Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 8
8 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ekki lengur Framsókn „Nú er ekki hægt að kenna Fram- sóknarflokknum um. Þetta er Samfylkingin,“ sagði Einar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta, í Frétta- blaðinu á föstudaginn um umdeilda ráðningu nýs ferðamálastjóra. Hann er ekki eini fram- sóknarmaður- inn sem fagnar því að Svarti- Pétur pólitískra ráðninga sé nú kominn á annarra manna hendur. Helga Sigrún Harðar- dóttir, skrifstofu- stjóri þingflokks Framsóknarflokks, velti því fyrir sér á bloggsíðu sinni hversu verðmætt flokksskírteinið væri í Samfylkingunni. Guðni Albert Jóhannesson, nýr orkumálastjóri, sé bróðir Sigríðar Jóhannesdóttur, fyrrverandi alþingismanns Samfylk- ingarinnar, svo sé hann félagi Össurar og aðstoðarmanns hans, Einars Karls. Hins vegar sé sú sem gengið var framhjá tengdadóttir fyrrverandi ráðherra framsóknarflokksins, Páls Péturssonar. Tími til að anda Eftir fréttum að dæma á föstudag var eins og lýðræðið á Íslandi væri í stórhættu. Ekki vegna þess að hér ættu sér stað pólitískar ofsóknir eða komið væri í veg fyrir frjálsa umræðu í landinu. Nei, það sem var svona hættulegt var að Ástþór Magnússon ætlaði einu sinni enn að bjóða sig fram til forseta. Fyrri hrak- farir á þeim vettvangi myndu ekkert stöðva hann. Þeir sem mestar áhyggj- ur höfðu ættu nú að geta andað léttar um stund, því eins og fram kom á Vísi í gær er Ástþór ekki enn búinn að gera upp hug sinn hvað varðar forsetaframboðið. Þangað til einhver er kominn fram sem ætlar í framboð og nær að skila inn öllum meðmælum ættum við kannski að anda djúpt og hætta að spá í hversu margar milljónir kosning- arnar kosta, því eins og við vitum er lýðræðið dýrt. svanborg@frettabladid.is Frekari aðgerða er þörf Staða hinna dreifðu byggða á Íslandi er víða mjög viðkvæm. Sérstaklega á það við um hinar minni sjávarbyggðir sem byggja fyrst og fremst á fiskveið- um og fiskvinnslu, en jafnvel stærri bæir eiga sums staðar undir högg að sækja. Nokkuð góð sátt er í þjóðfélaginu um að rétt sé að sporna gegn þeirri þróun að öll byggð flytjist hingað á suðvesturhornið, þótt sjálfsagt deili menn um það hversu miklu skuli til kosta. Fyrir þessari afstöðu hafa verið færð mörg ágæt rök sem ekki er ástæða til að tíunda hér. En mig langar að vekja máls á einni röksemd sem kannski heyrist ekki oft. Hún er sú að byggðirnar eru tenging við sögu þjóðarinnar. Í þorpunum og kaupstöðunum má meðal annars gjörla sjá atvinnu- sögu síðustu aldar, menjar um framfarasókn þjóðarinnar í lifandi samhengi við nútíðina. Síldar- sagan er til dæmis lifandi á Siglufirði, þar býr fólk sem geymir hana í minni, setur upp safn og heldur sögunni við. Ef enginn byggi á Siglufirði yrði rof í merkri sögu og í heimi alþjóðaviðskipta og hnattvæð- ingar er ein mesta hættan sú að tapa sérkennum og sögu, þá velkjast menn um rótlausir og án sérkenna. Langvarandi veiking En spurningin er hvort ríkisstjórnin sé vakandi á verðinum. Fyrst er til að taka að niðurskurðurinn á þorskveiðiheimildum er mjög alvarleg tíðindi fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni. Vissulega er sjávarút- vegur ekki eins mikilvægur í þjóðarbúskapnum eins og var. En mikilvægi greinarinnar í sjávarbyggðun- um er gríðarlegt. Þar er sjávarútvegurinn bakbeinið í atvinnulífinu og 30% samdráttur í þorskveiðum er sannkallað heljarslag. Þessi niðurskurður kemur í kjölfar minnkandi þorskafla þannig að samfélögin stóðu þegar tæpt þegar þessi ótíðindi urðu. Það er því ekki að undra þó