Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 22
22 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR, 29. DESEMBER. Áramótaheit Ég er því miður kominn í hátíð- arskvap. Vigtin í baðherberginu er farin að sýna tölur sem annars sjást aldrei nema þegar sterkir stjórnmálaflokkar kjósa sér sterka leiðtoga. Sennilega er ég haldinn öfugri átröskun því að ég hef alltaf jafn- góða matarlyst hvort sem ég er nýbúinn að borða eða ekki. Nú er danskur sálfræðingur búinn að reikna út að það borgi sig ekki að vinna áramótaheit; maður verði bara stressaður af því að reyna að standa við þau og fái vonda samvisku ef maður svíkur loforðið. Ég hef ekki beinlínis svikið áramótaloforð sem ég hef gefið sjálfum mér gegnum tíðina heldur hef ég gleymt að skrifa þau niður og smám saman hafa þau orðið gleymskunni að bráð. Það er samt alveg rétt hjá mann- inum að það er óðs manns æði að ætla að skipta um lífsstíl rétt eftir hátíðarnar, ekki síst á þessum kalda og dimma árstíma. Mikið vildi ég að það væri jafnfyrirhafnarlít- ið að losna við kaloríur og peninga. Þá mundi ég kaupa mér biksvarta Zetor-dráttarvél með ámoksturstækjum fyrir umfram- kaloríurnar, láta sjóða á hana vængi og nota fyrir einkaþotu, fljúga austur í Bolholt og komast í hátíðarskap. SUNNUDAGUR, 30. DESEMBER. Vaxandi fjölmiðlagreind Það er gaman að sjá að smám saman fara jafnvel blaðamenn að koma auga á skóginn fyrir trjám. Til marks um vaxandi fjölmiðla- greind mátti lesa eftirfarandi á dv.is í dag: „Framsóknarflokkurinn þótti lengi vel vera sá flokkur sem verst gekk fram í spillingarmálum... Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki legið undir ámæli hvað þetta varð- ar fyrr en í seinni tíð. Áhugamál þess flokks hafa verið þau að skipa sendiherra úr sínum röðum og koma að dómurum í Hæstarétti og undirrétti. Ólafur Börkur Þor- valdsson, frændi Davíðs Oddsson- ar, fyrrverandi formanns, var skipaður hæstaréttardómari þótt hann væri neðarlega í mati miðað við aðra umsækjendur. Síðar var Jón Steinar Gunnlaugsson, vinur og spilafélagi Davíðs, skipaður í Hæstarétt og gengið framhjá fólki sem metið hafði verið hæfara af lögskipaðri nefnd hæstaréttar- dómara... Það er skýrt dæmi um spillingu að flokkurinn sniðgengur fag- nefndir til að koma sínum mönn- um að fremur en þeim sem hæfast- ir teljast. Nú mun reyna á samstarfsflokkinn, Samfylkingu, að koma böndum á þetta ástand og lágmarka þannig þessa tegund spillingar í íslensku samfélagi. Það er verðugt áramótaheit fyrir stjórnarflokkana að láta af frænd- hyglinni og vinna eftir lýðræðis- legum reglum.“ MÁNUDAGUR, 31. DESEMBER. GAMLÁRSDAGUR. „Sú heppna“? Í dag er gamlársdagur og margir sem sjá ekki púðrið í því að skjóta upp flugeldum nota áramótin til að gera úttekt á stöðu sinni í líf- inu. Uppáhaldsbloggarinn minn, bjorn.is, kvartar sáran undan þeim ofsóknum sem hann hefur saklaus orðið að þola: „Undarlegast hefur mér þótt að fylgjast með þeim, sem virðast ekki geta unnt mér neins og leggja á mig fæð opinberlega, án þess að ég hafi hið minnsta gert á þeirra hlut. Ef einhver ætti jafnöfluga lækningu við þeim leiða kvilla þessara manna og við lungnameini mínu, yrði það mér gleðiefni á nýju ári.“ Ef það væri ekki augljóst að þessi blíðlyndi friðsemdarmaður í dómsmálaráðuneytinu hefur sjald- an eða aldrei verið met- inn að verðleikum vegna stöðugra ofsókna óvild- armanna liti þessi blogg- færsla út eins og rótsterk blanda af væni- sýki og sjálfsvorkunn. Með morgunkaffinu las ég svo þetta á visir.is án þess að svelgjast á: „Hollywoodleik- stjórinn Quentin Tarantino sem staddur er hér á landi skellti sér á Tapas barinn í gærkvöldi. Snæddi hann þar kvöldverð með ungri íslenskri snót. Leikstjórinn var hinn hressasti en ekki er vitað hver var sú heppna er. Stúlkan sem er á aldrinum 25- 30 ára virtist skemmta sér vel með Tarantino sem er mikill Íslands- vinur. Fór vel á með þeim en þau fóru í svokallað óvissuferð á staðn- um. Þar fengu þau marga litla smárétti og hafði Tarantino á orði að þetta væri einn besti matur sem hann hefði smakkað. Parið drakk síðan kokteila það sem eftir lifði kvölds. Þeir sem hafa ein- hverjar upplýsingar um hver sú heppna er, eru beðnir um að hafa samband við Vísi með því að senda tölvupóst á netfangið ritstjorn@ visir.is.