Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 2
2 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR YACOUBIAN BYGGINGIN EFTIR ALAA AL-ASWANY INNILEG, GRÍPANDI OG SKEMMTILEG Hrífandi og beinskeytt mynd af fjölbreyttu mannlífi í Kaíró „HEILLANDI OG SLÁANDI BLANDA AF ÆRSLASÖGU OG SAMFÉLAGSGREININGU, BRJÁLAÐRI SKEMMTUN OG FÚLUSTU ALVÖRU.“ – JYLLANDS-POSTEN „BESTA BÓK ÁRSI NS“ – THE GU ARDIAN D Y N A M O R E Y K JA V ÍKKOMIN Í KILJU! BJÖRGUN „Maður býður ekki hópi eldri borgara frá Ameríku að pissa úti við rútu í éljagangi,“ segir Val- gerður Pálsdóttir fararstjóri, en hún komst í hann krappan á ferð sinni með hópi bandarískra ferða- manna um Suðurland á nýársdag. „Við lögðum af stað úr Reykja- vík en þegar komið var á Selfoss var blaðran farin að segja til sín hjá mörgum. Þar var þó hvergi opið,“ segir Valgerður. Hópurinn hélt aftur af stað og vonaði innilega að hægt yrði að stoppa á Hellu. Vonbrigðin urðu nokkur þegar þangað var komið og allt var lokað. Enn einu sinni var haldið af stað og óskuðu þá allir þess heitt að á Hvolsvelli, næsta bæjarfélagi á Suðurlandi, myndi einhver bjarga þeim úr nauðum sínum. „En þar var ekki sálu að sjá. Við prófuðum að banka upp á hjá lög- reglunni en enginn kom til dyra,“ segir Valgerður, sem segist því næst hafa ætlað að bregða á það ráð að banka upp á á elliheimili bæjarins. „En þá datt Halldóri bíl- stjóra í hug að hringja í félaga sinn úr björgunarsveitinni á staðnum, og það var ekki að spyrja að því, skömmu seinna kom maður og opnaði áhaldahúsið fyrir okkur. Það er greinilega ekkert viðvik svo smávægilegt að björgunar- menn séu ekki tilbúnir að aðstoða.“ Jón Hermannsson, bifvélavirki og björgunarsveitarmaður á Hvolsvelli, segir hafa verið afar ánægjulegt að geta komið til aðstoðar. „Það er skemmtilegast að greiða úr smáhremmingum, stóru málin eru öllu flóknari,“ segir Jón hæversklega. Valgerður segir hópinn hafa notið heimsóknarinnar hjá björg- unarsveitinni mjög. Ekki hafi aðeins verið gott að komast á sal- erni heldur hafi fólkinu þótt áhuga- vert að skoða tæki björgunarsveit- arinnar og fræðast um hana. „Fólkinu kom svo mjög á óvart að sjá allt sprengiefni sveitarinnar,“ segir hún og skellir upp úr en útskýrir því næst að fólkið hafi komið frá Pennsylvaníu þar sem mjög strangar reglur gilda um flugelda. Hópurinn launaði þó greiðann með því að kaupa sprengi- tertur sem síðan var skotið upp við Seljalandsfoss við mikinn fögnuð. Þó að Valgerður segi ferðina um Suðurland hafa verið hina skemmtilegustu sé þörf á því að fólk átti sig á nauðsyn þess að koma til móts við ferðamenn þótt hátíð ríki í bæ. „Frá því í fyrra hefur fjöldinn þrefaldast hér yfir jólahátíðarnar,“ segir hún. Um 3.500 erlendir ferðamenn dvöldu hérlendis um áramótin. Undir orð Valgerðar tekur Ólöf Ýrr Atladóttir, nýráðinn ferða- málastjóri. „Það hefur margt breyst til batnaðar en fólk verður að geta brugðið sér afsíðis á leið sinni um landið,“ segir hún. karen@frettabladid.is Ferðamenn í spreng fengu hvergi að pissa Hópur amerískra eldri borgara komst í hann krappan á ferð sinni um Suður- land á nýársdag. Allir þurftu þeir að komast á salerni en hópurinn kom alls staðar að luktum dyrum – þar til björgunarsveit Hvolsvallar kom til aðstoðar. HÓLPNIR FERÐAMENN Ekki aðeins gladdist fólkið við að komast loks á salerni heldur fylltist það miklum áhuga á því að kynna sér störf björgunarsveita sem vinna frítt og