margir af forystumönnum sveitarfélaganna og atvinnulífsins séu uggandi. Stundum er því haldið fram að þær áhyggjur séu svartsýnisraus og að einungis sé kallað eftir skyndilausnum. Þá er rétt að hafa í huga að ekki syngja allir eftir nótum þegar við blasir fall í stórgrýtisfjöru, það er eðlilegt að kallað sé eftir aðstoð ríkisvaldsins þegar sverfur svo að sem raun ber vitni. Mótvægisaðgerðir Ríkisstjórin hefur því gripið til mótvægisaðgerða. Mikið átak hefur verið gert í samgöngumálum á undanförnum árum og verður heldur bætt í á næstunni. Átak til að auka fjölbreytni í menntamál- um er í forgrunni og reynt er að bæta búsetuskilyrð- in með almennum hætti. Sérstök Vestfjarðanefnd skilaði tillögum sínum fyrir skömmu og nú hefur forsætisráðherra tilkynnt að ráðist verði í sambæri- lega vinnu fyrir þau tvö landsvæði önnur sem höllustum fæti standa. Höfuðatriði Þessar aðgerðir bera vott um mikinn vilja til að aðstoða byggðirnar í gegnum þann vanda sem nú steðjar að. En að lokum skiptir tvennt mestu. Að betra jafnvægi náist í efnahagsmálum þjóðarinnar, háir vextir og hátt gengi auka mjög á vanda sjávarútvegsins og hitt að hægt verði að auka verulega þorskveiðar á Íslandsmiðum innan fárra ára. Þetta tvennt verður að gerast til þess að byggðirnar eigi möguleika. Tilviljanakennd og ómarkviss byggðastefna Byggðaþróun undanfarinna ára endurspeglar að stjórnvöld hafa staðið sig illa í byggðamálum. Fólki hefur fækkað á landsbyggðinni og það flutt í stórum stíl til höfuðborgarsvæðisins. Stjórnmála- flokkar vilja í orði kveðnu stuðla að byggð í landinu og hafa markað sér byggðastefnu en staðreyndirn- ar blasa við. En hvað hefur farið úrskeiðis? Stjórnvöld hafa sett fram lausnir í stóru og smáu en án raunverulegs árangurs. Um er að ræða stök verkefni; menningarhús eða stofnanir, samgöngu- bótum hefur verið beitt og loks hefur verið lagt í miklar og stórgerðar innspýtingaraðgerðir í atvinnumálum. Stærðargráðan hefur stundum verið slík að samfélögin og innviðir þeirra verða fyrir skakkaföllum og bíða jafnvel varanlegan skaða auk áhrifa á náttúru og umhverfi. Byggða- stefnan á Íslandi hefur undanfarin ár verið tilviljanakennd, ómarkviss og á köflum krampa- kennd. Hvað er til ráða? Við vinstri græn höfum lagt áherslu á sjálfbæra atvinnustefnu þar sem hlúð er að frumkvæði og sprotum heimamanna og stutt er við atvinnu á þeim skala sem hentar hverju samfélagi. Samgöngur og fjarskipti gegna lykilhlutverki til þess að jafnræði ríki í möguleikum á að nýta frumkvæði til menntun- ar, atvinnusköpunar og félagslegrar þátttöku. Menntun í heimabyggð, öflugir grunnskólar og sterkir framhaldsskólar, auk raunverulegra möguleika á fjarnámi af ýmsum gerðum, styrkir sveitarfélögin. Jafnframt er mikil þörf á þolinmóðu fjármagni fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Sveitarfélögin gegna hlutverki Hlutverk sveitarstjórnarstigsins í að marka byggðastefnu og fylgja henni eftir er mikilvægt. Efla þarf efnahagslegt og lýðræðislegt sjálfstæði sveitarfélaganna þannig að íbúunum séu tryggð tækifæri til sköpunar og frumkvæðis óháð búsetu. Drifkraftur í þágu hinna dreifðu byggða, fjölbreytni í búsetu og atvinnu er mun frekar til staðar hjá sveitarstjórnum og á samráðsvettvangi þeirra en hjá ríkinu. Sveitarfélögin þurfa að geta tekið þátt í stefnumótun og er þá algjör forsenda að þeim séu tryggðir viðunandi tekjustofnar til að geta staðið straum af kostnaði við grunnþjónustu og stoðkerfi samfélagsins. Sveitarfélögin hafa færi á að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, efla