Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 12
12 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is DAE kaupir sjötíu Boeing- 737, fimmtán 787, tíu 777- 300ER og fimm 747-8 frakt- vélar. Listaverð vélanna nemur 10,9 milljörðum dala, eða um 675 milljörð- um króna. Gengið hefur verið frá samningi um kaup Dubai Aerospace Enterp- rise (DAE) á 100 flugvélum fyrir 10,9 milljarða Bandaríkjadali af flugvélaframleiðandanum Boeing. Upphæðin jafngildir 675 milljörð- um króna. Gengið var frá samning- unum á mánudag, en skrifað hafði verið undir viljayfirlýsingu um kaupin á flugvélasýningunni Dubai Air Show í byrjun nóvember. Þoturnar sem DAE kaupir eru með í tölum yfir pantanir ársins 2007 hjá Boeing. Frá því hefur verið greint að í fyrra hafi verið metár í sameiginlegum fjölda pant- ana hjá Boeing og aðalkeppinautn- um Airbus. Í tilkynningu Boeing um kaupin er haft eftir Marty Bentrott, nýskipuðum varaforstjóra sölu- sviðs Boeing í Miðausturlöndum og Afríku að samningurinn marki tímamót í samstarfi félagsins við DAE. Afhending vélanna nær, að því er hann segir, langt fram á næsta áratug og telur hann að flug- vélarnar verði eftirsóttar á leigu- markaði. DAE Capital, ein af sex undir- deildum DAE samstæðunnar, kaup- ir vélarnar og ætlar sér á skömm- um tíma að verða leiðandi á leigumarkaði flugvéla í heiminum, að því er haft er eftir Bob Genise, forstjóra DAE Capital. olikr@markadurinn.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 615 6.144 -3,27% Velta: 11.434 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ATORKA 9,68 -2,22% ... BAKKAVÖR 55,60 -3,47% ... EIMSKIPAFÉLAGIÐ 33,90 -1,6% ... EXISTA 17,40 -6,2% ... FL GROUP 13,10 -4,73% ... GLITNIR 20,95 -2,56% ... ICELANDAIR 26,60 -3,1% ... KAUPÞING 820,00 -3,19% ... LANDSBANKINN 33,70 -3,33% ... MAREL 101,50 +0,5% ... SPRON 8,10 -5,81% ... STRAUMUR- BURÐARÁS 14,58 -2,8% ... ÖSSUR 99,50 -0,1% ... TEYMI 5,87 -1,68% MESTA HÆKKUN MAREL 0,5% MESTA LÆKKUN EXISTA -6,20% SPRON -5,81% ATLANTIC PET. -5,64% Boeing og Airbus ná nýjum hæðum Pantaðar voru á nýliðnu ári 2.617 flugvélar fyrir farþega og frakt frá flugvéla- framleiðendunum Boeing og Airbus og met slegið. Fyrra met var frá árinu 2005 þegar pantaðar voru 2.057 vélar. Er þetta þriðja árið í röð með aukinni flug- vélasölu, en farþegaflug er sagt hafa rétt sig af eftir niðursveiflu í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. *Sölutölur til nóvemberloka - án tillits til viljayfirlýsingar Kína frá í desember um kaup á 160 vélum. Ath: Boeing birtir nettósölutölur, en Airbus brúttó. Hins vegar hafa sölutölur Airbus fyrir 2005 verið leiðréttar að nettógildi með því að taka með afpantanir og breyttar pantanir. Heimild: Boeing og Airbus 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 375 314 300 251 284 239 370 272 1.055 1.002 824 1.044 1.204* 1.413 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Airbus Boeing „Ef fram fer sem horfir getum við mætt gjalddögum ársins með innlánum,“ segir Guðni Níels Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi. Alls eru um 6,5 milljarðar evra, eða rúmlega 600 milljarðar íslenskra króna, á gjalddaga hjá bönkun- um á árinu 2008. Verg landsframleiðsla árið 2006 nam tæplega tólf hundruð milljörðum, svo það sem bankarnir greiða nemur ríflega helmingi þess. Hjá Kaupþingi eru þetta 1,7 milljarðar evra. Guðni Níels segir að lausafjárstaða Kaupþings sé sterk. „Við getum rekið bankann í 360 daga og vel það.