Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 18
 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR G uðni Albert Jóhannesson, nýskipaður orkumálastjóri, er sagður vera einstaklega iðinn og áhugasamur um fræði sín. Hann hefur síðastliðin þrettán ár veitt byggingartæknideild Konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi forstöðu. Frá árinu 1990 hafa hann og fjölskylda hans verið búsett í Svíþjóð en hann hyggur nú á Íslandsdvöl til að sinna verkefnum Orkumálastofnunar, næstu fimm árin að minnsta kosti. Guðni ólst upp á Hverfisgötunni í Reykjavík, næst- yngstur fimm systkina. Elsta systirin, Sigríður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður, segir litla bróður sinn hafa verið einstak- lega ljúft barn. „Hann var óvenju- lega gott og yndislegt barn. Alla tíð man ég eftir honum sem metnað- arfullum náms- manni. Hann var duglegur að læra og góður í öllu, nema kannski skrift,“ segir Sigríður, sem er átta árum eldri en Guðni. Guðni var líka mikill sveitastrákur og notaði hvert tækifæri til að dvelja á Karláks- völlum í Dalasýslu. Þar vann hann við sveitastörf fram á unglingsaldur þegar önnur störf toguðu í hann eins og gengur. Eftir grunnskóla hélt Guðni í Menntaskóla Reykjavíkur og sló ekkert af í náminu frekar en fyrri daginn. Hann var fljótt orðaður við vinstri pólitíkina í skólanum og fór svo á endanum að hann varð fulltrúi vinstri manna í kjöri til Inspector scholae vorið 1970. Hann lét því að sér kveða í félagsmálum samhliða námi. Andstæðingur hans í þá daga var Geir H. Haarde, sem nú er forsætisráðherra. Fór svo að Guðni tapaði eins og venja var þegar hægri- og vinstrimenn öttu kappi í kosningum á þessum árum í MR. Á menntaskólaár- unum kynntist Guðni líka núver- andi eiginkonu sinni, Bryndísi Sverrisdóttur. Eftir stúdentspróf fór hann í verkfræði í Háskóla Íslands og Bryndís lauk sínu námi í MR. Árið 1973 héldu þau svo til Lundar í Svíþjóð þar sem Guðni lagði stund á framhaldsnám í eðlisverkfræði og svo fór hann í byggingareðlis- fræði með sérstaka áherslu á orkusparnað. Bryndís hins vegar stundaði nám í þjóðháttafræði og fornleifafræði. Mánuði áður en haldið var utan til Svíþjóðar fæddist þeim lítil stúlka, Gunnhildur Margrét, sem auðvitað fylgdi foreldrum sínum. Sumarið 1974 kvæntist svo Guðni Bryndísi á Íslandi þar sem fjölskyldurnar bjuggu. Faðir Bryndísar er Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðis- flokksins og formaður Frjálslynda flokksins. „Hann er afskaplega viðmótsþýður drengur og verkmaður mikill,“ segir Sverrir og sparar ekki stóru orðin til að lýsa tengdasyni sínum. Verkefnin sem hann sinni eigi hug hans allan enda leitað til hans víða um heim. „Svo er hann líka áhugamaður um laxveiði og hefur komið heim til að veiða.“ Spurður hvort veiðin sé hans áhugamál segir Sverrir verkfræðina og orkumálin vera hans áhugamál. „Hitt er tómstundagaman eingöngu.“ Árið 1978 bættist nýr fjölskyldumeðlimur í hópinn þegar Sverrir Guðnason fæddist í heiminn. Sverrir er vel þekktur leikari í Svíþjóð, bæði á leiksviði og í bíómyndum. Gunnhildur leggur stund á framhaldsnám í læknisfræði í Gautaborg með háls-, nef- og eyrnalækningar sem sérgrein. Bæði búa í Svíþjóð með fjölskyldum sínum. Guðni vann við Háskólann í Lundi til ársins 1982 þegar fjölskyldan flutti á klakann. Fyrst vann hann hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins en stofnaði svo sína eigin verk- fræðistofu. Pólitísk afskipti hófust á þessum árum og haslaði Guðni sér völl innan Alþýðu- bandalagsins. Var hann í stjórn og síðar formaður Alþýðubandalagsfé- lagsins í Reykjavík. Samtíða honum þar voru Álfheiður Ingadóttir og Mörður Árnason sem dæmi. Nokkur átök voru á milli Svavars Gestssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar á þessum árum og tók Guðni stöðu með fólki sem fylgdi áherslum Ólafs Ragnars eftir. Guðni tók þátt í prófkjöri innan Alþýðubandalags- ins, sem gekk ekki sem skyldi á þessum árum. Mörður Árnason var virkur þátttak- andi í starfi Alþýðubandalags- ins og segir að Guðni hefði verið gott efni í stjórn- málamann. Líklega hafi úrslit próf- kjörsins haft einhver áhrif á hvað hann tók sér endanlega fyrir hendur. Hann hafi haft val um að snúa sér farsælum ferli innan verkfræðinn- ar. „Það var mjög fínt að vinna með Guðna. Hann var frjór og traustir í samstarfi og hefði átt framtíð