lýðræðisleg vinnubrögð og styrkja beina þátttöku íbúa í mótun og sköpun nærsamfélagsins. Slíkir möguleikar eru helstu vaxtarbroddar sveitarfélaganna til þess að eflast, halda í unga fólkið og laða að nýja íbúa. Stjórnvöld hafa brugðist Öflug byggðastefna verður aðeins unnin með fullri aðkomu og áhrifum efnahagslega sjálfstæðra sveitarfélaga þar sem lýðræði og þátttaka eru höfð að leiðarljósi. Stjórnvöld hafa brugðist sveitarfélög- um með því að halda þeim í svelti og halda þeim frá möguleikunum til vaxtar og viðgangs. Sterk sveitarfélög eru grunnforsenda öflugra byggða um allt land. Stendur ríkisstjórnin vaktina í byggðamálum? ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR BITBEIN Svandís Svavarsdóttir spyr:M örgum kann í fljótu bragði að virðast sem tvö hús við Laugaveg geti ekki skipt sköpum til eða frá um þróun miðborgar Reykjavíkur. Sú umræða sem orðið hefur fyrst um niðurrif og nú síðast um flutning húsanna við Laugaveg 4 og 6 er þó liður í miklu stærra máli. Laugavegurinn er lífæð miðborgar Reykjavíkur. Það er grund- vallaratriði að varðveita eins og kostur er ásýnd þessarar götu sem kennd er við gönguleið reykvískra húsmæðra inn í Þvotta- laugar, röð lágreistra timburhúsa sem reist voru af mismiklum vanefnum, mörg af fólki sem flust hafði utan af landi til að setj- ast að í höfuðstaðnum. Þarna er veigamikill hluti af sögu þjóðar- innar, sögu sem er mikilvægt að halda á lofti. Eins og bæði borgarminjavörður og Torfusamtökin hafa bent á felst gildi þessara húsa fyrst og fremst í því að varðveita þau á þeim stað sem þau eru, sem hluta af þessari gömlu götumynd. Borgarstjóri getur því ekki bjargað sér fyrir horn með því að láta flytja húsin í stað þess að rífa þau. Þetta skilur Svandís Svavarsdóttir, formaður skipulagsráðs, sem betur fer og hefur vonandi erindi sem erfiði við að tjónka við samstarfsflokkunum í málinu. Einnig má minna á snöf- urmannlega framgöngu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra varðandi svipað mál sem upp kom í miðbæ Akureyrar á árinu sem leið. Binda verður vonir við að þessum konum takist að koma í veg fyrir niðurrif eða brottflutning hús- anna við Laugaveg 4 og 6. Sú hugmynd að flytja gömul hús í Hljómskálagarðinn er út af fyrir sig ágæt en dúkkuhúsabyggð í þeim garði má ekki blanda saman við verndun götumyndar við Laugaveg. Í þann leik verð- ur að nota önnur hús, annaðhvort gömul hús sem orðin eru sam- hengislaus vegna breytinga í umhverfi sem þegar eru orðnar ellegar hreinlega að byggja ný og sæt hús í gömlum stíl, jafnvel eftirmyndir gamalla húsa sem annaðhvort eru enn til eða fallin fyrir byggingarkrönum. Húsið númer 2 er eitt af fegurstu húsunum við Laugaveg. Það er kannski aðalástæða þess hversu mikilvægt er að varðveita húsaröðina þar fyrir ofan. Byggingalysin við Laugaveg eru þegar allt of mörg. Þau voru börn síns tíma og urðu flest áður en farið var að ræða af alvöru um varðveislugildi húsa og götumynda hér á landi. Það er afsök- un þeirra sem báru ábyrgðina. Þeir sem bera ábyrgð á því að ryðjast yfir menningararfinn eins og fílar í postulínsbúð á árinu 2008 og reisa í stað lágreistu séríslensku húsanna alþjóðlegar 21. aldar byggingar eiga ekk- ert slíkt sér til málsbóta. Vonandi verðum við laus við að þurfa að horfa upp á minnismerki um skömm þeirra í líki fimm hæða glerhýsis við hlið hins fínlega og sérkennaríka húss við Lauga- veg 2. Í götumynd lágreistra timburhúsa frá aldamót- unum 1900 er falið brot af sögu þjóðarinnar. Fílar í postulínsbúð STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.