Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 58
26 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR VERTU VIRKUR STUÐNINGSMAÐUR STRÁKANNA OKKAR Í ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Í HANDKNATTLEIK VIÐ STYÐJUM HANDBOLTALANDSLIÐIÐ Hvatning og stuðningur eru mikils virði þegar menn heyja harða keppni á alþjóðavettvangi. Icelandair og Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn taka nú höndum saman og bjóða handboltaáhugamönnum einstakt ferðatilboð í beinu flugi til Þrándheims í Noregi á EM 2008. Tryggðu þér strax sæti! Hvetjum strákana til dáða á EM 2008! ÁFRAM ÍSLAND, ALLTAF! * Innifalið: Flug, skattar, gisting í 4 nætur með morgunverði, flugvallarakstur erlendis og miðar á alla leiki íslenska liðsins í riðli eða milliriðli. FLJÚGÐU Á EM Í HANDBOLTA 2008 BEINT FLUG TIL ÞRÁNDHEIMS 94.500*KR. Á MANN Í TVÍBÝLI RIÐLAKEPPNIN 17.–21. JANÚAR EÐA MILLIRIÐLAR 21.–25. JANÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.uu.is/ithrottir eða í síma 585 4000 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 05 26 0 1/ 08 FRJÁLSAR Spretthlauparinn Justin Gatlin hefur ákveðið að áfrýja keppnisbanni sínu sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi árið 2006. Hann féll einnig á lyfjaprófi árið 2001. Upphaflega var Gatlin dæmdur í átta ára bann frá íþróttinni en það var stytt í fjögur ár á dögunum. „Ég veit í hjarta mínu að ég hef ekki gert neitt rangt,“ sagði hinn 25 ára gamli Gatlin við Washing- ton Post. „Ég hef verið rændur tækifærinu á að klára minn feril. Það er búið að taka frá mér allt sem ég hef unnið fyrir á minni ævi. Ég hef alltaf barist fyrir mínu og ég ætla ekki að gefast upp í þessu máli. Mér líður eins og ég sé fastur í banka sem verið er að ræna og mér sé síðan kennt um ránið.“ Gatlin vann gull á Ólympíuleik- unum í Aþenu árið 2004 og hann ætlaði sér að verja Ólympíutitil sinn í Peking í sumar. - hbg Justin Gatlin: Ætlar að áfrýja banninu JUSTIN GATLIN Neitar staðfastlega að hafa neytt ólöglegra lyfja. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Það var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi þegar Njarðvík- ingar heimsóttu Snæfell í Fjárhúsið í gær. Heimamenn mættu mikið betur stemmdir til leiks, voru grimmari í öllum aðgerðum og það skilaði þeim verð- skulduðum sigri að lokum, 74-67. Það var jafnræði með liðunum framan af og jafnt eftir fyrsta leik- hluta, 25-25. Snæfellingar voru magn- aðir í öðrum leikhluta er þeir lokuðu vörninni og röðuðu niður þriggja stiga körfum. Þeir höfðu því sex stiga forskot í leikhléi, 39-33. Heimamenn juku enn við for- skotið í þriðja leikhluta og þegar aðeins einn leikhluti var eftir var munurinn átta stig, 54-46. Njarðvík átti smá áhlaup í fjórða leikhluta er þeir minnk- uðu muninn í fjögur stig, 56- 52, en þá steig Snæfell á bens- ínið á ný og landaði verðskulduðum sigri. „Þetta var hörkuleikur og ég er alveg búinn á því. Sigur- inn var samt mjög ljúfur,“ sagði Hlynur Bæringsson, leik- maður Snæfells, kampakátur eftir leikinn. Hlyni hefur verið tíð- rætt í vetur um skort á baráttu- anda hjá Snæfelli en það var eng- inn skortur á honum í gær. „Þetta er nákvæmlega það sem ég er búinn að tala um og ég veit ekki hvort að sú staðreynd að leik- urinn hafi verið í sjónvarpi hafi kveikt í mönnum og þeir sett aðeins aukagel í hárið eða hvað. Við höfum verið hrikalega and- lausir í vetur en með svona baráttu getum við staðið í og unnið hvaða lið sem er. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir erfiða áætlun sem er fram undan hjá okkur. Við getum aftur á móti blandað okkur í efri hlutann með góðum úrslit- um í næstu leikjum og það er stefnan. Koma okkur í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina og gera svo atlögu að titlinum,“ sagði Hlynur. Veit ekki hvernig ég á að afsaka tapið Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega ekki sáttur í leikslok. „Ég er gríðar- lega svekktur því við vorum svo langt frá okkar besta. Það voru ekki nema 2-3 leik- menn sem voru líkir sjálfum sér en aðrir voru bara slakir. Ég tek ekkert af Snæ- felli sem spilaði vel. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að afsaka þetta tap og ég sagði við strákana inn í klefa að ég vildi bara gleyma þessum leik. Þetta var hrikalega dapurt og þá sérstaklega sóknarleikur- inn í síðari hálfleik. Það var ekkert flæði og menn stóðu bara og horfðu hver á annan,“ sagði Teitur sem tók undir að Snæfell hefði ein- faldlega viljað sigurinn meira en þeir. „Snæfell tók þvílíkt af sóknarfráköstum og við komumst ekki í hraðaupp- hlaup. Það er einmitt viljinn sem skiptir máli þegar verið er að berjast um fráköst og Snæfell hafði meiri vilja en við,“ sagði Teitur. henry@frettabladid.is Neistinn loksins fundinn Snæfell vann gríðarlega góðan sigur, 74-67, á Njarðvíkingum í Stykkishólmi í gær. Mikið hefur vantað upp á baráttuandann hjá Snæfelli í vetur en það var enginn skortur á honum í gær og útlit fyrir að neistinn sé loksins fundinn. GRIMMUR Sigurður Þorvaldsson og félagar í Snæfelli voru mjög grimmir gegn Njarðvík og vildu sigurinn meira en Njarðvíkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI ÍR vann mikilvægan sigur á Þór Akureyri í Iceland Express-deild karla í gær, 96-85. ÍR styrkti þar með stöðu sína í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum meira en Þór. Í stöðunni 6-10 skoraði ÍR átta stig í röð og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Nate Brown, leikstjórn- andi ÍR, fékk sína þriðju villu í lok fyrsta leikhluta og hikstaði sóknarleikur liðsins án hans í öðrum leikhlutanum. Sóknarleikur Þórs gekk enn verr en skyttum liðsins virtist ómögulegt að finna körfuna. ÍR fór með fimm stiga forystu inn í hálfleikinn, 41-36. ÍR náði fljótt 10 stiga forystu í þriðja leikhluta og náði 18 stiga forystu fyrir síð- asta leikhlutann, 75-57. ÍR náði mest 21 stigs forystu, 80-59, en þá slakaði liðið á og Þórsarar gengu á lagið. Þór skor- aði 15 stig gegn 3 og minnkaði muninn mest í fimm stig, 87-82, en Frakkinn Sani fór fyrir ÍR í lokin sem vann að lokum sann- gjarnan 11 stiga sigur, 96-85. Tahirou Sani fór mikinn í liði ÍR í sínum öðrum leik með liðinu og gæti hann reynst liðinu mikil- vægur síðari hluta mótsins þegar hann kemst betur inn í leik ÍR. Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, var ekki sáttur við leik sinna manna í leikslok þrátt fyrir sig- urinn. „Ég er sáttur við stigin tvö en liðið lék ekki eins vel og ekki eins hratt og ég hefði viljað. Það var kæruleysi í varnarleiknum og einbeitingarleysi í sóknar- leiknum sem olli því að þeir kom- ust inn í leikinn í lokin,“ sagði Jón Arnar í leikslok. - gmi ÍR nálægt því að missa niður unninn leik: Sani sá um Þórsara STERKUR Frakkinn Tahirou Sani var of stór biti fyrir Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Iceland Express-deild karla: Snæfell-Njarðvík 74-67 Stig Snæfells: Justin Shouse 17, Magni Haf- steinsson 13, Hlynur Bæringsson 13, Slobodan Subasic 12, Sigurður Þorvaldsson 11, Anders Katholm 5, Árni Ásgeirsson 3. Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 23, Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Brenton Birmingham 15, Sverrir Sverrisson 5, Friðrik Stefánsson 4, Egill Jónasson 2. ÍR-Þór Ak. 96-85 (41-36) Stig ÍR: Steinar Arason 8, Nate Brown 4, Ómar Örn Sævarsson 13, Ólafur J. Sigurðsson 4, Hregg- viður Magnússon 16, Sveinbjörn Claessen 18, Tahirou Sani 32, Þorsteinn Húnfjörð 1. Stig Þórs: Cedric Isom 28, Luka Marolt 14, Hrafn Jóhannesson 12, Daniel A. Krazmi 11, Óðinn Ásgeirsson 7, Ólafur H. Torfason 6, Magnús Helgason 5, Bjarki Á. Oddsson 2. ÚRSLIT NFL Úrslitakeppni NFL-deildar- innar hófst í nótt þegar Seattle Seahawks tók á móti Washington Redskins en síðari leikur næturinnar var viðureign Pittsburgh Steelers og Jackson- ville Jaguars. Fyrsta umferðin er svokallaðir Wild Card-leikir og síðari tveir leikirnir fara fram í dag. Fyrst tekur Tampa Bay Buccaneers á móti New York Giants og síðan mætir Tennesee Titans til San Diego þar sem liðin spila á Qualcomm- vellinum. Sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn og hefst leikurinn klukkan 21.30. - hbg NFL-deildin: Úrslitakeppnin hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.