fyrir sér í pólitík hefði hann lagt það fyrir sig,“ segir Mörður. Pólitískur ferill Guðna endaði á því að hann gaf kost á sér á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarn- ar 1987. Skipaði hann sjötta sæti listans, sem Svavar Gestsson leiddi. Árið 1990 flutti svo fjölskyldan út til Svíþjóðar aftur. Guðni hefur veitt Byggingartæknideild Verkfræðiháskólans forstöðu síðastliðin þrettán ár og borið ábyrgð á fjármögnun hennar og rekstri. Hann hefur sem prófessor skipulagt og stjórnað rannsóknum, bæði grundvallarrannsóknum og hagnýtum, og tengt þær við atvinnulífið og samfélagið. Hann hefur átt þátt í að stofna nokkur sprotafyrirtæki á Íslandi og í Svíþjóð, starfað sem stjórnandi og setið í stjórn nokkurra fyrirtækja. Guðni er þekktur innan alþjóðasamfélagsins og hefur haldið fjölda erinda á alþjóðlegum ráðstefn- um á sviði orkumála. Bryndís segir að þótt eiginmaður hennar hafi alltaf verið mjög vinnusamur verji fjölskyldan góðum tíma saman. Þau hafi til dæmis fyrr á árum ferðast nokkrum sinnum um Evrópu á bíl og gist í tjaldi. Þau hafi einnig farið á skíði og rennt fyrir fisk. Sambandið við Ísland hafi alltaf verið mjög sterkt og þau bæði komið reglulega til landsins. Spurð hvort Guðni hafi rifist mikið við tengdaföð- ur sinn um pólitík í fjölskylduboðum segir Bryndís: „Nei, það urðu aldrei árekstrar þeirra á milli. Þeir eru mjög góðir vinir.“ MAÐUR VIKUNNAR Bauð sig fram til inspector GUÐNI A. JÓHANNESSON ÆVIÁGRIP Guðni Albert Jóhannesson fædist 27. nóvember árið 1951. Hann ólst upp á Hverfisgötunni í Reykjavík, næstyngstur fimm systkina. Bryndísi Sverrisdóttur kynntist hann í MR og giftu þau sig árið 1974. Eiga þau tvö börn, Gunnhildi Margréti lækni sem fædd- ist árið 1973 og Sverri leikara sem leit dagsins ljós árið 1978. Eftir verkfræðinám í Háskóla Íslands stundaði Guðni nám við Háskólann í Lundi. Var eðlisverkfræði helsta sérgrein hans og síðar byggingareðlisfræði með áherslu á orkusparnað. Árið 1982 flutti fjölskyldan heim og bjó á Íslandi til 1990 þegar þau fluttu aftur út til Svíþjóðar. Á Íslandi vann Guðni á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og stofnaði sína eigin verkfræðistofu. Hann var formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík og var í sjötta sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 1987. Síðustu þrettán árin hefur hann verið forstöðumaður byggingartækni- deildar Konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi. KOSTIR/LESTIR Flestir eru sammála um að Guðni er mjög vinnusamur og áhuga- samur um sérgrein sína. Hann er sagður frjór í hugsun og traustur samstarfsmaður. Námsmaður var hann góður. Á yngri árum átti hann það til að skrifa illa og einhverjir töldu það ókost að hann fylgdi Alþýðubandalaginu að málum. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hann var óvenjulega gott og yndislegt barn. Alla tíð man ég eftir honum sem metnaðarfullum námsmanni,“ segir Sigríður Jóhannesdóttir, systir Guðna og fyrrverandi þingmaður Alþýðu- bandalagsins. „Hann er afskaplega viðmótsþýður drengur og verkmaður mikill,“ segir Sverrir Hermannsson, tengdafaðir Guðna og fyrrverandi ráðherra og formaður Frjálslynda flokksins. Sveiflaðu þér í form! Kennum samkvæmisdans fyrir alla aldurshópa og tökum yngst fjögurra ára Sérnámskeið í Salsa Sérnámskeið í Hipp Hopp og Freestyle Hipp hopp snillingurinn Erla kennir bestu taktana Reykjavík – Mosfellsbær – Hveragerði Fyrstu hóparnir byrja 08.janúar 2008. Innritun og upplýsingar í síma 551-3129 frá 16:00 – 22:00 daglega Gríðarleg reynsla kennara eftir sex námsferðir til Kúbu Bíl ar til söl u: Bíl ar til söl u: Toyota Land Cruiser 120 VX Árgerð 2004, Ekinn 108 þ.km, Dísel, 2982 cc. slagrými, 163 hestöfl Sjálfskipting, Breyttur 35” dekk, 8 manna, Ljósakastarar Verð 4.790.000 Möguleg skipti á ódýrari Jaguar Sovereign 3.2 Auto Árgerð 1991, Bensín, Ekinn 140 þ., Bensín, 3239 cc. slagrými, 6 strokkar 203 hestöfl , Sjálfskipting, Leðurklæðning, ABS, viðarklæðning Verð 590.000 stgr.B íl ar t il s öl u : S. 821 3494 Bíl ar til sö Bíl ar lBí r tla : Auglýsingasími – Mest lesið Átt þú enskt Lingua- phone námskeið? Mig vantar enskt Linguaphone námskeið, aðallega sjálfa textabókina, en í henni er íslensk skýring neðanmáls á sömu blaðsíðu og enski textinn kemur fram. Uppl. í síma 865 7013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.