Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 5. janúar 2008 47 SKYLMINGAR Skylmingamaðurinn Ragnar Ingi Sigurðsson keppir á fyrsta móti sínu á árinu um helg- ina en eftir frábært ár 2007 er þessi 31 árs Hafnfirðingur stað- ráðinn í að komast fyrstur íslenskra skylmingamanna inn á Ólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína í haust. Hann var á dögunum valinn íþróttamaður FH og hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu með sverð- ið. „Það væri bara glæsilegt að komast til Peking en það gæti verið erfitt. Það eru öll mót að telja ennþá í dag þannig að það er enginn búinn að tryggja sér keppn- isrétt,“ segir Ragnar Ingi sem var í sérflokki hér heima á árinu 2007 auk þess að fara mikinn á alþjóð- legum vettvangi þar sem hann tryggði sér fjórða Norðurlanda- meistaratitilinn á fimm árum og sigraði í Norður-Evrópumótaröð- inni. Ísland er ekki með sterkt lands- lið í skylmingum og það hefur áhrif á hvaða leið Ragnar verður að fara til þess að komast inn á leikana. „Það koma flestir inn í liðakeppnina og heimslistann þar. Þeir sem komast í gegn með liðun- um sínum keppa síðan einnig í ein- staklingskeppninni. Á fleygiferð um heiminn Langbestu liðin eru frá Evrópu og við eigum ekki möguleika á því að komast inn á venjulegan hátt þar sem að við erum ekki með gott lið. Það er því eini möguleikinn að fara í gegnum þetta úrtökumót,“ segir Ragnar sem verður á fleygi- ferð um heiminn næstu mánuði til þess að elta drauminn sinn um að komast til Kína í ágúst. „Maður reynir að fara á þessi mót þar sem er þægilegra að ferð- ast. Það er búið að dreifa þessum mótum um heiminn og þessi mót eru mörg í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Það fer svolítið hvaða pening maður fær á hvaða mót maður kemst. Ég fæ að vita það í byrjun ársins hvort ég fái eitthvað úr afrekssjóði,“ segir Ragnar. „Ég er nýbúinn að fá styrk frá Hafnarfjarðarbæ og get því byrj- að að skipuleggja fyrsta mánuð- inn. Það þarf meira til því þetta eru mikil ferðalög. Maður setur stefnuna á að komast á Ólympíu- leikanna og svo verður bara að sjá hvað gerist,” segir Ragnar Ingi sem vonast til að góður árangur sinn laði að fleiri krakka að skylm- ingum. Hann hefur séð mikinn mun frá því að hann fór að æfa á sínum tíma. Úrtökumótið verður í apríl „Það er mikill uppgangur í skylm- ingunum og í dag er miklu meiri samkeppni en þegar maður var að byrja sjálfur. Krakkarnir eru í mikilli samkeppni og vinna til skiptis sem heldur þeim vakandi. En hugur Ragnars í dag er við Ólympíudrauminn. „Nú er fram undan hjá mér und- irbúningur fyrir úrtökumót fyrir Ólympíuleikana sem verður í apríl í Istanbúl. Þar eru tvö laus sæti fyrir þær Evrópuþjóðir sem hafa ekki tryggt sér keppnisrétt á leik- unum. Þetta verður mjög erfitt og því skiptir það miklu máli að ná að undirbúa sig sem best fyrir þetta og komast á sem flest mót þangað til,“ segir Ragnar og það verður spennandi að sjá hvort honum tak- ist að brjóta blað í sögu íslenskra skylminga og komast alla leið á Ólympíuleikana í Peking. - óój Skylmingamaðurinn Ragnar Ingi Sigurðsson ætlar sér að komast til Peking: Treystir á að fá fleiri styrki ÍÞRÓTTAMAÐUR FH Ragnar Ingi Sigurðs- son hefur verið í sérflokki hér á landi undanfarin ár og var á dögunum kosinn íþróttamaður FH á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, hefur nú heiðurinn af því að stöðva tvær lengstu sigurgöng- urnar frá upphafi tímabils undir núverandi fyrirkomulagi í úrvalsdeild karla í körfubolta. Friðrik stýrði sínum mönnum í Grindavík til 98-76 sigurs á Keflavík á fimmtudagskvöldið en topplið Iceland Express-deildar karla hafði þá unnið tíu fyrstu leiki sína á árinu. Fyrir fjórum árum stjórnaði Friðrik einmitt Njarðvík til 104-95 sigurs á liði Grindavíkur sem hafði þá unnið fyrstu ellefu leiki sína á árinu. Í báðum tilfellum höfðu lið Friðriks tapað á heimavelli í leiknum á undan, Grindavík lá með 15 stigum fyrir Njarðvík milli jóla og nýárs og fyrir fjórum árum tapaði Njarðvík síðasta leik ársins á heimavelli á móti Tindastól. Einn leikmaður var með Friðriki í bæði skiptin en það var Páll Kristinsson, sem var með 11 stig og 11 fráköst á 23 mínútum í fyrrakvöld og 29 stig og 8 fráköst í leiknum fyrir fjórum árum. - óój Sigurganga Keflavíkur á enda: Friðrik endur- tók leikinn MEÐ Í BÆÐI SKIPTIN Páll Kristinsson tók þátt í að enda lengstu sigurgöngur frá upphafi tímabils. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN FÓTBOLTI Franz Beckenbauer, forseti Bayern München, telur að José Mourinho gæti verið rétti maðurinn til þess að taka við starfi knattspyrnustjóra hjá þýska liðinu þegar núverandi stjóri þess, Ottmar Hitzfeld, yfirgefur liðið í júní næstkom- andi, þrátt fyrir að „Keisarinn“ hafi látið hafa eftir sér að næsti knattspyrnustjóri München þurfi að vera þýskumælandi. „Liðið þarf stórt nafn. Einhvern reyndan stjóra með góða hæfni og liðsskipulag sem getur jafnframt tjáð sig á þýskri tungu. José Mourinho er maður sem gæti uppfyllt þessar kröfur, því hann gæti hæglega verið í þýskunámi fram á sumar,“ skrifaði Beckenbauer í grein sinni í þýska dagblaðinu Bild. Hann bætti samt við: „Eini maðurinn sem ég get klárlega útilokað er ég sjálfur,“ skrifaði Beckenbauer. - óþ Franz Beckenbauer: Mourinho gæti enn lært þýsku KEISARINN Franz Beckenbauer vill ekki útiloka að Mourinho verði næsti stjóri Bayern München. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.