Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 70
50 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR Á meðan íslenskir pókerspilarar bíða milli vonar og óvonar eftir nið- urstöðu úr svokölluðu Gizmo-máli geta þeir yljað sér við útsending- ar íslenskra sjónvarpsstöðva frá alþjóðlegum stórmótum í þessari ört vaxandi „íþróttagrein“. Skjár einn hyggst nefnilega blanda sér í baráttuna um hylli áhugamanna um pókermennsku og frumsýna á föstu- daginn umfjöllun um World Poker Tour. Sýn og Gísli Ásgeirsson hafa hingað til setið ein að umfjöllun um spilið en nú er ljóst að fleiri hafa góð spil á hendi. Póker virðist því vera kominn í sömu stöðu og hnefaleikar fyrir nokkrum árum þegar beinar útsendingar frá erlendum bardög- um voru tíðar en Íslendingar máttu ekki kýla hvern annan í hringnum. Skjárheimur hefur nefnilega bætt við sig stöðinni Poker Channel þar sem helstu trixin eru kennd. Hins vegar er tekið skýrt fram hjá sjón- varpsfélaginu að: „að sjálfsögðu hvetjum við fólk til að leggja ekki pen- inga undir pókerspilið því það er jú ólöglegt á Íslandi.“ Fjölmiðlar greindu frá því í fyrra að tökulið á vegum nýjustu Star Trek-myndarinnar væri væntan- legt hingað til lands á þessu ári. Framleiðslufyrirtækin Saga Film og Pegasus hafa barist um hylli kvikmyndatökuliðsins, sem hefur hins vegar lítið látið frá sér heyra og bíða því Íslendingarnar upp á von og óvon hvort þeir fái verkefnið. Það fyrirtæki sem hreppir hnossið gæti hins vegar komist í álnir enda eru stórstjörnur á borð við Eric Bana, Winonu Ryder og Simon Pegg á meðal leikenda. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. glansa 6. í röð 8. mælieining 9. hald 11. tveir eins 12. teygjudýr 14. ljúka 16. nafnorð 17. sunna 18. tunna 20. gylta 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. selur 3. 950 4. planta 5. fiskur 7. skemmtun 10. frostskemmd 13. hólf 15. vingjarnleiki 16. lík 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. gljá, 6. rs, 8. mól, 9. tak, 11. ll, 12. amaba, 14. klára, 16. no, 17. sól, 18. áma, 20. sú, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. urta, 3. lm, 4. jólarós, 5. áll, 7. samkoma, 10. kal, 13. bás, 15. alúð, 16. nár, 19. au. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Hannes Þ. Sigurðsson. 2 830 þúsund. 3 Maltöli. „Þetta hefur alltaf verið svona, þessi afbrýðisemi hefur alltaf verið fyrir hendi,“ segir Guð- mundur Gunnarsson, pabbi Bjarkar Guðmunds- dóttur, en frétt ástralskra vef- miðla um meinta vodkadrykkju hennar á föstu- dögum hefur farið eins og eldur í sinu um netið og ratað inn á margar af helstu fréttaveitum heims. Þar á meðal er Morgunblaðsvefurinn en í vikunni mátti sjá fjörlegar og stundum ákaflega rætnar umræður meðal hinna svo- kölluðu moggabloggara um Björk í kjölfar þess- arar fréttar. Guðmundur fór mik- inn á bloggsíðu sinni á föstudaginn þar sem hann taldi af og frá að Björk þambaði heilan lítra af vodka, hvorki blandaðan né óbland- aðan. Þaðan af síður þegar hún væri á tveggja ára tón- leikaferðalagi um heiminn sem krefð- ist breyttra lífshátta í bæði matar- og drykkjuvenjum. En Guðmund- ur harmaði það ekki síður að aldraðir foreldrar hans væru dregnir inn í einhverjar órök- studdar og fráleitar drykkjufrétt- ir. „Þeir tóku þetta mjög nærri sér og menn skyldu muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Guðmundur. Hingað til hefur einkalíf þjóð- þekktra Íslendinga fengið aðra meðferð hjá valinkunnum fjöl- miðlum en þær erlendu. Aðspurð- ur hvort Björk njóti ekki sömu friðhelgi og íslensk starfssystkin sín segir Guðmundur: „Þetta hefur ekkert breyst á undanförnum árum, þetta hefur einfaldlega allt- af verið svona.“ - fgg Pabbi Bjarkar ósáttur við vodkafréttir VOLTA-FERÐALAG Björk er nú í Ástralíu þar sem vodkafréttin fór af stað. