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti heldur til Ísraels og herteknu svæðanna, meðal annars í þeim tilgangi að hvetja Ísraela og Palestínu- menn til að semja um frið. Á fimmtudag sagðist Bush bjartsýnn á að friðarsamningar gætu tekist áður en hann lætur af embætti Bandaríkjaforseta í byrjun næsta árs. Olmert segir þó í viðtalinu að Bandaríkjamenn hafi ekki beitt Ísraela neinum þrýstingi í þessum efnum. Þótt bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar vilji að friðar- samningar takist sé enginn vissa fyrir því að árangur náist. - gb EHUD OLMERT „Hann gerir aldrei neitt sem ég er ósammála,“ segir forsætisráðherra Ísraels um Bush Bandaríkjaforseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forsætisráðherra Ísraela segir ekki nóg að gera kröfur til Palestínumanna: Olmert viðurkennir svik við loforð GENF, AP Nýliðið ár var eitt hið slysaminnsta í flugsögunni, að því er óháð stofnun sem fylgist með flugöryggi í heiminum greinir frá. Leita þarf 44 ár aftur í tímann til að finna ár þar sem færri flugvélar hröpuðu en á árinu 2007, að því er stofnunin Aircraft Crashes Record Office í Genf segir. Samkvæmt tölum stofnunarinn- ar fórust alls 965 manns í flugslysum á árinu, sem er fjórðungi færri en árið á undan. Og það þótt flugumferð hafi aukist um þrjú prósent milli ára; alls ferðuðust um 2,2 milljarðar manna með flugi í fyrra. - aa Fá flugslys í heiminum í fyrra: Eitt öruggasta ár flugsögunnar VERSTA SLYSIÐ 199 manns fórust í mannskæðasta flugslysi ársins 2007, hinn 18. júlí á Congonhas-flugvelli við Sao Paulo í Brasilíu. NORDICPHOTOS/AFP SELTJARNARNES Allar helstu gjaldskrár hækka um fjögur prósent hjá Seltjarnarnesbæ til að mæta verðlagsbreytingum ársins 2007. Fasteignaskattur fyrir íbúðarhúsnæði verður 0,20 prósent og 1,12 fyrir atvinnuhús- næði. Lóðarleiga fyrir íbúðarhús- næði verður 0,35 prósent og atvinnuhúsnæði 1,5 prósent. Vatnsskattur verður 0,10 prósent og fráveitugjald 0,097 prósent. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Álagningarstuðull útsvars lækkar úr 12,35 prósentum, fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis var 0,24 prósent og vatnsskattur var 0,115 prósent í fyrra. - ghs Seltjarnarnes: Helstu gjald- skrár hækka MÆTA VERÐLAGSBREYTINGUM Allar helstu gjaldskrár hækka til að mæta verðlagsbreytingum ársins 2007. Fjölgaði um einn Íbúar Snæfellsbæjar voru 1.703 þann 1. desember síðastliðinn samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta þýðir að íbúum sveitarfélagsins hafi fjölgað um einn á milli ára. SNÆFELLSBÆR LANDBÚNAÐUR Fyrirtækinu Boehringer Ingelheim, sem framleiðir lyf fyrir dýr, láðist í heil þrjú ár að breyta verðskrá sinni fyrir Íslandsmarkað. Fyrir vikið kom í ljós allt að nítján prósenta verðhækkun á lyfjum fyrirtækisins þegar verðskrá dýralyfja var uppfærð á vef Landssambands kúabænda á dögunum. Vakin var athygli á þessari miklu verðhækkun á vef sambandsins og skýringa óskað. Voru þær á þá leið að framleið- anda hefði láðst að breyta verðinu í þrjú ár og hækkunin því orðið jafn mikil og raun bar vitni þegar upp komst. - bþs Framleiðandi lyfja fyrir dýr: Láðist að hækka verðið í þrjú ár ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR Húsavík – Gamli Baukur kl. 20.00 Framsögumenn: Össur Skarphéðinsson, Einar Már Sigurðarson, Katrín Júlíusdóttir Bolungarvík – Einarshús kl. 20.00 Framsögumenn: Kristján L. Möller, Guðbjartur Hannesson, Karl V. Matthíasson Reykjavík – Laugalækjarskóli, Laugardal kl. 20.00 Framsögumenn: Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram Kópavogur – Hamraborg 11, 3. hæð kl. 20.00 Framsögumenn: Þórunn Sveinbjarnardóttir, Lúðvík Bergvinsson, Gunnar Svavarsson, Árni Páll Árnason MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR Akureyri – Hótel KEA kl. 20.00 Framsögumenn: Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson, Ellert B. Schram Blönduós – Ósbæ, Þverbraut 1 kl. 20.00 Framsögumenn: Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðbjartur Hannesson Sandgerði – Fræðasetrið, Garðvegi 1 kl. 20.00 Framsögumenn: Björgvin G. Sigurðsson, Lúðvík Bergvinsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Reykjavík – Foldaskóli, Grafarvogi kl. 20.00 Framsögumenn: Ágúst Ólafur Ágústsson, Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hafnarfjörður – Strandgata 43 kl. 20.00 Framsögumenn: Jóhanna Sigurðardóttir, Gunnar Svavarsson, Katrín Júlíusdóttir, Árni Páll Árnason FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR Neskaupstaður – Egilsbúð kl. 20.00 Framsögumenn: Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson, Ágúst Ólafur Ágústsson Hveragerði – Samfylkingarhúsið, Reykjamörk 1 kl. 20.00 Framsögumenn: Björgvin G. Sigurðsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson Reykjavík – Kjarvalsstaðir, Hlíðahverfi kl. 20.00 Framsögumenn: Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Helgi Hjörvar LAUGARDAGUR 12. JANÚAR Mosfellsbær – Hlégarði kl. 13.00 Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar Framsaga: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar Brýnustu verkefni framundan Framsaga: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Pallborðsumræður Ráðherrar Samfylkingarinnar sitja fyrir svörum Fundurinn er opinn öllum félögum í Samfylkingunni Málefnanefndir og verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar funda í Hlégarði frá kl. 9.00 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR Vestmannaeyjar – Höllin kl. 20.00 Frummælendur: Björgvin G. Sigurðsson, Kristján L. Möller, Lúðvík Bergvinsson Framtíðin er okkar verkefni! Opnir fundir ráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar í öllum kjördæmum dagana 8. – 13. janúar 2007. Allar nánari upplýsingar eru veittar á vef Samfylkingarinnar: www.xs.is Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.