selja flugelda eins og gerist hér á landi. MYND/VALGERÐUR LÍFRÍKIÐ Hrognum af laxastofni Elliðaánna frá því í haust sem áttu að standa undir gönguseiða- sleppingum hefur verið eytt, að því er segir á vef Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur. „Er þetta annað árið í röð sem nýrnaveiki kemur fram eftir kreistingu á klaklaxi úr Elliðaán- um. Því er ljóst að hvorki verður sleppt seiðum í árnar í vor né vorið 2009 og munu þær því þurfa að treysta alfarið á náttúrulega hrygningu í kjölfarið,“ segir á svfr.is. Kemur fram að veiðimenn megi næsta sumar hirða færri laxa en áður og enn frekar verði þrengt að maðkaveiði. - gar Laxastofninn í Elliðaánum: Nýrnaveikum hrognum eytt ELLIÐAÁRNAR Enn þrengir að laxveiði í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Manninum, sem handtekinn var ásamt lagskonu sinni eftir að hafa brugðið hnífi á loft á tónleikum Bubba í Laugar- dalshöll í fyrrakvöld, ógnað starfsfólki og síðan keyrt utan í bíl þegar þau voru á flótta undan lögreglu, hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn var ökuréttinda- laus. Stúlkan er sautján ára en hann tíu árum eldri. Að sögn lögreglu fannst smáræði af fíkniefnum í fórum þeirra. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Lögregla naut aðstoðar sérsveitarinnar við handtöku þeirra. - jse Par handtekið eftir tónleika: Sleppt úr haldi Það hefur margt breyst til batnaðar en fólk verður að geta brugðið sér afsíðis á leið sinni um landið. ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR FERÐAMÁLASTJÓRI Bubbi, ætlaði hann ekki bara að taka Stál og hníf? „Ja, hann var alla vega með hnífinn. Annars óska ég honum þess að hans næsta uppátæki verði að drífa sig á Vog. Maður gekk berserksgang og dró upp hníf við innganginn á Laugardalshöll í fyrradag þegar tónleikar Bubba fóru þar fram. KENÍA Forseti Kenía, Mwai Kibaki, segist tilbúinn til að mynda þjóðstjórn til að binda enda á óeirðir í landinu eftir umdeild úrslit forsetakosninganna þar í landi um síðustu helgi. Stjórnar- andstaðan hafnar hins vegar samstarfi og krefst þess að kosið verði á ný. Kibaki gaf út tilkynninguna eftir fund með bandaríska sendifulltrú- anum Jendayi Frazer sem nú er í Kenía til að miðla málum. Raila Odinga, stjórnarandstöðuleiðtogi, segir að afstaða stjórnarandstöð- unnar sé óbreytt og að Kibaki verði að láta af embætti. -hs Stjórnarandstaða vill kjósa: Kibaki tilbúinn í þjóðstjórn STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður samgöngu- nefndar Alþingis, telur ótækt að óvissa ríki lengur um Sundabraut. Taka verði ákvörðun um legu brautarinnar á næstu vikum. „Þetta hefur dregist allt of lengi og nú þarf að taka af skarið. Það gengur ekki að málið sé þannig statt að enginn viti í hvaða farvegi það er,“ segir Steinunn og vill ógjarnan að flokksbróðir hennar, Kristján Möller samgönguráð- herra, skýli sér á bak við tækni- legar útfærslur til að forðast ákvarðanatöku. Það er samgönguráðherra að taka ákvörðun með blessun ríkis- stjórnar enda ríkissjóðs að greiða. Valið stendur á milli tveggja leiða, innri leiðar og ytri leiðar (göng) og er kostnaður við ytri leiðina talinn vera sextán millj- arðar króna. Innri leiðin er umtals- vert ódýrari og er jafnvel talið að muni um 5 til 10 milljarða. Þó eiginlegt ákvarðanavald sé í höndum samgönguráðherra telur Steinunn Valdís mikilvægt að ákvörðun verði tekin í samráði við yfirvöld í Reykjavík. Þar á bæ hefur verið talað fyrir ytri leið. Faxaflóahafnir hafa þegar boð- ist til að annast framkvæmd Sund- a ganga í svokallaðri einkafram- kvæmd en Kristján Möller telur að bjóða þurfi verkið út. Steinunn Valdís efast um nauðsyn þess og bendir á að samið var við Spöl um gerð Hvalfjarðarganga á sínum tíma án útboðs. - bþs Legu Sundabrautar þarf að ákveða sem fyrst að mati formanns samgöngunefndar: Brýnir ráðherra til ákvarðanatöku STEINUNN VALDÍS ÓSK- ARSDÓTTIR SKIPULAGSMÁL Hugmyndir um uppbyggingu 500 íbúa hverfis fyrir 50 ára og eldri í Hausthúsa- hverfi á Akranesi hafa verið slegnar út af borðinu. Bæjarráð segir miðað við að uppbyggingu í Skógarhverfi verði lokið áður en vinna við ný hverfi hefjist. Hugmyndir Kalmansvík- ur ehf. um eitt hverfi í Haushús- um fyrir eldri en 50 ára falli ekki að stefnumótun Aðalskipulags Akraneskaupstaðar fyrir árin 2005-2017. Hins vegar megi ræða við fulltrúa Kalmansvíkur og fleiri sem vilji byggja húsnæði fyrir eldri borgara á fleiri en einum stað á Akranesi svo sem í Skógarhverfi. - gar Bæjarráð Akraness: Hafna sérstöku hverfi aldraðra AKRANES Bæjarráð vill dreifa eldri borg- urum um byggðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Sjö ungmenni á Akranesi voru handtek- in á fimmtudags- og föstudagskvöld vegna lögreglu- rannsóknar á 6,5 milljóna króna yfirdrætti á debet- korti frá Sparisjóði Akraness. Frá því síðla í nóvember og fram undir lok ársins var debetkortareikningur, sem maður um tvítugt stofnaði hjá Sparisjóði Akraness, yfirdreginn um 6,5 milljónir króna. Á fimmtudag kærði sparisjóðurinn korthafann sem var handtekinn þá um kvöldið. „Kortið átti að vera þeim eiginleikum búið að hringja inn og athuga innistæðuna við hverja úttekt en það hringdi aldrei,“ segir Helgi Magnús Gunnars- son, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglu- stjóra. Af upphæðinni sem stolið var tókst lögreglu að hafa upp á um 800 þúsund krónum á öðrum reikning- um fólksins sem tengist málinu. Þá var lagt hald á um sextíu þúsund krónur í reiðufé. Verulegur hluti peninganna var notaður til fíkniefnaviðskipta. Að sögn Helga var fólkinu, sem er á aldrinum sautján til tuttugu ára, sleppt eftir yfirheyrslur þar sem málið hafi verið ágætlega upplýst og játning legið fyrir. Helgi segir að auk korthafans hafi annar maður sem tók síðar við krotinu viðurkennt misnotkun á því. „Það er til yfirlit um allar færslur svo sönnunargögn- in eru traust,“ segir saksóknari efnahagsbrota. - gar Ungmenni í fíkniefnum játa að hafa stolið milljónum af Sparisjóði Akraness: Sex milljónir yfir á kortinu HELGI MAGNÚS GUNNARSSON Saksóknari efnahagsbrota segir tvo menn hafa viðurkennt að hafa millifært illa fengnar milljónir um debetkort annars þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BANDARÍKIN Poppsöngkonan Britney Spears missti í gær forræði yfir sonum sínum tveimur. Réttargæslumaður hefur úrskurðað að fyrrum eiginmaður hennar, Kevin Federline, fái fullt forræði yfir börnunum. Heim- sóknarréttur Spears hefur verið afnuminn. Spears var aðfaranótt föstu- dagsins sótt á sjúkrabíl á heimili sitt í Beverly Hills og flutt á Cedars-Sinai sjúkrahúsið til geðrannsóknar. Hún var í annarlegu ástandi og neitaði að láta börnin af hendi og því var lögregla kölluð til. Málið verður næst tekið fyrir 14. janúar. - hs Poppstjarna í geðrannsókn: Britney Spears missir forræðið SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.