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi alheimsfegurðardrottning, er einn dómara í hæfileikakeppni hunda sem fram fer í dag. Keppnin, sem kölluð er Hunda-idol, er haldin á vegum B&L bílaumboðsins, og fylgir titillinn Huyndai-hundurinn fyrsta sætinu. Unnur Birna hefur verið þekkt fyrir mikinn áhuga á hestamennsku, en hún segir hundana ekki síður mikilvæga. „Kannski eru það bara dýr yfirleitt. Við eigum þrjá hunda heima og kött, svo þetta er hálfgerður dýragarður,“ útskýrir Unnur Birna. „Það hefur verið hundur á mínu heimili frá því að ég fæddist, og ég held að ég gæti ekki verið án þess, ef ég hugsa til framtíðar,“ segir hún. Á heimilinu eru tíkurnar Ynja og Dimma og labradorinn Skuggi. Dimma er þrílitur Cavalier King, en Ynja er hins vegar síberísk- ur sleðahundur. „Hún er bara eins árs, og er ekki alveg fullvaxin. Við fengum hana sem hvolp, og þá var hún voðalega sæt og saklaus. Henni er farið að kippa í kynið núna, hún er orðin stór og stæðileg,“ segir Unnur Birna og hlær við, enda sleðahundarnir ekki þekktir fyrir að vera penir. Hundakeppnin er sú fyrsta sem Unnur Birna dæmir í, þó að hún hafi nokkra reynslu af dómarastörfum í bæði fegurðar- og söngvakeppnum. „Ég held nú samt að sú reynsla nýtist ekki beint í þetta, en það verður gaman að prófa,“ segir hún og hlær. Hún ætlar ekki heldur að skrá sína hunda til keppni. „Ég ætla ekkert að draga þá með mér í þetta, enda væri það ekki sanngjarnt,“ segir Unnur Birna. - sun Unnur Birna dómari í hundakeppni HESTAR OG HUNDAR Unnur Birna hefur löngum verið þekkt fyrir hestamennskuna, en hún á einnig þrjá hunda. Viktor Már Bjarnason er senni- lega einn örfárra íslenskra leikara sem geta státað af því að vera í sömu mynd og Bond-leikarinn Daniel Craig og Nicole Kidman, en það er stórmyndin The Golden Compass sem nú er verið að sýna hér á landi. En þótt leikaranum sjálfum bregði ekki fyrir sjálfum heyrist rödd hans nokkuð hátt og snjallt þar sem hann spyr hvort það sé ekki hægt að fá kaffi hérna í einu atriðanna. „Leikstjóri í skólanum mínum úti í Bretlandi benti mér á að hringja í umboðsmann fyrir erlendar raddir sem rekur heima- síðuna foreignlegion.co.uk en hún hefur að geyma alls konar erlend tungumál á hljóðskrám,“ segir Viktor en hann var í höfuðstað Norðurlands þegar Fréttablaðið náði tali af honum þar sem hann er að æfa leikritið Fló á skinni með Leikfélagi Akureyrar. „Þar geta leikstjórar náð sambandi við leik- ara eða raddir þegar þarf að tal- setja með erlendum hreim og eftir því sem ég best veit er ég eini Íslendingurinn sem völ er á, enn sem komið er,“ útskýrir Viktor. Og síðan var mætt í prufur í London í apríl á síðasta ári ásamt þó nokkrum öðrum Norðurlanda- búum; Svíum, Dönum og Norð- mönnum. Þátttakendurnir fengu síðan að horfa á atriði úr stór- myndinni sem ekki voru fullfrá- gengin og síðan látnir segja nokkr- ar setningar. Að sjálfsögðu var þeim gert að skrifa undir trúnað- arsamkomulag um að það sem sæist á þessum tíma úr myndinni læki ekki út fyrir hússins dyr. Atriðið þar sem rödd Viktors heyr- ist á sér stað í Noregi og leikarinn var sannfærður um að hafa heyrt í sér og að aðrir kvikmyndahúsa- gestir gætu vel greint hina ylhýru tungu í kvikmyndinni. Viktori bauðst síðan tækifæri nokkuð seinna að koma aftur til London og segja aðrar vel valdar íslenskar setningar. „En mér fannst það ekki þess virði, fjár- hagslega. Þegar ég síðan sá mynd- ina dauðsá ég eftir þeirri ákvörð- un því þær línur voru nokkuð margar en þá höfðu augljóslega verið fengnir einhverjir Englend- ingar til að stauta sig framúr þeim.“ freyrgigja@frettabladid.is VIKTOR MÁR BJARNASON: TALAR INN Á GOLDEN COMPASS Íslenskur leikari í kvik- mynd með stórstjörnum RÖDDIN Viktor Már heyrist spyrja hvort það sé ekki hægt að fá kaffi hérna í kvik- myndinni The Golden Compass. STÓRMYND Daniel Craig og Nicole Kidman eru í aðalhlutverkum í stór- myndinni. ÓSÁTTUR Guðmundur telur það af og frá að Björk hafi nokkurn tímann drukkið heilan lítra af vodka, hvorki óblandaðan né blandaðan. Jón Viðar Jónsson Aldur: 52 ára. Starf: Leiklistargagnrýnandi og for- stöðumaður Leikminjasafns Íslands. Hjúskaparstaða: Einhleypur. Foreldrar: Jón Aðalsteinn Jónsson og Vilborg Guðjónsdóttir. Búseta: Boðagranda 7. Stjörnumerki: Krabbi. Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er úti í kuldanum hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.