“ Lausafjárstaða Landsbankans nam um 9.6 milljörðum evra samkvæmt níu mánaða uppgjöri bankans 2007. Samkvæmt uppgjörskynningu mun bankinn endurgreiða 764 milljónir evra af langtíma- lánum sínum sem gjaldfalla á árinu 2008 og rúmlega 2,3 milljarða á árinu 2009. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans, segir að afborganir ársins 2008 séu því frekar léttar. „Þau skref sem Landsbankinn steig í fjár- mögnun með innlánum í Bretlandi á nýliðnu ári hafa komið sér vel við núverandi aðstæður á alþjóða- mörkuðum. En bankinn þarf þó að fjármagna sig jöfnum höndum á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði og með áframhaldandi aukningu innlána. Reikna má með að staðan á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum verði nokkuð þröng áfram á fyrstu mánuðum ársins 2008 eins og var á síðari hluta ársins 2007.“ Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Glitni, segir að um 2,2 milljarðar evra séu á gjalddaga hjá móðurfélaginu hér á landi í ár, en um 1,1 milljarður evra hjá dótturfélögum í Noregi. Þetta sé aðeins minna en í fyrra. Miðað við síðustu tölur sem bankinn birti má reka hann í tólf mánuði án þess að utanaðkomandi fé komi til. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Straumi að langtímaskuldir sem gjaldfalli á árinu nemi 717 milljónum evra. Í upphafi ársins dugi tryggar lausafjáreignir bankans til að standa við allar skuldbindingar bankans í 270 daga. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron, segir sparisjóðinn í mjög sterkri stöðu og að hann sé vel fjármagnaður. „Það er bara eitt lítið lán á gjalddaga í ár.“ - ikh 600 milljarðar á gjalddaga SKULDIR BANKANNA SEM FALLA Í GJALDDAGA Á ÁRINU 2008 Glitnir 3,300* 306** Kaupþing 1,700* 158** Landsbanki 764* 74** Straumur 717* 66** *milljónir evra *milljarðar króna Novator, fjárfestingarfélag Björ- gólfs Thors Björgólfssonar, úti- lokar ekki að hlutur félagsins í finnska farsímafyrirtækinu Elisa verði aukinn, eða hafi þegar verið aukinn. Novator er nú skráð fyrir 11,5 prósenta hlut í finnska félaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablað- ins má vera að hluturinn verði eða hafi þegar verið aukinn. Novator hefur lagt til breyting- ar á skipulagi Elisa og krefst þess að fá fulltrúa í stjórn félagsins. Hugmyndirnar hafa mætt and- stöðu stjórnar félagsins og ýmissa annarra hluthafa. Aukaaðalfundur verður haldinn í félaginu 21. þessa mánaðar, þar sem framtíð félagsins verður ákveðin. Novator hefur sagst munu kynna hugmyndir sínar fyrir hlut- höfum, einkum erlendum fjárfest- um sem samanlagt ráði um helm- ingi hlutafjár. Stærstu hluthafarnir á eftir Novator eru nokkrir finnskir líf- eyrissjóðir sem samanlagt eiga um átta prósenta hlut, en þeir juku hlut sinn úr fimm prósentum skömmu fyrir áramót. Eignaraðild í Elisa er mjög dreifð. Hluthafar eru yfir 200 þús- und, en munu samt hafa mikil áhrif á hluthafafundum. - ikh Novator vill auka hlut sinn í Elisa Hundrað Boeing-þotur pantaðar á einu bretti HAUGUR AF EVRUM. Bankarnir þurfa að greiða 6,5 milljarða evra upp í lán á árinu, eða sem nemur rúmum 600 milljörð- um íslenskra króna. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Íhugar að auka við hlut sinn í Elisa fyrir hluthafafundinn síðar í þessum mánuði. „Talsmaður neytenda benti okkur á þetta,“ segir Friðrik Halldórs- son, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Kaupþings, um íbúða- lánareiknivélina á vef bankans. Henni hefur nú verið breytt þannig að hægt er að gera ráð fyrir verðbólgu við útreikning íbúðalána. Reiknivélin var óað- gengileg um nokkurra daga skeið meðan hún var lagfærð. Lengi vel leyfði bankinn hugs- anlegum lántakendum þetta