Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 56
36 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál HELGARKROSSGÁTAN GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Nýtt upphaf Það eru alltaf mýmargar mis- munandi leiðir til vinnings eða taps. En andinn sem við þurfum á að halda er aðeins einn: baráttu- andi, leikgleði og þrjóska hið innra; að skilja eigin takmarkanir og stilla upp á nýtt ef því er að skipta. Þar sem er þrjóska þar er von og vonin er undir okkur sjálf- um komin. Þau sem gefast ekki upp þrátt fyrir vonleysið, þau sem þrauka í myrkrinu og ráðvill- unni, þau sem leika þrátt fyrir að vita ekki hverju þau eiga að leika, þau sem smíða áform, jafnvel áform sem bregðast, þau geta snúið taflinu við, búið til nýtt upp- haf. Það geta allir. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: Að höndla óvissuna (Mbl. 29/12 2007) Þulur – þula Mikið leiðist mér að sjá og heyra konu sem er kynnir (ekki „kynna“) í sjónvarpi kallaða þulu, en ekki þul – sbr. grein hér í Fbl. 15. des. Það er þó ekki við blaðamann einan að sakast, því að þessi vit leysa er orðin furðu algeng. Og merkilegt finnst mér að þessar konur heita þulir í útvarpi, en kallaðar þulur í sjónvarpi. Þulur er sá sem þylur og þula það sem þulið er. Þula er líka ljóð í frjálsu formi án erindaskila. Þarna er trúlega á ferðinni sú tilhneiging sumra að vilja kvenkenna starfs- heiti, sem er barnaskapur. Í tungumáli eru tvenns konar kyn, eðlilegt kyn og málfræðilegt. Dettur einhverjum í hug að kona sem er læknir skuli kallast lækna? Hvað voru þau að spá? segir í fyrirsögn í Mbl. 20. des. Og síðan segir: „Greiningardeild- ir bankanna gefa reglulega út spár um þróun á hlutabréfamörk- uðum. Hversu réttar eru þær og er yfirleitt ástæða til að gefa þær út í ljósi þess hve erfitt getur verið að sjá fram í tímann?“ Hvað ert þú að spá? – merkir skv. minni málkennd – „hver ert þú að þykjast geta spáð“. Kannski mun ungt fólk telja þetta talmál fyrir „hvað ert þú að hugsa“. Þarna ætti því að standa: Hverju spá þau? – og forðast þetta sífellda „er að“ – sem er aulaþvæla úr ensku. Ákvarðanataka tekin – heyrði ég í útvarpi um daginn – og satt að segja varð ég hvumsa. No. ákvörðun felur í sér að ákveða eitthvað, afráða, fastráða. So. ákvarða hefur eilítið frábrugðna merkingu, svo sem að meta gildi einhvers eða greina aldur, t.d. handrits. Svo varð til orðasam- bandið „ að taka ákvörðun“ og úr því kom no. ákvarðanataka, sem er nú hálfgert orðskrípi. En að taka ákvarðanatöku er auðvitað alveg fráleitt. Að halda um völdin heyrðist líka í útvarpinu – og er trú- lega ruglingur á tvennu: að halda völdum og halda um stjórnvölinn. Kannski átti að felast í þessu sú merking að tiltekinn maður hafi viljað ríghalda í völdin. Braghenda Á Aðalbóli í Aðaldal er Aðalgeir, og Aðalsteinn – þeir eru tveir. Aðalbjörg kemur síðar meir. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið VACANCY á DVD! Með íslensku og ensku tali Leystu krossgát una! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir... ... ástfanginn kraftajötun Benedikt Magnússon gekk í heilagt hjónaband með Gemmu Magnússon skömmu fyrir áramót. Um sannkölluð kraftahjón er að ræða því Benedikt hefur verið Sterkasti maður Íslands og Gemma Sterkasta kona Evrópu. Í sumar eiga þau svo von á fyrsta barni sínu. Það ætti að verða sæmi- legasti moli. ... handritshöfunda Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson hafa fengið talsvert lof fyrir fyrsta þátt Pressu, sem sýndur var á Stöð 2 síð- asta sunnudag. Síðustu mánuðina hefur um fátt annað verið talað en Næturvaktina og Pressa kemur beint í kjölfarið. Miðað við þann fjölda sjónvarpsþáttaraða sem Fréttablaðið hefur greint frá að séu í bígerð hjá handritshöfundum má búast við að þessi gósentíð haldi áfram. ... líkamsræktarfrömuði Landinn er útbelgdur af svínakjöti, hangikjöti, rjúpum og kalkúni og tími er kominn til að gera eitthvað í málunum. Þá er gósentíð fyrir menn eins og Arnar Grant sem hafa atvinnu sína af því að láta lýsið leka af þéttvöxn- um Íslendingum. Slæm vika fyrir... ... vinsælt vefsvæði Moggabloggið lá niðri um tíma á fimmtudag eftir árás netþrjóta. Mogga- bloggið hefur oft á tíðum þótt vera athvarf margra mis- viturra besserviss- era og því má deila um hvort árás þessi hafi verið svo slæm eftir allt. ... kónginn Bubba Erfiðlega virðist hafa gengið að koma út síðustu miðunum á tónleika Bubba og Stórsveitar Reykjavíkur. Að minnsta kosti hafa heyrst sögur af stórfyrir- tækjum sem gáfu miða í hundraðatali. Og í ofanálag gagnrýndi Sigurjón Egilsson, einn mesti aðdáandi Bubba, hann fyrir ófrumlegheit á bloggsíðu sinni á Mannlíf.is. Stór áföll í einni og sömu vik- unni. ... fótboltamann í jólafríi Hannes Þ. Sigurðsson varð fyrir grófri líkamsárás á Hverfisbarnum yfir hátíðarnar. Hermt er að með- limir Fazmo-klíkunnar hafi staðið að árásinni en fyrir vikið verður Hannes frá keppni á annan mánuð. Hannes hefur kært árásina og hyggst sækja bætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.