Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 26
26 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1531 Klemens páfi sjöundi bannar Hinriki áttunda Englandskonungi að gift- ast aftur. 1848 Franskir skipbrotsmenn koma að landi í Breið- dal eftir mikla hrakninga á hafi. 1859 Fyrsta gufuskipið siglir. 1909 Kólumbía viðurkennir sjálfstæði Panama. 1920 Boston Red Sox selur Babe Ruth til New York Yankees. 1931 Fyrsta barnið fæðist á Landspítalanum sem tek- inn var í notkun tveimur vikum áður. 1946 Frumsýnd fyrsta íslenska kvikmyndin með tónum, tali og í „eðlilegum litum“ um lýðveldishátíðina 17. júní 1944. STÓRLEIKARINN ROBERT DUVALL ER 77 ÁRA Í DAG „Ég hætti ekki að leika fyrr en þurrka þarf slefuna út úr mér. Ég dýrka bransann og fæ mest út úr því að leika sem ólíkast- ar persónur. Það er því enginn vindur úr mér!“ Robert Duvall hlaut heimsfrægð í hlutverki lautinants Kilgore í Ap- ocalypse Now 1979. Setning Kil- gores: „I love the smell of napalm in the morning“ er ein sú þekkt- asta í kvikmyndasögunni. Það var þennan sama janúardag árið 1998 sem óprúttnir skemmdarvargar afhausuðu Litlu hafmeyjuna í Kaup- mannahöfn, en það var í annað sinn sem hin fagra stytta missti höfuð sitt. Höfðinu var síðar skilað til nærliggj- andi sjónvarpsstöðvar en sökudólg- arnir fundust aldrei. Skemmdarverk hafa oft verið unnin á Litlu hafmeyjunni síðan um miðj- an sjöunda áratuginn, en í fyrra til- kynntu yfirvöld í Kaupmannahöfn að styttan verði líklega flutt til að koma í veg fyrir frekari spjöll og príl ferðamanna. Litla hafmeyjan missti fyrst höfuðið 1964 og þurfti þá að steypa á hana nýtt. Tuttugu árum seinna var hægri handleggur hennar sagaður af, en skilað tveimur dögum síðar. Þá hefur málningu ótal sinnum verið skvett yfir hafmeyjuna litlu. Árið 1961 var hár hennar málað rautt og yfir brjóst hennar rauður brjóstahaldari. Í september 2003 var hún sprengd með dínamíti af stalli sínum og síðar var sett á hana slæða til að minna á inngöngu Tyrkja í Evrópu- sambandið. Hinn 8. mars 2006 stóð myndarlegur gervilimur í hendi hennar, en sá gjörningur var skrifaður á alþjóð- lega kvennadaginn 8. mars. Sama ár fékk hún þrisvar á sig málningu, ásamt því að vera íklædd slæðu og serk að hætti mús- límskra kvenna. Það var Carl Jacobsen sem fékk hugmyndina að Litlu hafmeyjunni 1909 eftir að hafa heillast af ball- ettsýningu um ævintýri H. C. Andersen, en mynd- höggvarinn Edward Eriksen notaði Eline eiginkonu sína sem fyrirmynd að styttunni sem var afhjúpuð 23. ágúst 1913. ÞETTA GERÐIST: 5. JANÚAR 1998 Litla hafmeyjan höfðinu styttri Fyrsta laugardag hvers mánaðar má sækja tíma í hláturjóga í Manni lif- andi í Borgartúni, en fyrsti opni hlát- urjógatíminn á nýju ári er í dag klukk- an 10.30. „Þetta er andleg leikfimi í hæsta gæðaflokki og gerir sálarlífi fólks virkilega gott,“ segir Kristján Helga- son, sem ásamt Ástu Valdimarsdóttur hefur kennt hláturjóga undanfarin ár. „Í hláturjóga ákveður fólk að hlæja saman og til að gera okkur hláturinn auðveldari notum við blöndu hlátu- ræfinga, öndunar og teygja,“ segir Kristján um það sem fyrst er upp- gerður hlátur en verður svo að inni- legu hláturskasti. „Rannsóknir hafa sýnt að líkam- inn upplifir sömu jákvæðu viðbrögðin hvort sem hlátur er sjálfsprottinn eða kallaður fram,“ segir Kristján, sem stendur á því fastar en fótunum að Ís- lendingar megi hlæja meira. „Við þurfum að gera hlátur að sjálf- sögðum og eðlilegum hluta tilveru okkar.Í hláturjóga er hlegið án tilefn- is og án þess að styðjast við brandara, húmor eða fyndni. Hlátur er besta ráðið við alvarlegheitum, en við erum allt of alvarleg og hættir til að fest- ast í vandamálum. Með hlátri losnar maður úr flækjunni og sér vandann í víðara samhengi,“ segir Kristján, sem ítrekar þau gömlu sannindi að maður sé manns gaman. „Hlátur er útrás tilfinninga og manneskjan er svo innbyrðis tengd að þegar kemur að tilfinningum smita þær hratt út frá sér. Þannig geispar einn og aðrir í kjölfarið, og ef við sjáum manneskju gráta erum við vís með að gráta með henni vegna samúð- ar. Eins og með hláturinn; hann smit- ar eins og skot og er í raun hópíþrótt,“ segir Kristján brosmildur og stað- hæfir að hlæja