ekki, þótt aðrir bankar gerðu það. Fjall- að var um málið í Fréttablaðinu. „Þetta verða svo háar tölur svo fólk getur átt erfitt með að skilja þær,“ segir Friðrik. Þetta sé í rauninni óeðlilegt því „fólk veit heldur ekkert um það hvernig launaþróun verður, svo dæmi sé tekið“. - ikh Verðbólguspá inni FRIÐRIK S. HALLDÓRSSON. Breyttu reikni- vélinni fyrir neytendur. Verð á gulli fór í hæstu hæðir á mið- vikudag. Þetta var í öfugu hlutfalli við þróun á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum á nýju ári en í samræmi við ótta manna við að verðbólga á helstu markaðssvæðum sé að auk- ast samhliða hugsanlegu samdrátt- arskeiði. Óróleiki á fjármálamörkuðum og lækkun Bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum á síðasta ári, þar af um ellefu prósent gagnvart evru, leiddi til þess að margir fjár- festar festu fé sitt í auknum mæli í öllu hefðbundnari eignum, svo sem í gulli. Þetta leiddi til þess að verð á málminum gyllta rauk upp um rúm þrjátíu prósent á mörkuðum á síð- asta ári og fór í 863.11 dali á únsu í gær, sem er það hæsta sem sést hefur á öldinni. Tæp þrjátíu ár eru síðan viðlíka verðlagning sást á gullinu. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Bloomberg-fréttaveit- una í gær, að gangi spár manna um frekari lækkun stýrivaxta í Banda- ríkjunum eftir samfara frekari lækkun Bandaríkjadals megi reikna með að gullverð eigi enn eftir að hækka og geti rofið 900 dala múr- inn á allra næstu mánuðum, jafnvel farið í 1.800 dali eftir þrjú til fimm ár. - jab Gullverð ekki hærra á öldinni GULLSTANGIR Fjárfestar hafa í auknum mæli tryggt sig gegn óróleika á hluta- bréfamörkuðum með kaupum á gulli og öðrum málmum. VIÐSKIPTI Róbert Wessman, eigandi fjár- festingarfélagsins Salts og forstjóri Act- avis, hyggst fara fram á sæti í stjórn Glitnis á næsta hluthafafundi, en Salt keypti á dögunum tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um 7,5 milljarða króna. „Þetta hefur borið á góma en á þó aðeins eftir að koma í ljós. Ég reikna hins vegar fastlega með því að taka sæti í stjórn- inni,“ sagði Róbert í hádegisviðtali Mark- aðarins á Stöð 2 í gær. Kaupin eru að einhverjum hluta fjár- mögnuð með lántökum en Róbert segist ekki kvíða skuldadögum. „Við fórum af stað með Salt á réttum tíma, áttum ekk- ert í skráðum félögum og höfum því ekki lent í þessari niðursveiflu sem margir á markaðnum hafa glímt við.“ Aðspurður sagði Róbert að ekki kæmi til hagsmunaárekstra, þótt hann færi nú fyrir eigin fjárfesting- arfélagi auk þess að stýra Actavis sem forstjóri. „Ég hef nú alltaf fjár- fest sjálfur en þær fjárfestingar fengu hins vegar ekki nafn fyrr en fyrir fjórum, fimm mánuðum. Þetta væri hugs- anlega öðruvísi ef Actavis væri enn skráð félag með fjögur þúsund hluthafa. Nú eru eigendurnir hins vegar einungis tveir.“ Salt keypti einnig á dögunum þriðj- ungshlut í Latabæ, og á auk þess Græn- an kost og Himneska hollustu. Róbert sagði ætlunina að halda áfram upppbyggingu á sviði heilsu- tengdrar þjónustu og ýjaði að því að enn frekari kaup væru í burðarliðn- um. - jsk Róbert hyggst setjast í stjórn Glitnis Forstjóri Actavis segir eigin fjárfestingarfélag ekki taka tíma frá forstjórastarfinu. Hann boð- ar uppbyggingu á sviði heilsutengdrar þjónustu og keypti Grænan kost og Himneska hollustu. RÓBERT WESSMAN, FORSTJÓRI ACTAVIS OG EIGANDI SALTS Salt á nú tveggja prósenta hlut í Glitni og hefur nýlega keypt þriðjungshlut í Latabæ. Róbert Wessman segist leggja mikla áherslu á fjár- festingar í heilsugeiranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.