“ Það er margvíslegum aðferðum beitt til að lokka ferðamenn til landsins. Ég skil vel að mörgum finnst það þjóðþrifaverk að plokka fé af ferða- mönnum en mér er nýnæmi að því að blaðamenn telji það sérstaka heppni fyrir íslenskar konur að komast í tæri við ófríða kyn- lífstúrista frá Ameríku og borða með þeim „litla smárétti“ í „óvissuferð“ á Tapasbarnum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ferða- mannaiðnaður sé versta mengunarplága sem ein þjóð getur kallað yfir sig. Nema ferðamennirnir ferðist fótgang- andi eða ríðandi - á hestbaki. ÞRIÐJUDAGUR, 1. JANÚAR 2008. NÝÁRSDAGUR. Risarjúpa og pólitískt kattarnef Í dag eldaði ég síðustu hátíðamál- tíðina þessi jólin, risarjúpu sem sumir kalla kalkún, og þar með er ég farinn í svelti og ætla að rannsaka hversu lengi ég geti lifað á munn- vatni einu saman. Forsetann dauðlang- ar að sitja eitt kjör- tímabil í viðbót. Þótt hann hefði ekki gert handtak allan emb- ættistíma sinn, annað en að vísa fjölmiðlafrumvarp- inu til þjóðarinnar þætti mér hann hafa staðið sig umfram væntingar. Það breytir ekki því að mér finnst að hvorki ráðherrar né forsetar eigi að sitja lengur en tvö kjörtímabil í embætti. Þjóðarinnar vegna og þeirra sjálfra. Og ef einhver áhugi væri á alvörulýðræði í landinu væru þingkosningar á tveggja ára fresti – að minnsta kosti. Í dag var annars meira talað um áramótaskaupið en áramótaávörp forseta og forsætisráðherra. Sumir héldu að aðal- brandarinn í áramóta- skaupinu hefði verið setningin: „Ég lít ekki svo á að mitt meginhlutverk sem forystumaður í stjórn- málum sé að koma öðrum stjórnmálaforingjum fyrir pólitískt kattar- nef.“ Þetta var vitanlega ísköld og svalandi kveðja frá forsætisráðherranum til Moggans og fótgöngu- liðs Bláu handarinnar, og auðvitað er miklu mann- úðlegra að binda endi á stjórn- málaferil andstæðinga sinna með því að kæfa þá í eigin hégómleika og læsa þá inni í utanríkisráðu- neytinu. Forsætisráðherrann var reynd- ar ekki einn um að toppa áramóta- skaupið með góðum húmor; dóms- málaráðherrann var líka í banastuði og skrifaði eftirfarandi sér til hugarhægðar um áramóta- ávarp forsetans: „Íslenski fáninn sómir sér vel í sal Alþingis við hægri öxl þess, sem situr á forsetastóli þingsins og ræðumanns í salnum. Þarna er farið að reglum um stað fánans. Skjaldarmerkið er við hægri öxl forsætisráðherra, þegar hann flyt- ur áramótaávarp sitt. Þegar for- seti Íslands flytur þjóðinni nýárs- ávarp sitt úr sal Bessastaða, er íslenski fáninn hins vegar við vinstri öxl forsetans. Þetta er stíl- brot.“ Svona snilld er ekki öllum gefin! En brandara ársins átti sá snill- ingur sem sendi starfsmönnum fjármálaeftirlitsins rauðvín í jóla- gjöf. Látum vera þótt einhverjir sem kunna lítið fyrir sér í manna- siðum reyni að kaupa sig í mjúk- inn hjá ráðherrum – en rauðvíns- flaska handa fjármálaeftirlitinu er eins og sígarettukarton handa tóbaksvarnanefnd. FIMMTUDAGUR, 3. JANÚAR. Kaleikur á Kili Jólin eru að mestu um garð gengin en ævintýrin taka samt engan enda. Nú er loksins búið að fá úr því skorið hvað varð um Kaleikinn helga sem síðast sást við uppvask- ið eftir Síðustu kvöldmáltíðina. Ítalskur fræðimaður hefur reiknað það út að Snorri heitinn Sturluson og nokkrir musteris- riddarar hafi falið þennan góða grip á afviknum stað á Kjalvegi árið 1217, það er 1184 árum eftir uppvask- ið. Það er reyndar dáldið ótrúlegt að Snorri hafi verið frægur allt suður til Jór- sala fyrir að vita um góða felustaði – ekki tókst honum svo vel að fela sig fyrir Gizuri tengdasyni sínum þegar mest á reið. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Hátíðarskap og hátíðarskvap Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um óvarleg áramótaheit, biksvarta Zetor-dráttarvél með vængi, mengunarplágu, kyn- lífstúrista, risarjúpu, pólitískt kattarnef og mannúðlega aðferð til að losna við andstæðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.