Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 36
● hús&heimili „Það mundi ekki borga sig fyrir IKEA að framleiða það sem ég hanna,“ segir Gulleik Lövskar húsgagnahönnuður. „Ég hef ekk- ert á móti IKEA eða svoleiðis, en það sem ég geri er næstum því eins eintaks smíði,“ segir Gulleik sem hefur nokkra kúnna sem hann smíðar fyrir. „Ég tala við kúnnann um hvað skuli gera fyrir hann, hvernig hann vill hafa sófann og svo fær hann akkúrat rétta stærð. Þeir þekkja minn stíl frekar vel svo ég hef nokkuð frjálsar hendur um fram- kvæmdina,“ segir Gulleik sem kennir hönn- un og smíði í Listaháskóla Íslands. Hann er Norðmaður, alinn upp í Ósló þar sem hann fékk meistarapróf í hús- gagnasmíði og kláraði innanhússarkitekt- úr frá Listaháskólanum í Bergen. Hann fékk áhuga á Íslandi þegar hann var í skipti- námi við þáverandi Myndlista- og handíða- skólann. Auk þess að kenna er hann alltaf að hanna og smíða eigin húsgögn. Gulleik hannaði meðal annars gítarkoll nokkurn þar sem hann vann með grunnhug- tök í eðlisfræði og byggingartækni á borð við togkraft og þrýsting. Í miðjunni er átta millimetra stálstöng en vírarnir halda jafn- vægi á stólnum svo hann ber jafnvel feit- ustu menn. Ef maður veltir sér og vaggar lendum á stólnum meðan maður leikur á strengina heyrast margir ólíkir tónar. „Þegar ég bjó stólinn til var ég að pæla í hvað það er lítið sem þarf til að halda manni uppi. Stöngin í miðjunni er bara úr venju- legu öxulstáli, ekkert hókus pókus neitt. Ef þú héldir á stönginni gætirðu auðveldlega beygt hana.“ Gulleik jánkar og hlær við þeirri spurn- ingu hvort margir hafi reynt að glamra á stólinn. „Það er ekki mjög hár hljómur í þessu en það getur orðið til mjög skrítið og síkódelískt gítarsánd. Fyrst notaði ég sex millímetra tein í kollinn og það var alveg nóg þangað til einhver gaur sem sat á stóln- um fékk svo mikinn innblástur og fór út í svo mikið dauðarokk að það beyglaðist allt- saman og hann datt. Enginn meiddi sig en ég hafði teininn aðeins þykkari næst.“ Gulleik er á því að ótrúlega mikið sé að gerast í húsgagnasmíði á Íslandi og aðstæð- ur að breytast að hans skapi. Honum finnst áhugi fyrir sérstæðum húsgögnum og ís- lenskri framleiðslu að aukast. Hann segir að það sé vistvænt að þurfa ekki að flytja hús- gögn til landsins langar leiðir og að áhuga- vert sé að nota íslenskt hráefni. „Ég hef sjálfur aðeins verið að grúska við að smíða úr íslenskum viði. Það er alveg hægt. Á Íslandi er auðvelt að komast í sam- band við skógarbændur og margir þeirra geta sagað þetta niður og gert bita úr því fyrir mann. Sumir geta líka þurrkað við- inn. Maður gæti líka þurrkað hann sjálfur ef maður hefði tíma. Það tekur hálft til eitt ár á tommu. Viður á Íslandi er mjög hægvax- inn og ekki er hann alltaf sérlega beinn. En ef maður tekur þetta með í hönn- unina og smíðina þá verður útkoman fögur.“ niels@frettabladid.is Íslenskur viður vel nothæfur í húsgagnasmíði ●Gulleik Lövskar húsgagnahönnuður og kennari smíðar einstaka hluti. Þeirra á meðal er sérstakur gítarstóll með fallegum hljómum. Gítarkoll- urinn sem ögrar fólki á tónlistar- sviðinu. Þessi sófi er meir en þriggja metra breiður, fimm manns geta setið í honum. Hann getur staðið frítt í rýminu; á hliðunum eru áföst teborð og á bakinu bókahilla. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N Gulleik Lövskar í rúminu sínu. „Ég mundi ekki sofa í þessu, en eftir klukkutíma er maður vel teygður og það er gott.“ Verð kr.19.500 Innifalið: Úlpa, snjóbuxur, tvenn nærföt, lúffur, húfa og trefi ll. Verð kr. 17.500 Innifalið: Jakki, buxur, fl íspeysa, fl ísnærföt, bolur, húfa og sokkar. 5. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.