Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 6. janúar 2008 25 FÓTBOLTI Það styttist í Afríku- keppnina umdeildu en í gær var framherjinn Didier Drogba valinn í 23 manna hóp landsliðs Fílabeinsstrandarinnar þrátt fyrir að vera meiddur á hné. Aðeins einn leikmaður í landslið- inu spilar í heimalandinu. Fílabeinsstrendingar koma saman í Kúvæt á mánudag og verða þar í æfingabúðum til 18. janúar. Liðið mun einnig spila þrjá æfingaleiki í Kúvæt – einn gegn landsliðinu og svo gegn sterkum félagsliðum í landinu. Mörg kunnugleg nöfn eru í landsliði Fílabeinsstrandarinnar eins og Emmanuel Eboue og Kolo Toure hjá Arsenal, Yaya Toure hjá Bar- celona og Salomon Kalou hjá Chelsea. - hbg Afríkukeppnin: Drogba valinn í landsliðið FÓTBOLTI Roy Keane, knattspyrnu- stjóri Sunderland, hefur verið duglegur að safna til sín fyrrum leikmönnum Man. Utd enda eru meðal annars í Sunderland-liðinu þeir Andrew Cole og Dwight Yorke. Keane er ekki hættur því nú hefur hann fengið annan United- mann, Quinton Fortune, til reynslu hjá Sunderland. Fortune er aðeins þrítugur að aldri og var síðast hjá Bolton en fékk ekki nýjan samning síðasta sumar. „Hann er að koma sér í form eftir aðgerð. Við munum koma með frekari fréttir af málinu eftir helgi,“ sagði Keane við heimasíðu Sunderland en Fortune er búinn að æfa með liðinu í mánuð. Keane hefur þegar fengið einn leikmann í janúarglugganum en það var Jonny Evans sem kemur að láni frá Man. Utd en Evans þessi var einmitt sakaður um að hafa nauðgað stúlku í jólateiti Man. Utd á dögunum. - hbg Sunderland: Tekur Fortune á reynslu QUINTON FORTUNE Gæti fengið tæki- færi hjá sínum gamla liðsfélaga. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Nígeríu hefur gefið enska félaginu Everton leyfi til þess að halda landsliðsmönnunum Yakubu Aiyegbeni og Joseph Yobo aðeins lengur svo þeir geti spilað með Everton gegn Chelsea í undanúrslitum enska deildarbik- arsins. Þeir félagar koma svo til móts við hópinn 8. janúar en Nígeríu- menn ætla sér stóra hluti í Afríkukeppninni sem þeir hafa unnið 1980 og 1994. Keppnin sjálf hefst 20. janúar en liðin hittast fyrr og fara í æfingabúðir. - hbg Nígeríska landsliðið: Everton fær undanþágu KÖRFUBOLTI KR-konur unnu sex stiga sigur, 74-80, á Íslandsmeist- urum Hauka á Ásvöllum í gær og stungu upp í þá sem hafa haldið því fram að liðið væri bara banda- ríski leikmaðurinn Monique Mart- in sem hefur skorað 38,3 stig að meðaltali með liðinu í vetur. Martin skilaði sér ekki eftir jólafríið en KR-konur létu það ekki á sig fá og voru með örugga forustu allan leikinn eða allt þar til að Haukaliðið sjóðhitnaði og skoraði fimmtán stig í röð á rúmum þremur mínútum og áttu eftir það möguleika á lokasprett- inum. Haukaliðið setti niður fjór- ar þriggja stiga körfur í röð og fengu síðan tveggja stiga körfu og víti að auki sem fór ofan í og stað- an breyttist úr 57-76 í 72-76 á skömmum tíma. Það var hins vegar besti maður vallarins, Hild- ur Sigurðardóttir, sem skoraði stigin á lokakaflanum sem lönd- uðu sigrinum en Hildur var með 27 stig, 9 fráköst og 8 stoðsend- ingar í gær. KR-liðið vann stóran sigur í gær ekki síst fyrir sjálfstraustið enda ljóst að þær eru langt frá því að treysta eingöngu á framlag Monique Martin. Hildur lék mjög vel og eins voru þær Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (15 stig og 14 frák- öst), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (14 stig) og Guðrún Ósk Ámunda- dóttir (13 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolnir boltar) allar að spila mjög vel. Það var þó frammistaða Hild- ar sem stóð upp úr, hún tók af skarið í fjarveru Martins, skoraði 20 af fyrstu 40 stigum liðsins og spilaði auk þess félagana vel uppi. Haukaliðið átti frábæra endur- komu í fjórða leikhlutanum en fram að því réðu gestirnir úr Vest- urbænum lögum og lofum á vellin- um. Haukaliðið hitti aðeins úr 13 af 50 skotum sínum (26 prósent) í fyrstu þremur leikhlutunum og lykilmenn eins og Kiera Hardy og Kristrún Sigurjónsdóttir voru ískaldar fram eftir leik. Þær settu hins vegar niður 20 stig saman í fjórða leikhluta (Kristrún 11 stig og Hardy 9) og skutu sínu liði aftur inn í leikinn ásamt hinni 16 ára Heiðrúnu Hödd Jónsdóttur sem kom inn í lokin og setti niður tvo stóra þrista. - óój KR-konur lögðu Íslandsmeistara Hauka og það án síns besta leikmanns, Monique Martin: Skotsýning Haukakvenna kom of seint Í BANASTUÐI Hildur Sigurðardóttir átti verulega góðan leik fyrir KR og leiddi