megi að öllu sem lífið býður manninum upp á. „Vitaskuld verðum við að beita skynsemi um hvenær hlátur er viðeig- andi, en auðvitað er ekkert betra en að hlæja að vandamálum. Þannig er eðli- legt að hlæja við dánarbeð eða í kistu- lagningu ef stemningin býður upp á það og hópurinn er sammála um að hláturinn skaði engan,“ segir Kristján en í því samhengi skal taka fram að hláturjóga snýst um að hlæja saman í stað þess að hlæja að einhverju eða öðrum. „Við þess háttar aðstæður meiðist enginn. Margir upplifa frelsi þegar hláturæfingu lýkur því þá þurfa þeir ekki að hlæja meira eða vera fastir í hláturskasti,“ segir Kristján. Upphaf hláturjóga má rekja til árs- ins 1995 þegar indverski læknirinn Madan Kataria hóf að þróa fræðin sem nú eru stunduð um allan heim. „Það er margrannsakað að hlátur- inn lengir lífið og það er alveg bráð- hollt að hlæja. Sjálfur sat ég námskeið hjá bandaríska sálfræðingnum An- nette Goodheart sem notað hefur hlát- ur sem lækningaúrræði frá 1970 og skrifaði bókina „Hvernig á að hlæja að öllu því ófyndna í lífinu?“ en það er staðreynd að hlátur færir manni fjarlægð og frelsi til að nýta lausnir vandamála,“ segir Kristján og hvetur sem flesta til að koma í hláturjóga. „Við keyrum engan út, en vissulega fer fólk frá okkur með harðsperrur í maga og kjálkum eftir tímann.“ thordis@frettabladid.is ÁSTA VALDIMARSDÓTTIR OG KRISTJÁN HELGASON: FYRSTI HLÁTURJÓGATÍMI ÁRSINS Hlegið án ástæðu á nýju ári HLÆJANDI Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ Hláturjógarnir Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason segja íslenska lund vera að léttast heilmikið þótt alvöru- gefni virðist samnorrænt persónueinkenni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur sonur okkar og bróðir, Jakob Hrafn Höskuldsson Bröndukvísl 14, Reykjavík, lést af slysförum þriðjudaginn 1. janúar. Höskuldur Höskuldsson Aðalheiður Ríkarðsdóttir Rakel Sara Höskuldsdóttir Lea Ösp Höskuldsdóttir 60 ára afmæli Hinn 5. janúar 2008 verður Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur, framkvæmdastjóri Land-ráðs sf, sextugur. Kona hans er Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við KHÍ. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, Gísli Þór Agnarsson Skarðshlíð 23a, 603 Akureyri, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 2. janúar. Jarðarförin fer fram í Möðruvallaklausturskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Starfsfólki Heimahlynningar er sérstaklega þökkuð hjúkrun og stuðningur í veikindum hans. Hrefna Þorbergsdóttir Eyrún Huld Gísladóttir og Bergvin Þór Gíslason Aðalsteinn Rúnar Agnarsson Ragnheiður Brynjólfsdóttir Þórir Páll Agnarsson J. Nicoleta Lacramiora Jórunn Kolbrún Agnarsdóttir Sigurgeir Pálsson Þórey Agnarsdóttir Árni Björnsson Ingi Stein Agnarsson Gissur Agnar Agnarsson Sigrún Sigfúsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Georg Kristján Georgsson lést að Garðvangi, Garði, miðvikudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri Njarðvík, 7. janúar kl. 11.00. Reynir Viðar Georgsson Laufey Jónasdóttir Rúnar Heimir Georgsson Auður Hjördís Sigurðardóttir Georg Grundfjörð Georgsson Ragnheiður Ragnarsdóttir Róbert Heiðar Georgsson Sædís Bára Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem veittu okkur styrk, hlýju og auðsýnda samúð við veikindi, andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, Högna Kristinssonar Jörundarholti 33, Akranesi. Sérstakar og innilegar þakkir til starfsfólks krabba- meinsdeildar 11E Landspítalans við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Eva Björk Karlsdóttir Alfreð Örn Lilliendahl Sindri Snær Alfreðsson Aron Máni Alfreðsson Kristinn Richter Sigríður María Gísladóttir Tinna Richter Ari Richter Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns I. Gíslasonar áður Byggðarholti 14, Mosfellsbæ, verður frá Lágafellskirkju, mánudaginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstandenda alzheimersjúklinga. Ásta Jóhannsdóttir Óskar Jóhannsson Valgerður Sigurðardóttir Sigurður Jóhannsson Guðrún Björnsdóttir Kristín Jóhannsdóttir Jón Gunnar Borgþórsson Sigurður Símonarson barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.