sitt lið til sigurs gegn Íslandsmeisturum Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Það er alltaf mikill sjarmi í kringum ensku bikarkeppnina enda fá litlu liðin þá tækifæri gegn þeim stóru og oftar en ekki líta óvænt úrslit dagsins ljós. Á því varð engin breyting í gær. Úrvalsdeildarlið Blackburn var hreinlega pakkað saman af Cov- entry á heimavelli, 1-4, og Bolton tapaði fyrir Sheffield United, 0-1, og einnig á heimavelli. Everton tapaði líka óvænt á heimavelli, 0-1, og það gegn Oldham. Birmingham tapaði aftur á móti á útivelli gegn Huddersfield. Chelsea slapp með skrekkinn gegn QPR og sigraði með sjálfs- marki gestanna. Tottenham gerði jafntefli gegn Reading, 2-2, og West Ham gerði markalaust jafn- tefli við Manchester City. Stórleikur gærdagsins var þó klárlega viðureign Aston Villa og Man. Utd á Villa Park. United hefur haft mikið tak á Villa í gegn- um árin og takið losnaði ekki í gær. Hinir baneitruðu Cristiano Ron- aldo og Wayne Rooney sáu til þess að United færi með sigur heim með mörkum á síðustu tíu mínút- unum. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand þakkaði Wayne Rooney fyrir sig- urinn en hann sagði að innkoma Rooneys af bekknum hefði kveikt í liðinu. „Rooney sneri þessum leik algjörlega við. Hann er ótrúlegur knattspyrnumaður. Hann hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum en var mjög ferskur er hann kom inn. Strákurinn býr yfir alveg hreint ótrúlegri orku,“ sagði Ferdinand eftir leikinn en hann hrósaði Ronaldo líka en hann laum- aði sér á bak við Bouma er hann kom United yfir í leiknum. „Þetta var ekki fallegt mark en gaurinn skorar alveg ótrúlega mikið. Það skiptir engu hversu fal- leg mörkin eru, við tökum öllum mörkum fagnandi. Það kom ekki til greina hjá okkur að spila þenn- an leik aftur og það er okkur eðlis- lægt að klára leiki í stað þess að sætta okkur við einhverja stöðu. Stjórinn myndi heldur aldrei nokk- urn tímann sætta sig við það. Við förum í alla leiki og öll mót með það að markmiði að vinna. Annað er hreinlega vanvirðing sem við viljum ekki sjá,“ sagði Ferdinand. henry@frettabladid.is Ronaldo og Rooney sáu um að afgreiða Villa Man. Utd vann góðan 0-2 útisigur á Aston Villa í enska bikarnum í gær. Nokk- uð var um óvænt úrslit í keppninni eins og venjulega en fjögur úrvalsdeildar- félög voru slegin út úr keppninni af neðrideildarliðum í gær. KAMPAKÁTIR Þeir Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og Anderson fögnuðu marki Rooneys vel og innilega. Rooney átti frábæra innkomu af bekknum en með honum kom nægt líf til að klára Villa. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Enski bikarinn: Chasetown-Cardiff 1-3 Wolves-Cambridge 2-1 Barnsley-Blackpool 2-1 Blackburn-Coventry 1-4 Bentley - Mifsud 2, Adebola, Ward (víti). Bolton-Sheff. Utd 0-1 - Carney. Bristol City-Middlesbrough 1-2 Charlton-WBA 1-1 Chelsea-QPR 1-0 Camp, sjálfsmark. Colchester-Peterborough 1-3 Huddersfield-Birmingham 2-1 Ipswich-Portsmouth 0-1 Norwich-Bury 1-1 Plymouth-Hull 3-2 Preston-Scunthorpe 1-0 Southampton-Leicester 2-0 Sunderland-Wigan 0-3 - Scharner, Cotterill, sjálfsmark. Tottenham-Reading 2-2 Berbatov 2 (eitt víti) - Hunt 2. Watford-Crystal Palace 2-0 West Ham-Man. City 0-0 Everton-Oldham 0-1 Aston Villa-Man. Utd 0-2 Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney. Iceland Express-deild kvk: Haukar-KR 74-80 Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Kiera Hardy 16, Unnur Jónsdóttir 15, Telma Fjalarsdóttir 9, Ragna Brynjarsdóttir 7, Heiðrún Jónsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 2, Bára Hálfdánardóttir 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 27, Sigrún Ámundadóttir 15, Guðrún Þorsteinsdóttir 14, Guðrún Ámundadóttir 13, Þorbjörg Friðriksdóttir 6, Helga Einarsdóttir 2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 2, Dóra Þrándardóttir 1. Keflavík-Fjölnir 112-77 Grindavík-Hamar 96-79 ÚRSLIT FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen fékk aftur tækifæri í byrjunarliði Barcelona í gær er Real Mallorca var sótt heim í spænsku deildinni. Eiður Smári kom ekki sérstak- lega vel undan jólunum, hafði sig lítt í frammi og var tekinn af velli í leikhléi. Í hans stað kom Bojan Krkic. Barcelona vann leikinn, 2-0, með mörkum frá Rafael Marques og Samuel Eto´o. - hbg Eiður í liðinu í gær: Tekinn af velli í hálfleik BARÁTTA Eiður er hér í skallaeinvígi við David Navarro í gær. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.